NÝJAR SNYRTIVÖRUR VÆNTANLEGAR 2016


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/nyjar-vorur-2016/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

nytt2016Þessi færsla er ekki kostuð / sumar vörur hef ég fengið að gjöf og aðrar á ég ekki.

NÝJAR SNYRTIVÖRUR VÆNTANLEGAR 2016

Eins og þið vitið finnst mér ótrúlega skemmtilegt að fá að vera fyrst til að prófa allskonar nýjungar á markaðnum. Það er svo mikið skemmtilegt á leiðinni til landsins á þessu ári að mig langaði að gera færslu og segja ykkur frá og gera ykkur álíka spennt og ég er um þessar mundir. Sumar nýjungar eru nú þegar komnar, aðrar komna núna bara í næsta mánuði en aðrar ekki fyrr en í haust. Það er ekkert smá gaman að starfa sem bloggari og fá að vita af nýjum vörum löngu á undan almenning en mig langaði að segja ykkur frá nokkrum vörum sem ég er hvað spenntust fyrir. Þetta er ekki í neinni sérstakri röð og skrifa ég aftast við hverja vöru hvenær hún er væntanleg.

1.MAC Velvet Tease varalitir – silkimjúkir litir sem einstaklega þægilegt er að hafa með sér í veskinu. Ég á tvo skemmtilega liti úr þessari línu og eru þessir nú þegar mættir til landsins.

2. Moroccanoil Dry Texture Spray – þetta texturizing spray frá Moroccanoil er væntanlegt á næstu vikum og held ég varla vatni yfir því. Eins og þið vitið mjög el er Moroccanoil eitt uppáhalds hármerkið mitt.

3. Lancome Juicy Shakers þessir glossar/varaolíur eru nú þegar mættir til landsins og hef ég nú þegar byrjað að nota þá mjög mikið. Ég er með einn í veskinu öllum stundum. Ótrúlega skemmtileg og flott vara. Umbúðirnar líkja eftir litlum kokteilhristurum en hristir maður formúluna saman í hvert skipti sem maður notar vöruna..

4. Living Proof hárvörurnar – uppáhalds hárvörumerkið mitt í heiminum. Ég hopppaði hæð mína þegar ég frétti að það væri á leið til landsins. Merkið er væntanlegt í sumar og þið eigið eftir að fá  upplýsingar um allar vörurnar hér á síðunni hjá mér.

5. MAC augabrúnavörur – MAC hefur nýverið endurhannað allar augabrúnavörurnar sínar og er ég mjög spennt að prófa allar þessar nýju flottu vörur. Vörurnar eru væntanlegar á þessu ári.

6. YSL Touche Éclat – kannski ekki snyrtivörunýjung enda frægasti ljómapenni í heimi en hann er í glænýjum limited edition pakkningum sem mér finnst svo ótrúlega skemmtilegar. YSL færði mér að gjöf einn með áletruninni “I am not a morning person” sem á einstaklega vel við mig. Gullpenninn fæst líka með áletrununum “No need to sleep” og “All Lights on Me”.

7. Clinique Pep Start augnkrem – þetta augnkrem er strax komið í mikla notkun hjá mér en það er glænýtt hjá merkinu. Áður hef ég ofnotað annað augnkrem frá merkinu en þetta er orðið alveg uppáhalds. Eyðir sjáanlegum þreytumerkjum eins og skot.

8. bareMinerals bareSkin Bronzer –  skemmtilega nýjung sem ég er mjög spennt að eignast og nota í sumar. Vökvakenndur andlitsbronzer sem inniheldur engar olíur og hentar öllum húðgerðum. Hægt að nota bæði undir og yfir farða. Nú þegar komin í verslanir.

9. Clarisonic Smart Profile andlitshreinsibursti – glænýr andlitshreinsibursti sem sameinar tvo bursta frá merkinu. Andlitsburstann og fótatækið. Ég er búin að vera nota minn í nokkrar vikur núna og gæti ekki verið ánægðari með húðina mína. Fjórar hraðastillingar, turbó stilling fyrir líkama og stillir sig sjálfur eftir hvaða part af andlitinu maður er að hreinsa. Væntanlegur í maí.

10. First Aid Beauty Slow Glow – nýtt sjálfbrúnkukrem frá einu af mínum uppáhalds húðdekurs merkjum. Gradual sjálfbrúnka sem má nota á bæði líkama og andlit. Væntanleg í verslun Fotia og á Fotia.is núna í apríl.

11. Mario Badesco Bandarísku húðvörurnar eru væntanlegar til landsins á næstunni og gæti ég ekki verið spenntari. Frægasta vara merkisins heitir Drying Lotion og er sannkallaður bólubani. Merkið verður fáanlegt í versluninni Fotia og á Fotia.is.

12. Dior Addict Ultra-Gloss – nýr glossformúla frá Dior sem er bæði vara plumber og næring í einu. Kemur í mörgum frábærum litum og verða flottir í sumar. Nú þegar komnir í verslanir.

13. YSL Fusion Ink Cushion Foundation – þessari nýjung er ég örugglega hvað spenntust fyrir eins og marga kannski grunar. Uppáhalds farðinn minn er væntanlegur í cushion umbúðum í haust og ef þetta eru ekki fallegustu pakkningar sem ég hef séð.

14. Anastasia Glow Kit – síðast en ekki síst eru frægu glow kittin frá Anastasia Beverly Hills væntanleg til landsins í Apríl. Þau hafa gert snyrtivöruheiminn alveg brjálaðan enda geta ungar stelpur ekki farið út úr húsi í dag án þess að skella á sig highlight. Ég held að mig langi að baða mig upp úr þessu og held ég verði að eignast báðar týpurnar þegar þau koma. Væntanleg á Nola.is í apríl.

Untitled-11

Comments

 1. Bergrós
  May 5, 2016 / 09:51

  Sæl. Takk fyrir frábært blogg! Veistu hvað nýji clarisonic burstinn mun kosta? Finnst þér nýji burstinn betri en sem þú áttir fyrir? Ertu búin að nota hann á líkama og fætur? 🙂

  • May 5, 2016 / 11:15

   Hæ, Mér finnst hann æðislegur. Hann skynjar hvaða part maður er að gera og hvaða bursta maður er að nota. Mér finnst frábært að nota hann líka sem fótatæki en þessi sameinar þau tvö tæki sem ég átti áður. Núna er ég bara með tvö i sturtunni en ekki eitt. Ég nota hann sjálf ekki mikið á líkama aðallega andlit og fætur 🙂

   Hann er væntanlegur í lok þessarar viku 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?