NEW IN: MACRAME PLANT HANGER

NEW IN: MACRAME PLANT HANGER

Í Montréal rakst ég á þetta skemmtilega plöntu hengi í versluninni Urban Outfitters. Þar keypti ég mér líka sæta bleika mottu en ég er þó heldur betur ástfangnari af plöntuhenginu. Hinn helmingurinn er þó ekki alveg jafn hrifinn og ég. Mér finnst það afskaplega sætt hérna í horninu í svefnherberginu og finnst mér þessi litla tilbreyting gera heilmikið fyrir herbergið. Það hangir yfir náttborðinu mínu og tónar vel við allt í herberginu sem er í gráum og fölbleikum tónum. Í augnablikinu er ég með gerviplöntu í pottinum en það er fallegra með alvöru en ég var hrædd um að krókurinn bæri ekki þyngdina. Þetta er líka bara fínt svona því þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að vökva. Ég er ekki viss um hvort að fáist svona hér heima en ég veit að Marr Verslun er með eitthvað svipað, skoðið úrvalið hér.

Save

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?