NEW IN: LYNGBY VASE


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/new-in-lyngby-vase/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Vasann keypti ég mér sjálf.

NEW IN: LYNGBY VASE

Í byrjun mars skellti ég mér til Kaupmannahafnar og eitt að markmiðum ferðarinnar að vara koma heim með drauma vasann. Ég er búin að hafa augastað á vasa frá danska merkinu Lyngby mjög lengi og dreymdi mig um að eignast einn ágætlega stóran í dökkum lit. Þegar leiðin lá heim á leið þá var ég enn ekki búin að kaupa mér vasa þrátt fyrir að hafa grandskoðað þá í ferðinni.  Ég skaust því alveg óvart inn í Illum Bolighus á Kastrup flugvelli. Ég var nýbúin að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af vörum sem ég hafði verslað og stóð þarna með 700 danskar krónur á milli handanna og ákvað að láta verða að því. Eitt stykki mattur grár Lyngby vasi fengi sko að koma með mér heim og er ég í skýjunum með hann. Klassískur, látlaus og svo fallegur. Mamma færði mér túlipana í gær og varð ég því að mynda hann fyrir ykkur og setja hér inn. Vasinn er 20 cm hár en þeir fást í mörgum mismunandi stærðum og litum. Mig dreymir nú um að eignast minni gerð í hvítu til að standa hliðin á þessum. Oftast nær fær maður muni eins og þennan í jóla- afmælis og eða útskriftargjöf en stundum verður maður að verðlauna sjálfum sér fyrir vel unnin störf með vasa eins og þessum. Vasinn er annar hluturinn sem ég eignast frá merkinu en fyrir á ég gullfallega fölbleika jólakúlu sem ég fékk að gjöf frá góðri vinkonu síðustu jól.

Lyngby vörurnar eru fáanlegar hjá Epal hér á Íslandi.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?