DREAMING OF BERLIN


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/dreaming-of-berlin/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

DREAMING OF BERLIN

Næstu helgi liggur leið mín til Berlínar með mömmu. Mig langaði svo að bjóða henni með mér til útlanda og lét hana um það að velja áfangastað. Mamma valdi Berlín en við munum gista á Derag Hotel and Living rétt fyrir utan Museum Island. Ég er mjög spennt þar sem við höfum hvorugar heimsótt Berlín áður. Mig er búið að dreyma um að heimsækja borgina lengi en núna hef ég stillt upp hér á síðunni svo að þið getið skoðað upplýsingar um þá áfangastaði sem ég heimsæki og því sem ég mæli með á mun einfaldari hátt. Við erum búnar að ákveða nokkra hluti sem við ætlum að skoða en ég ákvað að bóka gönguferð með Berlínum um Berlín. Berlínur (hér) eru íslenskar konar búsettar í Berlín sem fara með mann túr um borgina. Þær bjóða upp á allskonar ferðir en ,,Brot af því besta” var sú eina sem var í boði á okkar tíma og auðvitað staðfesti ég komu okkar i hana. Ég hlakka mikið til að heimsækja borgina en við fljúgum út með Wow air og gistum í fjórar nætur. Ég bókaði hótelið með Hotwire.com (hér) en sú þjónusta finnst mér ótrúlega skemmtileg og þægileg. Þú velur svæði og verð sem þú ert til í að borga og gæði hótelsins og síðan færðu úthlutuðu hóteli eftir að þú hefur greitt. Það auðveldar mér mikið og sparaði ég um 12.000 kr á því að fara þessa leið. Ég notaði sömu leið þegar við skötuhjú ferðuðumst til Barcelona árið 2015 og var mjög ánægð en í dag hefði ég valið annað svæði. Nú þýðir ekkert annað en að rifja upp menntaskóla þýskuna og reima á sig íþróttaskóna og skoða þessa æðislegu borg með bestu mömmuna sér við hlið.

Mig langar að heimsækja:

The Berliner Dome
Holocaust Museum
Brandenburg Gate
KaDeWe (stærstu verslun í Evrópu)
Museum Island
Reichstag Building
& fullt fullt fleira

 

Save

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?