MOROCCANOIL BODY


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/moroccanoil-body/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

moroccanoilbody

MOROCCANOIL BODY

Um daginn fékk ég fallega gjöf frá Moroccanoil en það var næstum öll líkamslínan frá merkinu. Síðustu dagar hafa verið hreint út sagt unaðslegir og voru þessar vörur ásamt valentínusarlínunni frá The Body Shop það sem kom mér í gegnum þessar þrjár vikur sem við vorum heimilislaus. Fyrsta spurning sem ég setti upp var þó hvort að frægt hárvörumerki gæti framleitt jafn góðar líkamsvörur. Svarið mitt er einfaldlega, ef ekki betri! Ég stend hér gapandi yfir þessari línu þar sem ég þjáist af mjög miklum þurrki á líkamanum yfir vetrartímann og hafa aðrar vörur einungis veitt mér tímabundna vellíðan á meðan Moroccanoil vörurnar hafa lagað vandamálið. Á veturna svíður mér í húðina og líður mér eins og hún sé að rifna sérstaklega á handleggjunum, kálfunum og á mjóbakinu. Tvær vörur úr línunni hafa algjörlega staðið upp úr og verð ég að segja ykkur frá kreminu og þurrolíunni.

Þar sem veturinn tekur engann enda á þessu skeri hef ég verið að nota báðar vörurnar saman og hef stundum spreyjað olíunni fyrst og svo kreminu eða öfugt. Bæði er jafn gott. Ég er með olíuna á náttborðinu og nudda hana vel á handleggina fyrir svefninn því ég hef átt erfitt með að sofna útaf þurrki. Sem er að sjálfsögðu ekki boðlegt. Ég er svo ánægð með að þessar vörur hafi komið inn í líf mitt og fer ég ósparlega með þær. Sumar þurrolíur gefa mér alveg hræðilega tilfinningu og klessast allar flíkur upp að mér og líður mér eins og ég verð að skola hana strax af mér.

Þurrolían frá Moroccanoil smýgur strax inn í húðina og heldur hún áfram að vinna á þurrum blettum á húðinni og klístrast náttfötin ekki við mig.  Olían inniheldur að sjálfsögðu eins og allar vörurnar frá Moroccanoil frægu argan olíuna ásamt ólífu og lárperuolíu (avocado). Ég finn strax stórkostlegan mun á húðinni en ég reyni að nota olíuna bara á kvöldin á ákveðna bletti en ekki allan líkamann. Kremið er sömuleiðis ríkt af arganolíu ásamt sheasmjöri. Lyktin er þessi klassíska Moroccanoil lykt sem ég elska. Hlautlaus, hrein og náttúruleg að mínu mati. Kremið er léttara en ég bjóst við þar sem umbúðirnar eru mjög flottar og fyrirferðarmiklar en áferðin er unaðsleg. Nú þarf ég mun sjaldnar að bera á mig krem og olíur og get notað vörurnar þriðja hvern dag og finn ekki fyrir neinum óþægindum. Eins og skín kannski í gegn í textanum en þá er ég búin að finna sálufélagana mína tvo og ef þeir eru jafnvel ekki fleiri þar sem hver varan á fætur annarri toppar sig í línunni.

Ég er enn að fikra mig áfram með hinar vörurnar úr línunni og mun segja ykkur frá ef mér lýst vel á. Vörurnar fást eingöngu í Duty Free verslun í Leifsstöð og mæli ég eindregið með því að þið nælið ykkur í eina eða tvær vörur úr línunni næst þegar þið eða vinir/ættingjar eiga leið í gegn.
Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?