CLOSE UP: FOUNDATION BRUSHES


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/close-up-foundation-brushes/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Förðunarburstar hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er ég því alltaf fyrst til að prófa allt það nýjasta. Mig langaði að bera saman alla þrjá förðunarburstana sem ég á og tala um hvaða mismunandi eiginleika þeir hafa uppá að bjóða. Þetta eru algjörlega mínar skoðanir og hvað hentar mér, ég er alls ekki neinn förðunarfræðingur eða snillingur á þessu sviði. Ég er búin að vera að leita að bursta sem skilur eftir fallega áferð, drekkur ekki í sig farða og heldur mýktinni eftir að farðinn er kominn í hann.

1. Real Techniques Expert Face Brush – Ég var ótrúlega spennt að prófa þennan og hugsaði með mér “ú kannski er þetta fullkomni burstinn fyrir mig” og þá var ég að hugsa að nota hann í meikið dagsdaglega. En fann í fyrstu tiltraun að hann saug í sig allan vökva svo rándýra meikið mitt varð eiginlega að engu og ég þurfti alltaf að pumpa meir og meir til að hylja allt andlitið. Kannski ætti ég að vera nota kremkenndara meik? Mér finnst hann of smágerður fyrir minn smekk til að nota í meik og var ég ótrúlega lengi að farða á mér andlitið og því nenni ég sko alls ekki. En mér finnst ótrúlega gott að nota hann í púður á staði þar sem ég á það til að glansa eftir daginn og til að blanda kinniliti og smá sólarpúður á kinnbeinunum. Ég var bæði búin að horfa á video-in hennar Ernu Hrundar á Reykjavik Fashion Journal um burstann og á síðu Real Techniques og finnst þær láta lýta svo auðveldlega út að nota burstann en svo fannst mér ekki þegar ég prófaði hann svo. Hann skorar samt hátt vegna hversu ódýr hann er og aðgengilegur (ein ferð í Hagkaup og voila!)

Fær 3 stjörnur af 5 mögulegum frá mér (fær samt 4 stjörnur af 5 ef ég ætti að dæma notkun hans í púðurfarða)

2. Make Up Store Foundation Brush Duo Hair –   Þetta er burstinn sem Steinunn Edda hefur notað á andlitið á mér þegar hún farðar mig og hef ég fundið þvílíkan mun líka bara á því hvað hann er mjúkur og helst mjúkur. Því varð ég að næla mér í hann því ég er búin að vera á krossgötum með hvaða bursta á eigi að nota í meik til að fá áferðina sem ég er að leita að. Hann fer aðeins úr hárum en finnst hann virkilega halda mýktinni og það er ótrúlega auðvelt að þrífa hann. Mér finnst hann nógu stór fyrir minn smekk og ég er alls ekki lengi að farða á mér andlitið.
Fær 4 stjörnur af 5 mögulegum frá mér

3. MAC Duo Fibre Brush – Þessi er mjög líkur Make Up Store burstanum en ég á bara litlu útgáfuna af þessum og fékk ég hann með gulli í jólalínu MAC 2011. Þeir eiga það sameiginlegt að vera blanda af bæði gervi og ekta hárum sem gerir það að verkum að burstarnir drekka ekki í sig farðann. Þessi er búinn að nýtast mér virkilega vel í gegnum tíðina og hef verið ánægð með hann og svo virkilega óánægð og lagt hann á hilluna. Hann fer rosalega úr hárum og þarf ég að nota litla maskaragreiðu til að ná hárunum úr andlitinu á mér eftir að ég nota hann og það er alveg einstaklega pirrandi. Um leið og farðinn er kominn í burstann er hann orðinn stífur og hárin þráð bein því fæ ég oft eins og för í andlitið og þarf alltaf að nota Beauty Blenderinn minn eftir á til að jafna í kringum nefið og augu. Eitt sem hann ber yfir hina er að skaftið á honum er glansandi en ekki úr þessu matta efni eins og er svo vinsælt að nota í pakkningar í förðunarvöruheiminum í dag sem ég þoli ekki því það verður svo skítugt og ógeðslegt. Því fær MAC burstinn plús því hann er glansandi og auðvelt að þrífa skaftið líka.
Fær 3 stjörnur af 5 mögulegum frá mér

Vonandi hjálpar þetta þér að komast að hvaða förðunarbursti er bestur fyrir þig. Það getur verið ótrúlega erfitt að finna bursta sem hentar sér og eru þeir alls ekki ódýrir svo það er ekkert grín að kaupa vitlausan. Make Up Store Foundation Brush Duo Hair stendur uppi sem sigurvegari í þessari litlu könnun minni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?