Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/yves-saint-laurent-spring-2015-preview/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

yslvor

YVES SAINT LAURENT SPRING 2015 PREVIEW

Vorið frá YSL er eitt það fallegasta sem ég hef augum litið. Ég er ekki bara að segja það til að segja það. Heldur meina ég það. Ég fékk vörurnar í hendurnar og fyrsta sem ég gerði var að mynda þær svo ég gæti byrjað að nota þær. Það er nefnilega regla hjá mér að mynda fyrst, prófa svo. Það var alveg mjög erfitt í þessu tilviki en eins og þið vitið er merkið mitt uppáhald. Í vor er nefnilega von á fullt af nýjungum sem bjútískvísur um allan heim eru að missa vatnið yfir og þar á meðal ég.

Um daginn fjallaði ég stuttlega um nýju Tint-in-Oil varaolíurnar frá merkinu en von er á svo miklu miklu fleiri nýjungum. Gullfallegar augnskuggapallettur, kinnalitir sem ég missti andlitið yfir, augnprimerar, varalitir og maskari. Vorlínan er ein sú fallegasta sem ég hef séð og hlakka ég til að segja ykkur frá fleiri vörum frá þessu uppáhalds merki mínu. Það er eitthvað við pakkningarnar og gamla-glamúrinn sem heillar mig hvað mest við merkið. Það er einn kall sem býr í húsinu okkar sem spyr mig alltaf hvað drottningin segi gott en þannig líður mér akkurat þegar ég nota vörurnar frá YSL- eins og drottningu (haha)!

SPRING 2015 PREVIEW

Hægt og rólega með vorinu koma vörurnar í verslanir og langaði mig að segja ykkur aðeins frá þeim svo að ekta förðunardrottningar geti sett sig í stellingar.  Ég farðaði mig á föstudaginn fyrir partý sem ég var á leið í og skellti í eina selfie áður en ég fór. Förðunin er ótrúlega frískleg og fagna ég bleiku tónunum mjög. Vorið er nefnilega minn uppáhalds tími í förðun. Ég ætla að segja ykkur frá pallettunni, varaolíunni og kinnalitnum núna en spara svo hinar vörurnar sem mig langar að segja ykkur frá seinna. Bíðið svo bara sallarólegar yfir líklegast fallegustu umbúðum sem þið hafið augum litið en von er á þeim í vor en þær eru alsettar pallíettum. Ég mun láta ykkur vita hvenær hvaða vara fer í verslanir og hver veit nema að ég muni skella í skemmtilegan vorleik með merkinu.

COUTURE VARIATION PALETTE – NU

Gerði fallega ljósa augnförðun þar sem ég notaði 3 liti úr þessari fallegu 10 lita Couture Variation Pallettu sem er ný hjá merkinu. Pallettan kemur í tveimur litum og er en önnur þeirra ljósari (mín) og hin með heldur dekkri litum en hún heitir Tuxedo. Ég sé fram á að nota þessa endalaust og hef nú þegar notað hana tvisvar um helgina. Palletturnar eru innblásnar af fallegum efnum Saint Laurent tískuhússins og eru þeir sanseruðu í uppáhaldi hjá mér. Ég hlakka til að leika mér meira með hana og sýna ykkur almennilegt lúkk. Væntanlegar í verslanir í vor!

BLUSH VOLUPTÉ HEART OF LIGHT – LIGHT 01

Síðan í haust hef ég beðið eftir að þessir kinnalitir fari í sölu hér á landi og þegar ég fékk loks að sjá þá í eigin persónu missti ég andlitið. YSL stelpurnar hér heima höfðu valið nokkra guðdómlega liti til að selja hér á landi og gat ég varla valið á milli. Ég endaði valið á lit númer 1 sem er úr Heart of Light línunni. Ég gæti eytt heilum degi í að lofsama þennan lit. Ég notaði ytri partinn á alla kinnina og síðan notaði ég ljósa partinn í miðjunni sem fallegt highlight efst á kinnbeinin. Litirnir sem von er á í verslanir eru sko ekkert síðri en þessi og langar mig að eignast enn fleiri. Væntanlegir í verslanir í vor!

VOLUPTÉ TINT-IN-OIL – ROSE FOR YOU

Ég tala svo mikið um vörur sem innihalda olíur og þegar ég frétti af þessari vöru gat ég varla setið á mér. Þvílíkt fegurð- bæði pakkningarnar og formúlan. Olían er með smá lit en minn litur er einn af þeim ljósari. Olían smýgur inn í varirnar á meðan liturinn verður eftir og helst á í marga tíma. Burstinn í olíunni  (sami bursti í glossum og Kiss & Blush) auðveldar manni að bera formúluna á án þess að þurfa að horfa á spegil útaf því að hann er mótaður eftir vörunum. Varirnar mínar eru nú silkimjúkar og fallegar á litinn. Væntanlegir í verslanir í þessari viku!

Um sinn ætla ég ekki að kæfa ykkur með öllum þessum spennandi nýjungum og segir ykkur frá hinum
vörunum næst. Von er á gullfallegum varalitum, maskara, augnskuggaprimer ásamt mörgu öðru.
Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.


Looking for Something?