DAY & NIGHT


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/day-night/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

morning Ég ætlaði fyrir löngu löngu síðan að sýna ykkur hvernig ég hreinsa húðina mína, þá bæði kvölds og morgna. Því þar er smá munur á- ég er algjör pjattrófa þegar það kemur að húðinni minni því ég vil hafa hana fallega og að í framtíðinni sjái ég ekki eftir því að hafa hugsað illa um hana. Það skiptir nefnilega ótrúlega miklu máli að hreinsa húðina vel og hafa alltaf nægan raka til þess að fyrirbyggja hrukkur í framtíðinni. Mikilvægast finnst mér að þrífa fyrst málninguna af og síðan húðina sjálfa. Það virkar ekkert að ætla að hreinsa húðina en vera með andlitið spasslað í snyrtivörum og halda að húðin hreinsist eitthvað. Því geri ég þetta í tveimur skrefum. Þetta verður svolítið langt og ýtarlegt því ég hef fengið svo margar fyrirspurnir um hvernig ég viðhaldi húðinni.

Ég fer alltaf að sofa með hreina húð og ætla því að byrja á því sem ég geri á morgnanna. Á meðan við sofum hreinsast húðin og skiptir miklu máli að vera alltaf með hreint koddaver. Ég heyrði líka að það væri mikilvægt að skipta um hlið sem maður sefur á því að það sést á þeirri húð að maður sofi á henni- það er t.d. mín vinstri hlið. Hún er með minni raka og sést í fleiri háræðar. Núna ætla ég að vanda mig við að skipta yfir nokkrum sinnum í viku. Ég er 24 ára og þessar vörur henta minni húð vel. Ef þú ert um þrítugt þá er sama tveggja þrepa kerfið til en þær vörur heita Cellular Performance og eru í alveg eins umbúðum nema lituðum.

Á morgnanna:

Á morgnanna byrja ég alltaf á að hreinsa húðina mína áður en nokkuð annað fer á hana. Ég nota skref tvö í hreinsunarlínunni frá Sensai því ég þarf ekki að þvo af mér farða. Ég nota Silky Purifying Milky Soap sem er rakagefandi hreinsifroða sem freyðir fljótt í vatni í silkimjúka og þykka froðu. Sápan mýkir og veitir húðinni raka sem endist að lokinni hreinsun. Þetta skref finnst mér mikilvægt því það hreinsar dauðar húðfrumur, fjarlægir allar leifar af farða sem gætu hafa orðið eftir og kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Við svitnum í svefni og því mikilvægt að hreinsa vel og losna við bakteríur. Eftir hreinsunina ber ég svo á mig Softening Lotion rakavatnið og svo Emulsion rakakremið (mitt dagkrem). Læt það liggja á húðinni aðeins áður en ég mála mig svo að ég tryggi að það fara allt inní húðina. Þetta tekur sirka 2 mínútur.

night

Á kvöldin:

Þetta er örugglega uppáhalds parturinn af deginum mínum. Ég elska allt þetta pjatt. En eftir anna saman dag sem inniheldur bæði vinnu og líkamsrækt er gott að komast heim og hreinsa á sér húðina og skríða undir sæng. Ég byrja fyrir framan spegilinn með fullt andlit af málningu og set eina til tvær pumpur af skrefi 1: Silky Purifying Cleansing Oil á þurrt andlitið. Nudda yfir allt saman og yfir augnmálninguna líka. Bleyti svo einn bómul í heitu vatni og nudda af augnmálninguna (þarf ekki sér augnfarðahreinsi). Þetta er örugglega sú silkimjúkasta hreinsi olía sem ég hef prófað. Elska þetta skref því það er unaðslegt. Skvetti svo vatni framan í mig og nota míkrófíber þvottapoka til að hreinsa farðann af. Olían hefur þá hreinsað burt öll fituuppleysanleg óhreinandi, fjarlægt umfram húðfitu, farða og óhreinindi.

Næst nota ég skref 2: eða Milky Soap til að hreinsa djúpt ofan í svitaholurnar og koma jafnvægi á fituframleiðsluna alveg eins og á morgnanna. Eftir þetta er húðin orðin virkilega hrein og fín og tilbúin í tvöfalda rakameðferð með Softening Lotion rakavatninu og Emulsion rakakreminu (mitt næturkem líka!). Er ég sú eina sem finnst lang best að fara að sofa með hreina og mjúka húð? Ég held því fram að ég sofi betur. mask 1-2x í viku:

Mér finnst algjörlega ómissandi að skrúbba húðina- en það má alls ekki skrúbba of mikið. Því reyni ég að hemja mig og skrúbba einu sinni til tvisvar í viku með mjög mildum skrúbbi. Ég fékk mér Silky Purifying Peeling Maskann frá Sensai og eftir að hafa prófað mjög margt þá finnst mér húðin á mér aldrei hafa verið eins hrein, mjúk og tær. Maskinn tekur enga stund að bera á og kemur út sem kremkenndur maski með litlum kúlum sem leysast svo upp. Því engin hörð korn sem skrúbba húðina. Meira svona kúlur sem hreinsa vel óhreinindin úr svitaholunum. Ég nudda honum vel á vandræðasvæðin (nefið mitt og höku) og leyfi honum að liggja á í eina mínútu og skola síðan af. Ég nota maskann eftir að ég hef hreinsað húðina og áður en ég ber á mig rakavatn og rakakrem.

Þið hrisstið örugglega hausinn núna og hugsið- er hún orðin eitthvað rugluð stelpan? Nei ég hef alltaf verið svona. Of hugsað hreinsun húðarinnar og aflað mér upplýsingar um þessi málefni síðan ég man eftir mér, á líka eina góða vinkonu sem er menntuð í þessum málum og hef lært mikið af henni um þetta uppáhalds áhugamál mitt. Ég byrjaði að lesa blöð og annað alltof ung og keypti mér allt sem var mælt með í blaðinu. Vörurnar eru dýrar en ég passa þær eins og þær séu börnin mín og kærastinn minn má ekki koma nálægt þeim. Nota bara eina doppu af hverju í hvert skipti og passa mig að fara sparlega með allt saman. Búin að eiga rakavatnið og rakakremið síðan í janúar og held að ég þurfi ekki að endurnýja rakakremið fyrr en eftir 4 mánuði og rakavatnið jafnvel 6-7 mánuði. Því duga vörurnar lengi ef maður fer sparlega með þær.

Ég fjallaði ýtarlega um rakavatnið og rakakremið hér Sensai vörurnar fást í verslunum Hagkaupa & Lyf&Heilsu Kringlunni

Endilega sendu mér spurningar ef þú hefur einhverjar í komment.

   

Comments

 1. Sigrún
  April 22, 2014 / 08:43

  Hæ 🙂
  Frábærar vörur! Langar samt rétt að benda þér á að Softening Lotion er rakavatnið en Emulsion er rakakremið, er búið að svissa því í textanum en vonandi ertu að nota það rétt 🙂

  • April 22, 2014 / 09:08

   Hæ jú! Vá, rugla þessu svo- rakavatn sem heitir Softening Lotion er ruglandi. Takk fyrir þetta 🙂

 2. Ragnhildur
  April 22, 2014 / 09:24

  Hvernig hreinsaru húðina fyrir og eftir líkamsrækt?

  Þegar þú ferð í sturtu eftir ræktina og málar þig aftur?

  • April 22, 2014 / 09:37

   Það gerist 1-2x í viku að ég fari í sturtu í ræktinni sjálfri og þá er ég oftast með vörurnar með mér. Eins og í dag þá er það planið og pakkaði ég með mér bæði Cleansing Oil og Milky Soap- svo er ég með litlar prufur (hægt að nota svona ferða ílát) af rakavatninu og rakakreminu sem ég geymi í snyrtibuddunni svo ég þurfi ekki að bera með mér nokkur kg af andlitskremum haha. En það er mjög mikilvægt að þrífa húðina beint eftir æfingu þar sem þar er fullt af ógeði, bæði sem við komum við og förum svo beint með hendurnar í andlitið. Ég fer ofast í ræktina beinustu leið úr vinnunni og næ ekki að þrífa á mér andlitið áður- en á morgnanna fer ég bara með dagkrem í ræktina.

 3. Erla
  April 22, 2014 / 11:56

  Þetta er einmitt það sem ég þarf að nota fyrir mína húð en hef ekki lagt enn í að kaupa þetta enda dýrt. Hvað er þessi heildarpakki ca. að kosta? langaði líka að spyrja þig…finnur þú eitthvað fyrir að fílapenslar verði áberandi eftir notkun í amá tíma? ég er með hrikalega erfiða húð…er búin að prófa alltof mikið af vōrum sem gera svo ekkert fyrir mig.

  • April 22, 2014 / 23:05

   Hæ- ég er ekki alveg klár hvað pakkinn kostar alveg samtals. Ég keypti mér rakavatnið og rakakremið í janúar og svo restina núna. Ég hef bara séð að fílapennslum fer minnkaði (YESS! þoli þá ekki). Maskinn er ekki eitthvað sem maður verður að fá sér og allt í lagi að sleppa honum ef þú átt annan góðan sem þú ert vön að nota 1x-2 í viku. Mér líður oft illa í húðinni þrátt fyrir að ég hafi verið að nota vörur fyrir viðkvæma húð sem eiga að gera hitt og þetta. En líður svo ótrúlega vel með þessar að ég held ég skipti aldrei aftur 🙂

 4. Hulda
  May 2, 2014 / 16:36

  Hæ hæ

  Ég las póstinn þinn um Sensei vörurnar og er ein af þeim sem reynt svo mörg krem frá svo mörgum merkjum að þetta fer að verða þreytandi … he he. Þegar ég las póstinn þá rauk ég beint í Hagkaup í Kringlunni og spurði um þessar vörur. Ég var svo heppin að á staðnum var Sensei sérfræðingur sem ráðlagði mér hvaða vörur ég ætti að nota og hvernig (ég er rúmlega fertug) Hún gaf mér prufur af öllu og nú er ég búin að nota prufurnar í viku og ég er ekki frá því að húðin á mér sé fallegri og ljómi 🙂 Maðurinn minn er að fara erlendis og á innkaupalistanum sem hann fær verða þessar vörur … (hann heppinn) 🙂
  Takk fyrir að pósta þessu ….
  Kv,Hulda.

  • May 2, 2014 / 19:50

   ÆJII en yndislegt að heyra Hulda!! Gaman að þessu <3

 5. Björg Helgadóttir
  May 4, 2014 / 22:51

  Skemmtileg og áhugaverð umfjöllun, fékk prufur frá þeim í dag og hlakka til að prufa þær næstu daga 😉
  Takk takk,
  -B
  ps. er ekki huggulegra að skrifa “hreinsa húðina” heldur en “þrífa húðina” ?

  • May 5, 2014 / 00:28

   Jú það er mikið flottara hugtak! Veit ekki af hverju ég notaði orðið þrífa 🙂

   En vörurnar æði, vonandi líkar þér vel 🙂

Leave a Reply to Sigrún Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?