MY CHRISTMAS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/my-christmas/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

oneJólin mín byrjuðu formlega með árlegum jólabrunch á Nauthól með kærastanum en hann á afmæli yfir jólatímann. Jólagjöfin frá mér til mín voru glænýjar Nike æfingabuxur sem ég hef notað non stop öll jólin. Mér fannst ég klárlega eiga þær skilið eftir að hafa rúllað upp öllum jólaprófunum en ég fékk þær í Líkama & Lífstíl í Sporthúsinu.

two
Mér finnst fátt skemmtilegra en að hafa fallegt jólapakkaþema og kemur mér það í ekta jólagír að eyða heilu kvöldunum í að pakka inn gjöfum. Pappírinn í ár var hannaður af Nynne Rosenvinge. Jólin eru best heima í Garðabænum en stóra jólatréð í garðinum er orðið nokkuð þekkt fyrir að koma ó-jólalegasta fólki í jólagírinn ár hvert.

three
Það er fátt betra en splunkuný sængurföt yfir vetrartímann og slá sængurfötin frá Lín Design alltaf í gegn hjá mér. Vorum svo heppin að fá þriðja settið okkar í jólagjöf. Við skötuhjúin eyddum jólunum í sitthvori lagi í faðmi fjölskyldanna en hittumst svo síðar um kvöldið heima hjá foreldrum mínum. Ég er vandræðalega hvít hliðin á Harry en hann á það til að stelast í brúnkukremið.

four
Ég endaði árið mitt á því að fara í 75 mínútna áramótaspinning með mínum langbestu æfingadúllum og á leiðinni heim náði ég að festa bílinn minn í snjóskafli. Það rættist þó úr deginum þar sem ekkert alvarlegt gerðist og naut ég kvöldsins í faðmi bæði fjölskyldunnar minnar og tengdafjölskyldunnar.

Ég er enn að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að halda smá þrettándaboð fyrir vinkonur mínar svo ef þær lesa þessa færslu mun ég örugglega fá svör við þeim vangaveltum. Það þarf nefnilega að vígja alla nýju kökudiskana. Þær eru alltaf fyrstar til að mæta þegar ég nefni kökur við þessar elskur. Þið finnið mig á Instagram undir @thorunnivars og sömuleiðis á Snapchat undir sama nafni.
Untitled-1

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?