Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/graenn-safi/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17
Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Grænir safar eru hvað mest í uppáhaldi hjá mér og elska ég að fá mér einn á miðjum degi. Þetta er smá eins og að lyfta sér aðeins upp og skála í kokteil. Ég set epli, sellerí, spínat, peru og myntu í minn og er hann virkilega bragðgóður. Stundum sleppi ég myntunni og set engifer í staðinn. Ég er á því að það sé hollt og gott að fá sér einn safa á dag og þá sérstaklega í háu glasi með fallegu röri. Safinn er ríkur af trefjum, C vítamínum, potassíum, hjálpar við að losa í burtu eiturefni úr líkamanum og hjálpar til við að halda blóðþrýstingi í skefjum. Spínatið er sérstaklega hátt í járni og er bólgueyðandi. Ég fæ svo margar spurningar um rörin mín og kaupi þau ýmist í Allt í Köku eða á Snúran.is en þessi svörtu fékk ég þar. Finnst þau mjög töff þar sem þau eru í öðru mynstri en maður sér venjulega. Keypti mér líka svört og hvít doppótt sem eru æði.
GRÆNN SAFI
1 epli
1 pera
lúka af spínati
smá mynta
10 cm af sellerí
Ég set 350 ml af ísköldu vatni í blandara og set öll innihaldsefnin út í.
Blanda vel og sigta svo djúsinn í skál og helli honum svo í glas.
Annað hvort set ég klaka í hann eða skelli honum inn í ísskáp í 10 mínútur.
Svört og hvít rör færðu hér inná Snúran.is
sæl , ekki mætti ég spyrja hvar þú fékkst skenkin sem er undir koparbakkanum og sést i þessari færslu http://www.thorunnivars.is/copper-tray/#respond ?
kv. Guðrún
Hæ þetta er Malm snyrtiborð úr Ikea