DR. ANDREW WEIL FOR ORIGINS / MEGA MUSHROOM


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/dr-andrew-weil-for-origins-mega-mushroom/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Vörurnar fékk ég að gjöf

DR. ANDREW WEIL  FOR ORIGINS / MEGA MUSHROOM

Á dögunum kom ný og glæsileg lína til landsins en hún er samstarf á milli Origins og ameríska læknisins Andrew Weil. Andrew Weil er þekktur heildrænn læknir sem trúir á lækningarmátt kínverskra jurta. Þetta er ekki fyrsta samstarf læknisins við merkið og því verulega spennandi að sjá hvað hann gerir núna. Línan samanstendur af fimm nýjum vörum sem innihalda allar mismunandi sveppi. Læknirinn telur flest öll húðvandamál stafa af bólgum og ertingu í húð og trúir hann á lækningarmátt sveppa. Þess vegna þróaði hann Mega Mushroom línuna í samstarfi við Origins. Dr. Weil þróaði Mega Mushroom formúlu sem samanstendur af Chaga, Cordyceps, Reishi og Sea Buckthorn sveppum. Ásamt þessum fjölbreyttu sveppategundum innihalda vörurnar allar ríkulegt magn af glycerin sem að finnst í náttúrunni og laðar vatn að húðinni.

Vörurnar frá Origins eru án allra óæskilegra aukaefna eins og til dæmis: parabena, súlfata, mineral olíu, petroleum, paraffin og formaldahýðs. Ég er búin að prófa þrjár vörur af fimm síðustu daga og koma vörurnar mér skemmtilega á óvart og eitthvað sem einhver sem þjáist af bólgum og ertingu í húð ætti að skoða. Andlitskremið er í uppáhaldi hjá mér en það róar húðina samstundis og minnkar ertingu og rauða flekki. Kremið róar og styrkir húðina með Mega Mushroom formúlinni ásamt túrmerik, engifer og basilikku. Mér þykir kremið gefa mikinn raka og er ilmurinn af því upplífgandi og hreinlengur. Kremið hentar sérstaklega þurri, viðkvæmri og blandaðri húð og notast bæði kvölds og morgna á eftir nætur serumi.  Maskinn er ótrúlega skemmtilegur en það er afskaplega auðvelt að bera hann á og endurnýjar hann rakabirgðir húðarinnar og styrkir hana til að koma í veg fyrir ertingu með lactobacillur gerjum. Róar húðina og kemur í veg fyrir sýnileg ertingareinkenni með Mega Mushroom formúlunni. Ég leyfi maskanum að liggja á húðinni í um það bil 20 mínútur og þvæ síðan burt með rökum þvottapoka.

Origins vörurnar fást í verslunum Hagkaupa & Lyfju / og hér

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?