NEW IN: LITTLE BLACK BAG

Töskuna keypti ég mér sjálf.

NEW IN: LITTLE BLACK BAG

Í fyrradag gerði ég mér örstutta ferð í Smáralindina þar sem ég vissi að stelpurnar í VILA væru að taka upp nýja sendingu. Í henni leyndist virkilega falleg kápa og þetta dásamlega veski sem varð að koma með mér heim (og auðvitað kápan líka). Taskan gæti alveg eins kostað mörg hundruð þúsund en hún er svo vegleg og vönduð að sjá. Mig ,,vantaði” svarta litla tösku sem ég gæti notað spari og er þessi fullkomin í það hlutverk. Ég er virkilega skotin í henni og langar mig að finna tilefni til þess að nota hana strax. Mér þykir gullið setja punktinn yfir i-ið en hún er úr ekta rússkinni. Þið finnið þetta fallega veski í verslunum VILA og kostar það 13.990 kr.

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *