DREAMING OF BARCELONA


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/dreaming-of-barcelona/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

barcelona

DREAMING OF BARCELONA

Nú er liðið meira en heilt ár síðan ég lagði land undir fót og var búin að lofa sjálfri mér að næsta ferð yrði farin með lífsförunautinum. Við ákváðum að bóka ferð í byrjun september eða yfir afmælishelgina mína (ég fékk að ráða) til Barcelona. Fimm dagar með besta í borg sem við höfum hvorugt farið til áður. Ég er reyndar held ég eini íslendingurinn sem hefur aldrei komið til Spánar svo þetta verður mjög skemmtilegt fyrir mig. Ef það var einhver borg sem mig langaði til í Evrópu þá var það Barcelona. Þetta var frábær millivegur þar sem mig langaði í borgarferð en Harry í sólarlandaferð. Næst á listanum er Ítalía en þangað hef ég heldur aldrei komið áður. Þið megið endilega mæla með veitingastöðum, verslunum, görðum og fleiru til að skoða í Barcelona þar sem ég treysti því að margir lesendur hafi ferðast þangað. Mig langar að sjá flottu kirkjurnar, ganga upp og niður römbluna ásamt því að slappa af, drekka sangria og borða mikið Tapas en það er í rosalegu uppáhaldi. Ef einhver veit um geggjaðan veitingastað til að snæða á á 26 ára afmælinu sendið mér endilega línu. Við erum enn ekki búin að finna hótel en ég bókaði flugið í flýti vegna þess að WOW var með æðislegt tilboð sem ég varð að hoppa á.

Untitled-11

Comments

 1. Hulda
  July 17, 2015 / 19:41

  Hæ Þórunn

  Í Fréttablaðinu 15.júlí er grein um hvað er hægt að gera í Barcelona. Allt frá´matarmenningu, verslana og bara allskonar um borgina. Það er rithöfundur sem hefur búið hér í tvö ár sem er að geffa góð ráð … hann bjó í Barcelona 🙂
  Vonandi geturðu nýtt þér eitthvað af þessum ráðum hans 🙂

  Kv, Hulda

 2. July 22, 2015 / 21:50

  Kirkjan er ekki bara flott heldur líka heimilið hans og hvernig hann hannaði húsið svo ekki væri þörf á loftræstingu. Margt að skoða 🙂 arkitektúr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?