COFFEE & TEA


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/coffee-tea/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

COFFEE & TEA

Ég fæ kannski seint verðlaun fyrir að vera dugleg í eldhúsinu en ég nýt mín við að búa til bragðgóða drykki. Ég drekk bæði kaffi og te og elska að eiga allskonar aukahluti til að bragðbæta það og fegra. Ég fékk drauma kaffivélina mína frá Nespresso í jólagjöf og síðan þá hef ég verið að dúlla mér við að gera flottan kaffi og te bar í eldhúsinu. Eins og þið vitið elska ég öll smáatriði og er þessi listi blanda af því sem ég nú þegar á eða dreymir um. Ég er með tvo bakka í eldhúsinu, einn marmara og annan trébakka. Marmarabakki gegnir hlutverki kaffibars og trébakkinn tebars. Þar geymi ég alla aukahluti alveg við hendina. Ég geymi bæði kaffihylkin og teið í lausu sem við drekkum hvað mest í loftþéttum Iittala krukkum en þannig finnst mér það fallegast og geymist hvað best. Auðveld og þægilegt að ná sér í og þegar fer að minnka í krukkunum er auðvelt að fylla á. Ég keypti mér vanillu sýróp frá Nicholas Vahé á vappi mínu um Garðheima á dögunum en mig dreymir um að eignast það með karamellu bragði líka. Gerir alla kaffibolla extra sæta á hátíðsdögum. Í mjólkurflóarann hef ég prófað margar tegundir af mjólk en ég drekk vanalega ekki kúamjólk. Ég hef verið að nota möndlumjólk en frétti síðan að þessi væri æðisleg í flóarann og hef keypt hana síðan. Mjólkin er frá merkinu Oatly og er sérhönnuð í flóun.

Ef að þið fylgist með mér og Gyðu Dröfn (gydadrofn & thorunnivars) á Snapchat þá vitiði að við elskum kanadísku teverslunina Davids Tea. Við gerum okkur ferð í verslunina við hvert tækifæri sem gefst og eyðum misháum upphæðum. Í uppáhaldi hjá okkur báðum eru tein í lausu, matcha tein og krúsirnar. Ég keypti mína krús síðasta sumar og hef notað næstum daglega. Hún er risastór og getur maður lagað nokkra bolla í einu en með henni fylgir falleg te síða og lok/diskur. Mig dreymir um að eignast te-síuna í gylltu líka en hún er bara svo fögur. Næsta sem mig dreymir um fyrir te-barinn er að eignast svona ótrúlega flottan ketil en get nú ekki réttlætt það fyrir sjálfri mér þar sem ég á ósköp venjulegan hraðsuðuketil sem er í himna lagi. Þegar hann bilar verð ég fljót að næla mér í Smeg hraðsuðuketil í einhverjum fallegum lit.

Espresso bollar frá Design Letters koma fjórir saman hér 2. Nicolas Vahe Karamellu Sýróp fæst hér 3. Smeg hraðsuðuketill fæst hér
4. Oatly Haframjólk fæst t.d. í Krónunni 5. Nicolas Vahé kaffiskeið  6. Kaffi plagat fæst hér
7. Turmeric Glow te frá Davids Tea 8. Iittala krukka með loki fæst hér 9. Lakrids Páskalakkrís fæst í Epal 10. Davids Tea tekrús fæst hér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?