I LOVE YOU-CALYPTUS

I LOVE YOU-CALYPTUS

Lengi vel hef ég verið aðdándi Eucalyptus plöntunnar en aðallega vegna þess hve ilmurinn er hreinsandi og frískandi. Á síðustu vikum hef ég séð allt morandi í Eucalyptus plöntum á Pinterest og eftir að ég keypti mér Lyngby vasann hefur mig langað að kaupa Eucalyptus og setja í hann. Í dag skaust ég í Reykjavíkur Blóm þar sem ég keypti mér þrjár greinar af Eucalyptus. Bæði finnst mér plantan svo falleg og græn en líka ilmar hún alveg dásamlega. Eucalyptus er bara svo dásamlega falleg planta en eucalyptus olía er unnin úr laufblöðum plöntunnar en hún er þekkt fyrir lækningarmátt sinn. Í dag langaði mig bara að deila með ykkur myndum af fallegu greinunum mínum, njótið!

Eucalyptus greinar fást í öllum helstu blómabúðum

Save

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?