MAC VERSICOLOUR: LONG DISTANCE RELATIONSHIP


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/mac-versicolour-long-distance-relationship/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við MAC og var varan send til mín sem sýnishorn.  

MAC VERSICOLOR: LONG DISTANCE RELATIONSHIP

Erum við ekki altaf spenntar þegar MAC kemur með nýjungar á markaðinn? Að minnsta kosti ég. Þetta eru nýjir varalitir sem eru blanda af því að vera gloss + stain. Semsagt litur sem helst á vörunum allan liðlangan daginn án þess að þurrka þær. Ég eignaðist tvo liti en ég kolféll strax fyrir þessum sem ber nafnið Long Distance Relationship. Æpandi fjólublár sem gerir varirnar æðislegar fyrir vor og sumar. Þetta er akkurat vara sem mér finnst þægilegt að hafa í veskinu og draga upp þegar varirnar biðja um raka en á sama tíma verða þær ótrúlega flottar og helst liturinn á allan daginn. Þegar maður er nýbúinn að bera formúluna á varirnar er eins og maður sé með fallegan gloss og þegar tíminn líður fer glansinn að minnka en liturinn hverfur ekki. Svo maður getur borðað og drukkið að vild án þess að þurfa að bera á sig aftur og aftur. Burstinn er virkilega þægilegur í notkun og auðvelt er að bera á varirnar án þess að allt fari út um allt. Ég skoðaði alla  16 glæsilegu litina þegar ég fór í MAC í Kaupmannahöfn um helgina og eru nokkrir þeirra strax komnir á óskalistann minn. Umbúðirnar eru ekki síður glæsilegar en þetta er akkurat vara sem gaman er að stilla upp. Það var einstaklega skemmtileg tilviljun að ég fann blómvönd í gær í stil við annan litinn sem ég eignaðist og varð ég að stilla þeim upp saman og taka myndir. Glöggir lesendur sjá að ég er alveg óð í plöntur og blóm þessa dagana.

MAC Versicolor varalitirnir koma í verslanir MAC hér heima í þessari viku og hvet ég ykkur eindregið að fylgjast með.

Untitled-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?