MERRY XMAS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/merry-xmas/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Fyrst langar mig að byrja að þakka öllum þeim sem hafa komið að gerð síðunnar og hjálpað mér að gera hana að því sem hún er í dag. Fyrst og fremst á Þorsteinn orðu skilið fyrir alla hjálpana við að taka allar myndirnar á blogginu án þess að fá neitt fyrir. Strákur með gullhjarta sem hjálpar mér í einu og öllu. Hliðrar til öllu í sínu lífi til að gera allt þetta mögulegt. Andrea Rún besta vinkona mín fær endalausar þakkir fyrir að hjálpa til við tökur og ýmislegt annað sem viðkemur blogginu. Alltaf til taks og aldrei þarf maður að biðja hana tvisvar um hjálp. Næst eru það foreldrar mínir  og fjölskylda sem hafa hjálpað til endalaust og sýnt skilning á þessu öllu saman. Jú þó að pabbi minn viti í raun ekkert hvað ég er að gera og held ég tvisvar sinnum skoðað síðuna mína. Mamma fær þakkir fyrir að deila blogginu með vinkonum sínum í einu og öllu.

Næst fá þakkir öll fyrirtækin sem ég hef verið svo heppin að fá að vinna með. Make Up Store gengið á inni hjá mér fyrir lífstíð fyrir alla hjálpana og að farða mig fyrir hverja einustu töku er nú ekki sjálfgefið. Magga og Steinunn þið eruð snillingar og einar þær hæfileikaríkustu í bænum, eigið alveg sérstakan stað í hjartanu mínu. Nafna mín hún Þórunn í Under Armour, skvísurnar hjá Nathan & Olsen, stelpurnar hjá Sigurborg Ehf, Vero Moda gengið mitt og Zara stelpurnar mínar eiga allar hrós skilið fyrir hugsa ótrulega vel um Tótuna sína.

Miljón þakkir fær Betri Árangur fyrir að koma stelpunni í form og halda henni í formi allan ársins hring og hlúa svoleiðis að mér og hvetja mig áfram í einu og öllu. Ómetanlegt að eiga svona vinkonur Alexandra Sif og Katrín Eva.
Síðast en ekki síst, þá væri ekkert af þessu hægt án þín kæri lesandi. Bloggið mitt væri aldrei komið á þann stað sem það er í dag án þinnar hjálpar. Því langar mig að þakka þér fyrir að lesa og skoða bloggið mitt daglega,vikulega og jafnvel mánaðarlega. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að rekast á þig kæri lesandi út í bæ og heyra hvað þér finnst skemmtilegt að lesa og fylgjast með. Ég er ykkur ótrúlega þakklát.
Ég er ekki vön að deila rosalega miklu “persónulegu” hér á blogginu en langaði nú að nýta tækifærið og enda árið 2013 með prompi og prakt og segja að mér finnst það allar yndislegar og langar að þakka ykkur kærlega fyrir að lesa bloggið mitt og segja gleðileg jól. Ég vona að þú kæri lesandi njótir jólanna í faðmi fjölskyldunnar með bros á vör.


Ást og friður frá væmnu jóla mér,

Comments

  1. December 24, 2013 / 14:32

    Fullt af ást frá mér :*

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?