NEW IN: BIANCO x CAMILLA PIHL

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Bianco.

NEW IN: BIANCO x CAMILLA PIHL

Loksins! Það hlaut að koma að því að ég myndi gefast upp og eignast þessa fallegu skó úr línunni hennar Camillu Pihl í samstarfi við Bianco. Nú er haustið alveg að fara að mæta á svæðið. Ég mun fljúga með skólanum út október en þá tekur við lærdómstörn og síðan verð ég í VILA yfir jólin. Yfir vetrartímann nota ég svona lokuð ökkla boots hvað mest. Skórnir eru ekta leður en ég er alveg hætt að kaupa mér skó eins og þessa sem eru ekki úr leðri. Þeir fara bara svo miklu betur með fæturnar, eru þægilegri og endast miklu lengur. Alltaf eins og nýjir þegar maður er búin að pússa þá aðeins. Ég hlakka til að nota þessa við fínu haustdressin en skórnir passa nú ekki við mikið í skápnum núna en ég er sko alveg handviss um að ég finni mér eitthvað fallegt í Kaupmannahöfn í lok ágúst. Ætla út að heimsækja Birgittu vinkonu mína í fimm daga. Það verður sko fjör! Strax er kominn efst á óskalistann annar trefill frá & Other Stories en ég á tvo fyrir og langar svo að eignast einn í viðbót. Sá einn á síðunni sem er einmitt ljósbrúnn sem yrði fallegur við svörtu kápuna sem ég keypti um daginn (hér) og þessa nýju fallegu skó.

Skórnir fást í Bianco í Kringlunni

Save

Share:

1 Comment

  1. Ragga
    August 24, 2016 / 07:19

    Þessir eru svakalega flottir – og þæginlegir! Keypti mér þá á útsölu í Noregi um daginn, kjarakaup, 499 norskar eða ca. 7300 kr. íslenskar. Brá heldur betur í brún þegar ég fór inní Bianco hér og sá að þeir kosta 33.990 kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?