NEW IN: WEDDING SHOES

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Bianco og skóna fékk ég að gjöf.

NEW IN: WEDDING SHOES

Þetta sumarið er ég einungis á leið í eitt brúðkaup en síðustu ár hafa þau verið fjölmörg og alltaf jafn gaman. Í sumar er eitt alveg sérstakt og langaði mig að finna hið fullkomna dress með jú dágóðum fyrirvara. Brúðkaupið er ekki fyrr en í júlí en ég er strax búin að finna hinn fullkomna kjól og valdi ég mér þessa skó við. Ekki of háir en  heldur ekki of lágir svo ég endist nú allt kvöldið. Skóna get ég síðan notað óspart við önnur tilefni en þeir eru jafn flottir við fínan kjól og gallabuxur. Ég hef alltaf verið hrifin af skónum í Bianco enda endast þeir vel en þessir eru afskaplega mjúkir og þægilegir. Að utan eru þeir úr gervileðri en að innan úr ekta svo þeir gefa vel eftir og verða mýkri með hverri notkun. Ég tók mína í stærð 36 og pössuðu þeir virkilega vel.

Skórnir fást í verslun Bianco í Kringlunni

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?