Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/vila-store-opening/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

IMG_0548IMG_0585 IMG_0594 IMG_0581 IMG_0565 IMG_0562 IMG_0579
Ég skottaðist yfir í Smáralindina um sjö leytið í kvöld til að fara í VIP opnun nýju Vila búðarinnar. Ég veit að margir fastakúnnar hafa beðið spenntir að sjá hvernig nýja búðin lítur út. Í einu orði sagt, vá hvað mér finnst búðin flott. Ég er algjör búðaperri og þá er ég að tala um að ég elska útlit búða. Gæti alveg séð fyrir mér að hann innvols fatabúða for a living. Þess vegna dýrka ég að sjá svona fyrir og eftir. Snýst um svo mikla upplifun fyrir kúnnan að maður gæti verið hvar sem er í heiminum þegar maður stígur fæti inní búðina. Og sú tilfinning var hér með fullkomnuð.

En yfir í annað, það tók á móti mér yndislegt starfsfólk Vila, makkarónur (makrónur), hvítt og fullt af fallegum nýjum flíkum. Gerist eiginlega ekki betra og þið þekkið mig ég fór ekki tómhent heim og nældi ég mér í þessa fallegu hvítu peysu á seinustu myndinni. Við vinkonurnar nutum okkar vel og lítum út fyrir að vera ansi svartklæddar en vorum nú í lit að neðan- haha.

Það eru ótrúlega mörg spennandi tilboð í gangi og hreint út sagt sumar vörur alveg á gjafaverði. Á morgun verður búðin opin almenningi og fyrstu 30 sem mæta fá auka 30% afslátt og skemmtilegar uppákomur verða á milli 17-22. Ég stend vaktina í nýju búðinni á laugardag og sunnudag ef þig vantar outfit fyrir helgina. Hlakka til að sjá ykkur!


Looking for Something?