DREAMING OF: STOCKHOLM

LOKSINS! Loksins er ég á leið til Stokkhólms en mig er búið að dreyma um ferð þangað ótrúlega lengi. Sem krakki eyddi ég miklum tíma í Svíþjóð þar sem föðurfjölskyldan mín býr. Ég hef í raun ferðast um alla Svíþjóð en hef aldrei stoppað lengi í Stokkhólmi eða minnsta kosti ekki svo ég muni eftir. Núna verður breyting á en ég er á leið í helgarferð með vinkonum mínum þeim Gyðu Dröfn & Alexsöndru Bernharð í byrjun nóvember. Við ætlum í stutta helgarferð frá föstudegi til sunnudags og gistum á Haymarket Scandic hótelinu í Norrmalm en hótelið liggur við Drottningatan og er þess vegna virkilega stutt fyrir okkur stöllur að hoppa í búðir. Þetta verður sannkallað ævintýri en ég mæli með því að fylgjast með þessari ógleymanlegu ferð á Snapchat hjá okkur @thorunnivars, @gydadrofn og @alexsandrabernh (ekki gleyma s-inu). Ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar að gera og sjá í Stokkhólmi en það eina sem ég er handviss um er að ég ætla að fá mér eina væna sneið af Prinsessutertu.

Ef að þið mælið með einhverju fyrir okkur að gera þá megið því endilega deila því með mér hér fyrir neðan í athugasemdum.

Save

Save

Save

Save

POSTCARD FROM TEL AVIV

Shalom! Það er ekki á hverjum degi sem maður heimsækir Ísrael en þegar tækifæri gefst þá tekur maður það. Mig hefur lengi dreymt um að sjá meira af heiminum og gerði ég það svo sannarlega um helgina. Tel Aviv er stórborg í Ísrael sem liggur við Miðjarðarhafið. Þrjátíu gráður og sól tóku á móti okkur vinkonunum og nutum við okkar í tvo daga í borginni. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að gera okkur aðra ferð. Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli en ferðalagið var stórkostlegt og var gaman að skyggnast inn í allt aðra menningu en við erum vanar. Borgin hafði upp á margt að bjóða og þyrfti ég lengri tíma til að fá að kynnast henni betur og er klár á því hvaða hluta hennar (og landsins) ég myndi vilja heimsækja næst. Borgin er perla fyrir grænmetisætur og vegans og mæli ég með ævintýraferð til Tel Aviv þar sem þú botnar ekkert í gjaldmiðlinum (nú eða tungumálinu) og borgar óvart í 10.000 kr fyrir hádegisverð.

Strandlengjan í Tel Aviv séð til suðurs

Vinkonur á rölti í Rothschild hverfinu

Inn á milli leynist allskonar byggingarlist // The Crazy House hannað af Leon Gaignebet arkitektMæli með því að gera sér ferð á Carmel Market

Busl í Miðjarðarhafinu

Takk fyrir mig Tel Aviv!

 

       

Myndir frá veitingastaðnum Hampton Social

POSTCARD FROM CHICAGO #1

Í morgun kom ég heim eftir tveggja daga ferð til uppáhalds borgarinnar minnar Chicago. Fyrir þá sem hafa fylgst með mér frá byrjun vita að ég stoppaði stuttlega í borginni árið 2012 og bjó þar í um það bil 6 mánuði en það var alveg nógu langur tími til að kolfalla fyrir henni. Chicago hefur að geyma svo margar perlur að það er hreint út sagt ótrúlegt hvað það er mikið að skoða og sjá. Ég eyddi tveimur dögum með einni bestu vinkonu minni og vá hvað það er dýrmætt að fá að kynna einhvern fyrir uppáhalds staðnum þínum. Ég leyddi Gyðu þvers og kruss um Chicago á þessum tveimur dögum og komum við endurnærðar heim eftir hreint út sagt æðislega ferð. Fyrsta stopp okkar var að sjálfsögðu á Deep Dish pizzastaðinn Lou Malnatis en það er klassískur ferðamannastaður út um alla borg sem hefur að geyma bragðgóðar deep dish pítsur. Daginn eftir snæddum við morgunverð á staðnum Hampton Social sem ég hafði lesið mér til um fyrir ferðina. Þar fengum við dýrindis máltíð og skáluðum í róse langt fyrir hádegi. Neðst í þessari færslu skil ég síðan eftir lista með þeim stöðum sem ég mæli með að þú prófir.

Veitingastaðurinn: 3 Arts Club Cafe í Old Town hverfinu (hér)

Til þess að fá borð á 3 Arts Club Café þarftu að mæta snemma en þetta er ótrúlegur staður staðsettur í Old Town hverfinu í Chicago. Staðurinn er staðsettur inn í verslun Restoration Hardware og eru öll húsgögnin þaðan. Þar er hægt að borða allt á milli himins og jarðar en þarna borðuðum við morgunverð og sötruðum kaffi. Staðurinn tekur ekki við borðapöntunum svo ég mæli með að mæta við opnun til þess að fá borð.

Ég mæli með því að labba um götur Chicago og skoða öll litlu “Townhouses” en þau eru hver öðrum fegurri og það er dásamlegt að spóka sig í til dæmis Lincoln Park en þar bjó ég í borginni. Við gengum líka um sjálfann garðinn og hjóluðum meðfram Lake Michigan sem er frábær leið til að sjá margt á stuttum tíma. Það eru hjólaleigur á hverju horni og mæli ég með því að hjóla frá Lincoln Park og niður að Navy Pier.

Það er “must” að taka flotta mynd fyrir utan Flamingo Rum Club í Chicago.

The Chicago Riverwalk

Ef að þú ert að leitast eftir því að versla í borginni þá þarftu ekki að leita langt en þetta er að mínu mati besta verslunarborg Bandaríkjanna. Í Chicago er að finna bæði fast fashion og high end verslanir og elska ég að strolla upp og niður N Michigan Avenue. Við gengum frá bauninni í Millenium Park og alveg upp allan N Michigan Avenue. Þar er að finna allt sem hugurinn girnist. Í síðustu ferð fór ég á safn og fór í bátsferð um Chicago River. Ég fór á örlítið sérhæft safn sem ber nafnið International Museum of Surgial Science en það var ótrúlega áhugavert (fyrir þá sem hafa áhuga á svoleiðis) og skemmti ég mér stórkostlega. Safnið er á fjórum hæðum og fer það með mann í gegnum söguna um hvernig lækningatæki og tól hafa breyst í gegnum tíðina. Síðan fór ég í bátsferð um Chicago River í ferð sem fór með mann í gegnum söguna á öllum byggingunum í kringum ánna. Þessi ferð var stórkostleg og mæli ég með henni fyrir alla sem heimsækja borgina og sérstaklega þá sem hafa áhuga á hönnun og arkitektúr.

Veitingastaðir sem ég mæli með:

The Hampton Social
Little Goat Diner
Lou Malnatis
3 Arts Club Café
Cindys
Batter & Berries

Ferðir og söfn:
Internatinal Museum of Surgical Science
Chicago Architecture River Cruise

Hreyfing og heilsa:
Soul Cycle spinningtími
Leigja hjól og hjóla upp eftir vatninu

Þú verður að sjá:
Baunina og Millenium Park
Lincoln Park
Willis Tower
Lake Michigan
N Michigan Avenue
The Chicago Riverwalk
Flamingo Wall

 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

POSTCARD FROM MONTRÉAL #2

Í morgun kom ég heim eftir tvo yndislega daga í kanadísku borginni Montreal. Ég heimsótti hana á dögunum á vegum vinnunnar og aftur núna. Borgin hefur svo sannarlega komið mér á óvart og er ég strax byrjuð að þekkja hana. Vinkona mín kom með í þetta skiptið og nutum við í botn. Borðuðum góðan mat, sóluðum okkur og dekruðum við okkur í heilsulindinni. Líkt og í síðustu ferð lék veðrið við okkur. Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli en þetta er ævintýraleg borg sem ég mæli með að heimsækja. Veitingastaðirnir eru fjölbreyttir og er vel úti látið á öllum sem ég hef heimsótt. Ég náði alls ekki myndum af öllu en við fengum góðan morgunverð á Olive + Gourmando, sushi á Kyo Bar Japonais og dögurð á Venice. Gamli bærinn er í uppáhaldi hjá mér og eyddum við langmestum tíma þar og skoðuðum líka t.d. Notré Dame kirkjuna, stjórnarráðið og fleira.

Olive + Gourmando // Hér snæddum við morgunverð báða dagana en þetta er vinsæll morgunverðarstaður í gamla bænum
. Mæli með Cha Cha Chia skálinni, jógúrt með granóla og ávöxum og rjúkandi heitu kaffi.

Bota Bota Spa // Er eitthvað sem allir ættu að heimsækja ef leið þeirra liggur til Montreal. Yndisleg heilsulind á fljótabát sem liggur við hafnarbakkann í gamla bænum. Við eyddum um 4 klukkustundum í heilsulindinni og prófaði ég allar gufurnar, pottana, sundlaugarnar og hengirúmin.

Venice // Venice er skemmtilegur veitingastaður með Californiu þema. Þar fékk ég mér stórkostlegt avocado toast en það er must í hverri ferð. Mæli með þessum stað í gamla bænum fyrir léttan og bragðgóðan hádegisverð.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Bikiníið er frá Triangl og fæst hér

POSTCARD FROM MONTRÉAL

Ég eyddi tveimur síðustu dögum í borginni Montreal sem mig hafði dreymt um að heimsækja síðan ég var barn. Veðrið hefði ekki getað verið betra en það voru 26 gráður og sól allan tíman. Leið mín liggur aftur til Montreal í júní svo ég hef nægan tíma til að kynnast borginni en hún hefur upp á svo margt að bjóða. Borgin er frönskumælandi sem gefur henni ákveðinn sjarma en ég verslaði í skemmtilegum búðum, borðaði á góðum veitingastöðum og slappaði af í flottustu heilsulind sem ég hef augum litið. Myndin hér að ofan er af Bota Bota Spa sem er heilsulind á gömlum fljótabát. Ég var búin að bóka tíma í nudd fyrir fram og fór í slökunarnudd á bátnum og lá síðan í nokkra klukkutíma í pottunum eða á bekk og naut sólargeislanna. Bota Bota er eitthvað sem maður verður að prófa ef maður á leið til Montreal og gerði góða veðrið upplifunina enn betri. Við borðuðum á æðislegum veitingarstöðum og má þar nefna: The Keg, Maggie Oakes í Old Port, Les 3 Brasseurs en þar mæli ég með bakaða camembert ostnum. Næst ætla ég að prófa sushi á Kyo og morgunmat á Olive & Gourmando.

Save

Save

Save