ON ITS WAY: & OTHER STORIES

Svartur hlýrakjóll hér // Svartur með mynstri hér

ON ITS WAY: & OTHER STORIES

Eftir ameríkuferðir hellist þreytan yfirleitt yfir mann og í dag gat ég varla hreyft legg né lim. Þá slysast maður oft inn á hinar ýmsu netverslanir en ein mín uppáhalds verslum var troðfull af flíkum sem mig langaði til að eignast. Ég ákvað að panta mér tvo fallega kjóla sem eru jú svartir en samt sumarlegir og sætir. Ég er ekkert yfir mig hrifin af allskyns litum og vil helst klæðast svörtu. Þessir eru báðir úr léttum efnum sem henta samt vel erlendis og sérstaklega þessi neðri mynstraði líka útaf síddin er svo góð. Ég hlakka til að spóka mig í þessum í Chicago næstu helgi en ég pantaði mér einmitt líka æðislegan flottan hatt (þennan hér). Ég er ekkert mikið fyrir það að sýna mikið skinn og hvað þá að brenna í sólinni svo ég vil vera í léttum kjólum og finnst svo gott að geta skellt mér í sætan stuttermabol innan undir. Mér finnst svo flott að vera í flík með hlýrum og síðan í skyrtu eða stuttermabol innan undir.  Það er eitt af sumartrendunum sem ég elska og ætla að taka með mér uppáhalds stuttermabolinn minn með í ferðina en hann fékk ég líka í & Other Stories.

 

Save

Share:

2 Comments

  1. Þórhildur
    July 16, 2017 / 20:34

    Geturðu pantað til Íslands af þessari síðu eða ertu að senda þetta eitthvert innan Bandaríkjanna? Væri til í að panta eitt og annað þarna 😉

    • July 18, 2017 / 13:56

      Hæ, ég er að panta á hótel í usa 🙁

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *