HÁRIÐ MITT


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/harid-mitt/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

haridmitt
Mynd: Þorsteinn J. Sigurbjörnsson

HÁRIÐ MITT

Síðan ég byrjaði með síðuna hef ég aldrei fjallað nógu mikið um hár og hárvörur. Ástæðan er einföld- það eru mjög fáir með mína hárgerð og kannski erfitt fyrir mig að setja mig í spor annarra eða að reyna að gefa ykkur góð ráð.  Undanfarin ár hef ég verið að nota bara hitt og þetta því það er ekkert vandamál sem ég glími við. Hárið mitt er þykkt, gróf og eins og á hesti. Þungt og mikið- þannig hár þarf ekki mikið þar sem það er alltaf bara slétt hvort sem að það er blásið eða þegar ég leyfi því að þorna náttúrulega. Samt sem áður vil ég hugsa vel um hárið á mér og næra það vel. Áður en ég byrja að segja ykkur frá vörunum sem ég hef verið að prófa upp á síðkastið langar mig að segja ykkur aðeins frá minni hárgerð og kannski hársögu.

Ég lita hárið mitt mjög oft (á þriggja vikna fresti) og er náttúrulega ljóshærð eins og sumar ykkar vita. Hef ekki hugmynd af hverju ég er enn að lita það svona dökkt en persónulega fýla ég það lang best svona. Mér finnst alltaf að ég hefði bara átt að fæðast dökkhærð eins og 60% af systkinahópnum. Ég þvæ hárið á mér mjög sjaldan þar sem þykkt og gróft hár verður ekki jafn skítugt og þunnt fíngert hár- að minnsta kosti ekki mitt. Ég hef talað við margar stelpur og konur um þetta og þær eru sammála mér með að þurfa að þvo hárið mun sjaldnar. Þetta var ekki eitthvað sem ég vandi mig á að gera heldur finnst mér ógeðslega leiðinlegt að þurrka á mér hárið eða blása það. Þegar ég var með hár niður á rass var þetta í alvörunni það leiðinlegasta sem ég gerði og vandi ég mig á það að þurfa að gera það sem sjaldnast.

Árið 2015 hef ég ákveðið að ætla að “experimenta” meira með hárið á mér og loksins sýna ykkur step-by-step hvernig ég hugsa um það og hvernig ég geri fallega liði og sýna ykkur hvaða vörur ég nota. Ég eeelska að vera með stutt hár eins og ég er með núna eða “lob” (long bob) en er aðeins að safna því mér finnst það lang flottast rétt fyrir neðan axlir.  Ég nota fullt af sjampó-um og hárnæringum en mér finnst lang best að rótera á milli og í febrúar ætla ég að vera með sérstakt “hár þema” hér á síðunni. Undanfarna mánuði er ég búin að vera að prófa mig áfram í hárvörum og er búin að finna mínar uppáhaldsvörur sem ég hlakka mjög mikið til að deila með ykkur.

Mig langar að tækla með ykkur hin ýmsu vandamál. Eins og t.d. hvernig nær maður fallegum glans í hárið án þess að það virki fitugt, hvernig maður gerir fullkomna liði í axlarsítt hár, hvernig maður fær volume í þunnt hár, hvaða vörur sé best að nota til að hárið virki ekki úfið eða slitið og síðast en ekki síst hvernig maður fær hár til að vaxa hraðar.

Endilega skildu eftir komment ef það er eitthvað sérstakt sem þú vilt að ég komi inn á!
Untitled-1

Comments

 1. Halla Mjöll Stefánsdóttir
  January 21, 2015 / 20:18

  Snilld! Bíð æst eftir “fullkomnir liðir” færslunni 😉

 2. Andrea Rún
  January 21, 2015 / 21:14

  Hvernig get ég látið hárið mitt vaxa hraðar?
  Hvernig á ég að fá náttúrulegan ljóma í hárið mitt (ekki setja eitthvað efni til að ná því fram)?
  Mataræði tengt hár umhirðu
  Kannski einhvern góðan maska úr ávöxtum, grænmeti, olíum og þannig 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?