HOLLT BRAUÐ FYRIR HOLLA VIKU


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/hollt-braud-fyrir-holla-viku/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

bread

HOLLT BRAUÐ FYRIR HOLLA VIKU

Mér fer fram í eldhúsinu þó ég segi sjálf frá. Nýverið fann ég uppskrift af mjög svo girnilegu heimagerðu brauði á erlendu tískubloggi (hér). Ég ákvað að skella í brauðið eitt kvöldið og borðaði það svo upp til agna í komandi viku. Ég elska öll gróf brauð sem eru stútfull af fræjum og allskonar. Ég reyni að borða ekki of mikið brauð en ein til tvær svona brauðsneiðar á dag skaða engann (þannig séð, haha!). Ég er búin að vera í smá átaki en það felur í sér að borða einungis hollan og góðan mat. Með lærdómnum er nauðsynlegt að fá sér góða brauðsneið með smjöri og osti. Það er örugglega hægt að skipta olíunni út fyrir eitthvað annað gott en ég hef ekki hugmyndaflug í að fatta hvað það ætti að vera.  Ef ég ætti til avocado myndi ég skella því á brauðið og setja poached egg ofan á! Það er í uppáhaldi hjá mér.

UPPSKRIFT

6 egg
1 dl sesamfræ
6 dl hafraklíð (ég notaði spelt í þetta skiptið)
1/2 dolla af sýrðum rjóma
1 dl sólblómafræ
4 msk mulið hörfræ
1 1/2 tsk lyftiduft
3 matskeiðar olía
1 tsk salt

Byrja á því að hræra eggjunum saman og blandar síðan öllu hinu saman við. Áður en ég byrja kveiki ég á ofninum og stilli hann á 180 °C. Ég nota bara stóra skál og blanda öllu saman þangað til að það virkar fínt. Þá næst set ég bara bökunarpappír í eldfastmót og skelli síðan blöndunni þar ofan í og hef neðst í ofninum í 55 mínútur. Þetta gerist ekki auðveldara. Kom ótrúlega vel út hjá mér síðast og er núna að gera þetta í annað skiptið. Ef þú átt svona flott brauðmót þá mæli ég með því að þú notir það.
Untitled-11

Comments

 1. Hulda
  September 19, 2015 / 15:12

  Hæ hæ

  Seturðu fræ ofan á brauðið áður en þú setur það í ofninn ?

  • September 19, 2015 / 17:02

   Setti fræ bara rett áður en ég tók það út 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?