Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/smoky-poppy/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

smokypoppytvosmokypoppy

SMOKY POPPY

Valentínusardagurinn nálgast óðfluga og verður það að viðurkennast að það er einn uppáhalds dagurinn minn á árinu. Ég er afskaplega amerísk og var vel upp alinn í þennan dag þegar ég bjó úti. Það er svoleiðis dekrað við kvenfólkið á þessum degi og af öllum. Ekki bara af mökum heldur vinkonum og samstarfsfélögum. Við vinkonurnar vorum duglegar að veita hvor annari félagsskap og færa hvor annari fallegar gjafir. Súkkulaði, jarðarber, kampavín og ýmislegt. Harry minn lætur það nú ekki á sig fá og hefur ekkert gaman af svona dögum og segir að ég geti bara boðið sjálfri mér á deit. Ja viti menn, ætli ég bjóði sjálfri mér ekki bara á dekurdeit í baðkerinu og ætla ég að bjóða allri Smoky Poppy línunni að koma með. Á bóndadaginn bónaði Harry bílinn minn svo ég ætla að endurgjalda honum kærleikann með stefnumóti á konudaginn en mér sýnist hlutverkin hafa snúist við í þessu sambandi.

Nú í byrjun febrúar kom á markað ný og glæsileg lína frá The Body Shop sem nefnist Smoky Poppy. Ég fékk að vera sú fyrsta til að prófa hana og voru það baðbomburnar sem heilluðu mig um leið. Það var eiginlega vandræðalegt þegar ég þurfti að biðja fyrirtækið um auka sýnishorn þar sem ég hafði alveg óvart klárað 6 baðbombur á 6 dögum áður en ég náði að taka myndir. Hversu frek get ég verið. Það var eiginlega of auðvelt að klára þær vegna þess að þær voru svo yndislegar. Lyktin er kvenleg, kynþokkafull og mjög djúp. Línan samanstendur af body butter, líkamsskrúbbi, body lotion, nuddolíu, baðbombum, ilmvatni og sturtusápu. Allar vörurnar eru með þessari ómótstæðilegu lykt sem ég hreifst af við fyrstu kynni og eftir að hafa notað vörurnar varð ég enn hrifnari. Eins og þær hefðu áhrif á eitthvað annað en bara lyktarskynið. Það er ekkert heiminum meira afslappandi en sjóðandi heitt baðker og að kasta einni Smoky Poppy baðbombu út í. Eins og ég sagði í færslu um daginn þá er tilfinningin líkust því að slaka á í Bláa Lóninu. Vatnið verður hvítt og fljóta svörtu fræin úr Poppy blóminu í baðkerinu. Síðan slekk ég öll ljósin á baðherberginu, kveikji á kerti og loka augunum. Þar sem línan fæst einungis í takmörkuðu upplagi verð ég að byrgja mig upp af bombunum og langar varla að segja ykkur frá þeim svo ég geti keypt þær allar.

VILTU VERA VALENTÍNUSINN MINN?

Í tilefni valentínusardagsins langaði mig að færa þremur lesendum smá pakka. Gjafirnar eru misstórar en innihalda þær allar
yndislegar vörur úr Smoky Poppy línunni. Það eiga ekki allir baðker svo einungis einn pakkinn inniheldur baðbomburnar.

Gjöf 1: Inniheldur Smoky Poppy body butter,
líkamsskrúbb, ilmvatn, sturtusápu og poppy baðlilju

Gjöf 2: Inniheldur Smoky Poppy body butter, ilmvatn og poppy baðlilju

Gjöf 3: Inniheldur Smoky Poppy Baðbombur og sturtusápu

Ath. Þú þarft ekki að eiga bað!

Þú veist nákvæmlega hvað þú átt að gera ef þú vilt vera valentínusinn minn. Skilja eftir fallega athugasemd
við þessa færslu og deila færslunni á Facebook. Á valentínusardaginn sjálfann dreg út þrjá heppna valentínusa.

Untitled-1
Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn og The Body Shop kostaði vinninga fyrir lesendur.


Looking for Something?