HAUST RESTAURANT


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/haust-restaurant/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

haust

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Haust Restaurant.

HAUST RESTAURANT

Í gærkvöldi fórum við skötuhjúin á rómantískt stefnumót á veitingastaðnum Haust sem staðsettur er á Fosshótel Þórunnartúni 1. Við borðuðum og drukkum í boði Haust frá um klukkan sjö til ellefu. Við nutum hverrar einustu mínútu en við fórum í svokallaða Haustferð þar sem sjö réttir og vín eru sérvalin af kokki staðarins Jónasi Oddi. Jónas hefur starfað á Michelin veitingahúsum bæði í Frakklandi og Danmörku og setti hann saman matseðilinn á Haust með uppskeru núverandi árstíðar í huga. Jónas fær innblástur úr stórbrotinni náttúru Íslands, harðneskjulegum vetrum og sumrum þar sem sólin aldrei sest. Allt hráefnið er það besta og ferskasta sem fáanlegt er hverju sinni. Andrúmsloft staðarins er ótrúlega hlýlegt og leið okkur afskaplega vel á meðan við nutum þess að snæða á guðdómlegum mat. Kvöldið byrjaði á bragðgóðum kokteilum einn sætur og stelpulegur handa mér og annar aðeins karlmannlegri handa bóndanum. Haustferðin byrjaði á bragðgóðri humarsúpu sem borin var fram á ótrúlega skemmtilega hátt, næst tók við einn besti kartöfluréttur sem ég hef smakkað. Kartöflurétturinn innihélt blálandsdrottningarkartöflur, lauk og brennt smjör og skoluðum við honum niður með bjór. Í aðalrétt var síðan folaldakjöt með sveppum, heslihnetum og grænkáli ásamt rauðvíni. Eftir matinn voru bornir fram þrír ostar á brioche brauði með valhnetum og hunangi. Eftirréttirnir voru óteljandi en ólífuolíukakan sem borin var fram með sítrónu, karamellu, ísskrapi og sítrónusnjó stóð upp úr. Haustferðin endaði  á bragðgóðum heimalöguðum konfektmolum sem kórónuðu kvöldið.

Það var ótrúleg upplifun að fá að snæða á Haust í gærkvöldi og hvað þá að gera það með hinum helmingnum. Við skemmtum okkur konunlega og fannst mér réttirnir hver öðrum betri. Kartöflurétturinn stóð upp úr hjá kartöfludrottningunni mér en ég gæti borðað kartöflur í öll mál. Ólífuolíukakan er eitthvað sem allir þurfa að smakka og mæli ég með því að þið hafið Haust í huga næst þegar á að gera sér glaðan dag. Þjónustan var óaðfinnanleg og leið okkur eins og við værum hluti af bresku konungsfjölskyldunni allt kvöldið. Veitingastaðurinn Haust er falin perla í hjarta Reykjavíkur og gef ég kvöldinu fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Takk fyrir mig Haust, ég kem fljótt aftur! Endilega kíkið á heimsíðu Haust hér

ps. Ef að þig langar að sjá allan matinn sem við snæddum á í gær
er story-ið mitt á Snapchat enn opið. Notendanafnið er thorunnivars.

Untitled-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?