NEW IN: VAGABOND CAROL


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/new-in-vagabond-carol/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Færslan er unnin í samstarfi við Vagabond

NEW IN: VAGABOND CAROL

Þegar sólin hækkar á lofti og hitastigið fer hækkandi með hverjum deginum er loksins komið að þvi að sparka af sér lokuðum skónum og næla sér í einhverja opna og sumarlega. Þessir fönguðu athygli mína um leið og ég gekk inn í Kaupfélagið í Kringlunni en þar finnst mér ég finna besta úrvalið á Íslandi af fallegum skóm. Vagabond skórnir hafa verið í uppáhaldi hjá mér í áraraðir en merkið sænska framleiðir vandaða, endingargóða og fallega skó. Þið þekkið merkið vel ef þið hafið fylgst með mér lengi. Merkið var formlega sett á laggirnar árið 1973 og hefur stækkað hratt síðan. Þessir fallegu kóngabláu opnu sandalar verða fallegir berleggja í sumar við kjóla eða núna strax í vor við gallabuxur. Þykki hællinn gerir það að verkum að það er hægt að standa og dansa í þeim tímum saman. Á dögunum fékk ég það skemmtilega tækifæri á að vera “ambassador” vörumerkisins hér á landi og veit að ykkur mun þykja gaman af því að sjá hvaða skór er í tísku hverju sinni en ég mun segja ykkur frá samstarfinu við betra tækifæri. Fyrir áhugasama þá tók ég skóna í sömu stærð og ég nota vanalega (true to size).

Vagabond Carol fást í bæði rauðu og dökkbláu í Kaupfélaginu Kringlunni. Smáralind og hér og kosta 14.995 kr

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?