Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/new-in-mesh-loafer/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17
Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
MESH LOAFER
Okay það er ekki alveg komið vor veður en ég tók af skarið og nældi mér í eina alveg ekta vor skó. Ég færist enn nær vorinu í huganum og stóðst ekki mátið þegar ég sá mynd af þessum koma inn á Facebook. Ég er svo leið yfir ástandinu á heimilinu svo ég átti skilið að fá skó. Þessir skór kölluðu á mig og þegar ég fór og mátaði þá í morgun varð ég bara að eignast þá. Hvítir leðurlíkisskór með götum á. Flottir við þröngar gallabuxur í skólann þegar fer að hlýna. Ég fór samt í þeim heim áðan í mínus fjórum gráðum bara vegna þess að ég var svo spennt. Á meðan að það er enn svona kalt get ég notað þá inni í vinnunni um helgina. Þeir fást einnig í svörtu með hvítum botni en allt hvítt heillar mig svo enda æðislegir á brúnum leggjum í sumar. Kostuðu 9.990 kr og fást í Bianco í Kringlunni. Nýja sendingin hjá þeim er æðisleg eins og þið hafið kannski tekið eftir á fleiri bloggum. Skórnir í Bianco finnst mér alltaf vera þægilegir og vandaðir og hef ég aldrei lent í neinu veseni með þá.
Í gær tókum við af skarið og lýstum endana á hárinu á mér eins og ég var búin að segja ykkur frá. Við ætlum að gera það einu sinni enn í næstu viku til að fá fullkomin lit en þetta kemur rosalega vel út. Núna verð ég að næla mér í bylgjujárn til að fullkomna lúkkið. Þarf að taka mynd í dagsbirtu til að sýna ykkur en í augnablikinu er liturinn soldið eins og hjá þessum hér, hahaha! Valdi síðan nýtt parket á alla íbúðina í gær og er spennt að sýna ykkur hvernig það kemur út.
Mesh Loafer frá Bianco verð 9.990 kr
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.
ertu að taka þína venjulegu stærð í þessum skóm?
Já ég nota alltaf 36 og þessir passa akkurat!
kemur illa út að vera í sokkum inní þeim? 🙂
hahaha já soldið- nema kannski svona húðlituðum tátiljum 🙂
Veturinn er búin að vera svo kaldur að við hljótum að fá æðislegt sumar þannig að hægt verður að lofta um tásurnar. Töff skór 🙂