Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/joladagatal/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17
Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
JÓLADAGATAL
Það er sko orðið ansi jólalegt hér á Bryggjunni (eins og ég kýs að kalla heimilið mitt) og setti nýja jóladagatal fjölskyldunnar punktinn yfir i-ið. Jóladagatalið er hannað af Gerði Steinarsdóttur hönnuði og finnst mér þetta persónulega vera ótrúlega sætt og hlýlegt. Dagatalið kemur í flötum pakkningum og dundaði ég mér við að setja öskjurnar saman og strengdi síðan gróft garn yfir hillurnar fyrir ofan sjónvarpið og festi með svona plasthönkum sitthvoru megin svo að það haldist alveg pottþétt og raðaði svo.
Dagatalið samanstendur af þessum fallegu 24 stöku öskjum sem koma í flötum pakkningum og eru númeraðar að aftan frá 1-24. Framan á öskjunum eru fallegar myndskreytingar og mynda þær frásögn af aðventunni og undirbúningi jólanna. Þar sem það eru nú engin börn á heimilinu verður jóladagatalið bara fyrir okkur Harry (The Grinch) og ætla ég að dúlla mér fram að mánaðarmótum við það að setja í það litlar fallegar gjafir (mest handa honum), nammi eða litla hluti. Þar sem Harry á afmæli 10.des verður eitthvað alveg sérstakt í öskjunni þá en hann er því miður jafn mikið afmælisbarn og hann er jólabarn (mér til mikillar óánægju).
Nú er nýja konfektið komið í skálar, jólamúmín krúsirnar hanga á trénu,
jólasería komin í gluggann og jóladagatalið komið upp. Ansi jóló!
Jóladagatalið eftir Gerði Steinarsdóttur fæst inn á Snúran.is hér og kostar 4.500 kr
Glæsilegt hjá þér