MULTI BY MULTI


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/multi-by-multi/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

IMG_7545IMG_7549IMG_7565IMG_7559
Eins og ég sagði frá um daginn þá var ég búin að panta mér Merkið Mitt stjörnumerkjaplatta frá Multi by Multi. En hún nafna mín Þórunn Hulda hannar og framleiðir þessa sætu platta. En þið sjáið nú alveg hver er í hvaða stjörnumerki en ég valdi mér bleika meyju og tók ögn karlmannlegri lit fyrir Harry en hann er bogmaður. Mér finnst plattarnir gera heimilið svo persónulegt og krúttlegt og hlakka ég til að geta pantað okkur fleiri platta og hengt þá alla upp í röð. Frábær tækifærisgjöf í fallegum pakkningum fyrir einhvern sem heldur mikið upp á merkið sitt, frábærir í barnaherbergið og einnig finnst mér þetta frábær brúðargjöf. Ég veit um eina litla meyju sem fær svona platta frá mér í afmælisgjöf í glænýja herbergið sitt í september.

Vá hvað ég hlakka til að hengja þá upp á vegg en ég er búin að velja fullkominn stað en verð að bíða eftir að kallinn komi heim og setji þá upp fyrir mig (ég er ekki svo góð með borvélina).  Ég sýni ykkur útkomuna í vikunni þegar ég er búin að hengja þá upp. Fylgist með!

Þú færð stjörnumerkjaplattana í Mýrinni Kringlu & Geirsgötu, Mjólkurbúinu (hér), Kauptúninu Akureyri og Motivo Selfossi (þeir koma í fullt af fallegum litum). Einnig er hægt að sérpanta beint frá Þórunni á Facebook síðu Multi by Multi hér.
Untitled-1

Comments

  1. Svanhildur Anna
    August 19, 2014 / 22:03

    Túrkis krabba 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?