CREME DE LA MER


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/creme-de-la-mer/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

cremedelamer

La Mer- sumar ykkar þekkja þetta merki en aðrar ekki. Þið sem þekkið vitið að um dýrar, vandaðar og gæða vörur er að ræða. Sjálf kynntist ég merkinu þegar ég bjó erlendis og fékk að gjöf frá góðri konu La Mer handáburð. Fyrst var ég ekki alveg viss um hvað ég hafði í höndunum en ég var fljót að komast að því að ég væri með gull á milli handanna. Nú ætla ég að segja ykkur sögu merkisins og af hverju ég held því fram að La Mer framleiði bestu rakakrem í heimi.

CREME DE LA MER

La Mer er í dag eitt af undirmerkjum Estée Lauder og var La Mer upphaflega þróað af Max Huber sem starfaði sem eðlisfræðingur hjá NASA. Hann varð fyrir alvarlegri sprengingu þegar hann vann við tilraunir sýnar. Síðan að Huber varð fyrir sprenginunni ákvað hann að selja og markaðssetja krem sem hann þróaði til þess að lagfæra húð sína. Kremið innihélt þara og trúði Huber því að máttur hafsins myndi gjörbreyta útliti húðarinnar eftir sprenginguna. Eftir að hann lést hélt dóttir hans áfram að selja vöruna áður en Estée Lauder keypti réttindin til að framleiða og dreifa því. Síðan þá hefur vöruúrval La Mer stækkað og orðið að því sem það er í dag.

INTENSIVE REVITALIZING MASK

Ég fékk það skemmtilega tækifæri að fá að prófa vörulínuna enn frekar eftir að hafa kolfallið fyrir handáburðinum. Í nokkrar vikur hef ég verið að nota nýja maskann frá La Mer sem var að koma á markað. Orkugefandi kremmaski sem fyllir húðina af kraftaverkaseyði eða Miracle Broth sem unnið er úr þara og afurðum sjávar og hjálpar henni að fyllast lífi á ný. Vísindamenn La Mer þróuðu maskann til að hjálpa húðinni að berjast gegn þreytumerkjum, stressi og ertandi áhrifum utanaðkomandi efna eins og mengum ti þess að endurnæra og fylla húðina af orku. Maskinn ver húðina gegn ótímabærri öldrun vegna þessara þátta. Gefur húðinni einskonar orkuskot og eykur eiginlega hennar til að draga í sig raka.  Samkvæmt rannsóknum varð samstundis 78% aukning á raka og 35% aukning á ljóma strax eftir fyrstu notkun. Eftir 8 vikna notkun á maskanum mátti sjá 100% aukningu á raka.

Sjálf sá ég strax mun og húðin var miklu rakari en venjulega, ljómaði og virkaði fyllri. Það besta við maskann er að það má nota hann daglega og þó að það segi á umbúðunum að það eigi að þrífa hann af eftir 8 mínútur finnst mér í góðu lagi að sofa með hann (enda er svo góð tilfinning að hafa hann á húðinni). Ég nota hann óspart og fer eiginlega bara ekkert sparlega með hann eins og ég ætti í raun að gera vegna þess hversu dýr hann er en ég ætla að fara inn í veturinn með raka og ljómandi húð.

Ég næ alltaf að skrifa svo langa texta um svona spennandi vörur en þessi vara er dýr og hefði ég haft tök á að prófa hana hefði ég ekki fengið hana að gjöf? Örugglega ekki en mig langaði samt sem áður að deila með ykkur þessu gulli sem ég hef á milli handanna því ég veit um svo margar konur sem leita að hinum fullkomna raka og finna aldrei lausn. Varan er dýr en þegar þú kaupir vörur frá La Mer ertu að kaupa gæði og verður ekki svikin. Ég fékk prufu af rakakreminu fræga líka og sé ég stórkostlegan mun á húðinni minni. Ef þú vilt fá raunverulega lausn á rakavandamáli húðarinnar þinnar myndi ég skoða vörurnar frá La Mer og setja þær efst á jóla- eða afmælisgjafalistann.

La Mer The Intensive Revitalizing Mask fæst í verslunum Hygeu, Sigurboganum og snyrtistofunni Jónu í Hamraborg.
Untitled-1

Comments

  1. November 3, 2014 / 20:41

    vúhúú! loksins umfjöllun um þetta gullmerki, elska það! Ekki skrítið að það hafi tekið Huber 12 ár að fullkomna kremið – verst að það er ansi dýrt!

    • November 3, 2014 / 22:40

      Íslandsbanki fer örugglega að bjóða upp á 90% snyrtivörulán 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?