NEW IN: BEAUTY


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/new-in-beauty/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

rollerlash

BENEFIT ROLLER LASH

Besti kall kom heim í gærmorgun með nýja maskarann frá Benefit. Sem því miður er ófáanlegur hér á landi. En veit að margar senda vini og ættingja eftir hlutum þegar ferð er heitið erlendis. Fyrst, anda inn anda út. Pakkningarnar eru alveg geggjaðar. Eins og þið vitið elska ég allt bleikt og stelpulegt og varð ég að eignast hann. Eftir að hafa lesið milljón færslur og horft á óteljandi YouTube myndbönd þar sem þessi elska kom fyrir varð ég að setja hann á óskalistann. Nú er ég ansi spennt að prófa þennan enn frekar og segja ykkur hvernig mér lýst á. Fyrstu kynni lofa ansi góðu og kemur ansi vel á óvart þar sem ég er ekki mikill aðdáandi gummíhárabursta.

nars

NARS AUDACIOUS Í NATALIE

Þessi fallegi varalitur frá NARS var líka í pakkanum frá Harry. Ég hélt að ég hefði ekki sent hann eftir þessum lit eða konan í búðinni ruglast. Þó er ég nokkuð fegin þar sem þetra er líklegast sá Þórunnar-legasti varalitur sem til er. Á vörunum er hann mun bleikari og ekki svona rauður. Litnum er lýst sem “Flamingo Pink” sem lýsir honum fullkomlega. Þetta er uppáhalds formúlan mín í varalitum og er ég rétt að byrja að safna þeim. Varalitirnir eru dýrir en umbúðirnar eru alveg geggjaðar. Lokið er með segli svo að það helst alltaf á og kemur svona klikk hljóð þegar maður lokar, sem er alveg geggjað! Mig langar að safna í fjögur stykki af þessum varalitum og er þá hér með hálfnuð núna. En þegar fjórir koma saman raðast þeir fallega upp og stafa úr NARS á umbúðunum.

Alltaf gaman að fá nýtt frá útlöndum en báðar vörurnar fást í Sephora í USA og Beauty Bazaar í Englandi

Benefit Roller Lash hér – Nars Audacious í Natalie hér
Untitled-11
Vörurnar sem fjallað er um var keypt af greinarhöfundi eða aðila tengdum honum (kærasta í þessu tilviki).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?