Vörurnar voru fengnar að gjöf.

ESTÉE LAUDER PRODUCTS THAT NEVER LET YOU DOWN

Það er úr mörgu að velja á snyrtivörumarkaðnum getur valið reynst erfitt fyrir marga. Estée Lauder vörurnar hafa staðist tímans tönn en Advanced Night Repair línan þeirra hefur verið í hávegum höfð hjá mörghundruðþúsund kvenna um allan heim í meira en þrjá áratugi. Varan kom fyrst á markað árið 1982 og gjörbylti hún snyrtivöruheiminum. Estée Lauder var eitt fyrsta snyrtivörumerkið sem að greindi sambandið á milli DNA og ótímabærar öldrunar. Advanced Night Repair er fyrsta serum sinnar tegundar í heiminum og það fyrsta sem innihélt hýalúrón sýru. Af hverju er ég að fjalla um 30 ára gamla vöru? Jú, það er vegna þess að varan hefur staðist tímans tönn og er enn í daglegri notkun hjá konum um allan heim. Ég man eftir brúnu umbúðum serumsins síðan ég var krakki en vöruna er hægt að finna í snyrtitöskum kvenna um allan heim. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið endurbætt formúluna en í grunninn hefur það haldist eins og hefur markmið vörunnar verið það sama.

Við vörulínuna hafa bæst við vörur tengdar seruminu eins og augnkrem, maski og ýmislegt fleira. Það eru mörg ár síðan ég kolféll fyrir vörunni en síðan þá hefur hún komið og farið úr minni húðrútínu en það er eitthvað við hana sem fær mig til að byrja að nota hana aftur og aftur. Húðin mín er í algjöru jafnvægi þegar droparnir eru í notkun og fjárfesti ég alltaf í nýju glasi en ég nota vörurnar til að hægja á öldrun húðarinnar, fylla hana af raka og til að jafna áferð húðarinnar. Í yfir 30 ár hafa aðrir snyrtivöruframleiðendur reynt að leika eftir en margar konur geta verið sammála mér að það hefur ekki enn tekist.

 

Færslan er unnin í samstarfi við L’Occitane

#THORUNNIVARSMADEMELOCCI

Ást mín á frönsku húð, líkams og heimilisvörunum frá merkinu L’Occitane dvín ekki. Í forgrunni í þessari færslu er fyrsta varan sem ég kynntist frá merkinu og það eru komin þó nokkur ár síðan. Þetta er sú vara sem allir ættu að prófa fyrst frá merkinu að mínu mati og þá er ekki aftur snúið. Hún er í einu orði sagt guðdómleg en þessi unaðslega baðsápa umvefur líkamann með mjúkri möndluolíu og maður stígur út úr sturtunni með nærða og gljáandi húð. Guð má vita númer hvað þessi flaska er en mér finnst ómissandi að ein flaska af möndlusápunni sé á baðkarsbrúninni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hve dásamleg hún er en það eru aðrar vörur frá merkinu líka. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa tekið eftir að ég í gegnum tíðina hef ég alltaf verið með vörur frá merkinu í reglulegri notkun. Þegar L’Occitane hafði samband við mig og bauð mér að vinna í samstarfi við þá var ég ekki lengi að segja já. Í versluninni um helgina, frá föstudegi og út sunnudag eru allar uppáhalds vörurnar mínar frá merkinu á 15% afslætti og mæli ég með þvi að þú gerir þér heimsókn og skoðir vöruúrvalið (það er aldrei of snemmt að byrja að versla jólagjafir). Í þessari færslu ætla ég að segja ykkur ýtarlega frá þeim vörum sem ég valdi sem mínar uppáhalds (treystið mér það var ekki auðvelt).

LAVENDER PILLOW MIST

Hvar á ég að byrja? L’Occitane sérhæfir sig í því að blanda saman réttu ilmkjarnaolíunum til að fá bestu útkomuna. Koddaspreyið inniheldur
100% náttúrulegan ilm sem þú getur notað til að spreyja yfir rúmfötin til að skapa róandi andrúmsloftið og hjálpar líkamanum að slaka á og
undirbýr hann fyrir nóttina. Koddaspreyið inniheldur lavender, bergamot, sæta appelsínu og geranium. Færsla hér.

ALMOND SHOWER OIL

Fyrsta varan sem ég prófaði frá merkinu sem gerði það að verkum að ég kolféll fyrir þvi. Mér hefur fundist ómissandi að eiga
eina flösku á baðkarsbrúninni í mörg ár en möndlulolíusápan hreinsar líkamann á mildan og áhrifaríkan hátt og nærir húðina
með möndluolíu. Þegar olían kemst í snertingu í vatn breytist hún í fíngerða froðu sem hreinsar líkamann.
Möndlur er þekktar fyrir eiginleikann sinn að næra húðina og verður hún gljáandi guðdómleg eftir notkun.

LAVENDER BUBBLE BATH

Ég hef lengi verið þekkt fyrir ást mína á Lavender blóminu og hvað þá baðferðum. Lavender freyðibaðið frá
L’Occitane sameinar tvo hluti sem ég elska. Heit og róandi baðferð eftir langan dag til að láta líða úr líkamanum alla þreytu
er ómissandi fyrir dekurrófur eins og mig. Það er fátt betra en að leggjast á  koddann eftir afslöppun sem þessa.
Það er sko ekki tilviljun að freyðibaðið sé ein vinsælasta varan í versluninni.

PEONY MAKEUP REMOVER

Peony andlitslínan er mín uppáhalds í versluninni en það er eitthvað við ilminn sem er svo dásamlegt. Þegar þessi vara kom
á markað varð ég að prófa hana en þetta er skemmtilegur farðahreinsir í gelformi sem er ótrúlega auðveldur í notkun.
Hann skilur húðina eftir silkimjúka án þess að gera hana olíukennda eða feita.

ALMOND DELICIOUS PASTE

Á köldum vetrardögum þegar húðin kallar á raka er fátt betra en að skrúbba hana aðeins með möndluskrúbbinum.
Þessi inniheldur kramdar möndlur og sykur sem skrúbbar yfirborð húðarinnar og gerir hana tilbúina fyrir nærandi rakakrem.
Mér finnst gott að nudda þessum með hringlagahreyfingum yfir allan líkamann.

Kíktu við í L’Occitane á fyrstu hæð Kringlunnar um helgina. Tuttugu fyrstu sem mæta og versla eina af þessum vörum eiga von á litlum glaðning.

 

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf. Aðrar keypti ég mér sjálf. // Vörur merktar með ? eru cruelty free

THE SKINCARE ROUTINE MADE SIMPLE

Mig hefur lengi dreymt um að skrifa svona færslu þar sem myndirnar segja meira en þúsund orð. Ég er svo mikið fyrir allt sem að gleður augað og mildar myndir sem lýsa húðumhirðu rútínunni minni i örfáum skrefum er draumurinn. Þetta er mín klassíska rútína sem ég notast við á hverjum einasta degi og vörurnar hef ég keypt aftur, aftur og aftur. Ég myndi segja að þetta væri ótrúlega hlutlaus rútína sem myndi henta flestum og inniheldur hún skref sem allir ættu að vera að gera. Þú ert aldrei of sein að koma þér upp smá húðumhirðu rútínu en þess má geta að það tekur mig bara um fimm mínútur að gera öll skrefin. Í færslunni eru vörur sem að ég nota og fást því miður ekki allar hér á landi en það eru til fullt af sambærilegum vörum hér heima. Ég leitast eftir því að gefa ykkur hreinskilnar skoðanir af vörum og sýni ykkur alltaf vörur sem ég mæli með og nota sjálf og þess vegna vil ég líka kaupa vörur og prófa allt það sem er til á markaðnum og blanda saman hér bæði því sem ég kaupi mér og fæ að gjöf. Ég vil alltaf segja ykkur frá því nýjasta, flottasta og besta sem er til hverju sinni. Í dag ætla ég að deila með ykkur hinni klassísku húðumhirðu rútínu: cleanse, tone and moisturize.

 


CLEANSE

Skref 1: Farðahreinsun

Uppáhalds varan mín til að hreinsa farða af húðinni eftir langan vinnudag er Clinique Take the Day Off salvinn. Það er ekkert betra en að nota hann á morgnanna þegar ég kem heim úr löngum flugum og hef verið förðuð í yfir 12 klukkustundir. Ég tek smá af salvanum á puttanum og dreifi á þurra húðina og á örskotstundu bræðir hann allan farða áreynslulaust af húðinni. Það þarf ekki að nudda harkalega eða strjúka bómul endalaust til þess að hreinsa heldur tekur það bara smá nudd og hringlaga hreyfingar til að hreinsa farðann af. Þegar mér líður eins og farðinn sé laus af yfirborði húðarinnar skola ég salvann af með volgu vatni. Clinique Take the day off salvinn fæst í verslunum Hagkaupa og apótekum um allt land.

Skref 2: Andlitshreinsun

Ég er alltaf með nokkra húðhreinsa í gangi í einu en þessi gelkenndi hreinsir frá Oskia hefur verið í mikilli notkun hjá mér upp á síðkastið. Fyrir mér er hann ósköp hlutlaus en innihaldsefnin eru það sko alls ekki. Hann inniheldur graskers ensím sem hreinsar upp úr svitaholum og losar dauðar húðfrumur frá húðinni, A vítamín sem hjálpar til við að endurbyggja húðina eftir sólarskemmdir ásamt vítamín C og E. Ég nota hann þegar ég vil góða og milda hreinsun og er ótrúlega fljótlegt og þægilegt að nota hann. Oskia gelhreinsirinn fæst hér. ?

TONE

Skref 3: Andlitsvatn

Andlitsvötn róa, næra og undirbúa húðina okkar fyrir þykku og góðu kremin sem koma á eftir. Þau tryggja það að rakinn smjúgi lengst oftan í húðina þína í stað þess að sitja eftir á yfirborðinu. Þau sjá einnig til þess að sýrtustig húðarinnar sé í jafnvægi. Flestir andlitshreinsar sem við notum eru súrir og viljum við að húðin sé í basísku ástandi. Eftir bæði kvöld- og morgunhreinsun nota ég örlítið af La Mer the Tonic andlitsvatninu í bómul og strýk yfir hreina húðina. Það gerir hana meðtækilegri fyrir því sem kemur á eftir. The Tonic gefur húðinni minni raka, endurnýjar húðfrumur, róar og gefur henni ljóma. Ég mæli með því að þú veljir þér andlitsvatn sem hentar þinni húðgerð. Ég leitast eftir raka og ljóma og þess vegna hentar The Tonic mér ótrúlega vel. Vörurnar frá La Mer fást í Lyf & Heilsu Kringlunni og Sigurboganum Laugavegi.

 

MOISTURIZE

Skref 4: Rakakrem

Rakakremið frá Drunk Elephant á hug minn allan og er þetta önnur krukkan mín og er ég komin mjög langt með hana. Ef að þú leitaðir að ,,hlutlaust rakakrem” í orðabók væri mynd af Lala Retro hliðin á. Það gefur húðinni mikinn raka, er þykkt en skilur hana ekki eftir eins og olíupoll. Það hentar ótrúlega vel undir farða. Kremið inniheldur ekkert sem það á ekki að innihalda en stofnandi merkisins er mjög ströng hvað varðar innihaldsefni. Þess vegna má einungis finna innihaldsefni sem gera eitthvað fyrir húðina okkar. Kremið inniheldur 6 sjaldgæfar olíur frá afríku sem að endurnýja og gefa húðinni raka og halda henni í fullkonnu jafnvægi í margar klukkustundir. Lala Retro frá Drunk Elephant fæst hér. ?

Skref 5: Augnkrem

Augnkremið frá Kiehls er draumur í dós. Það inniheldur avocado og shea oliu sem að næra ugnsvæðið en kremið nota ég bæði kvölds og morgna. Til þess að koma í veg fyrir ótímabæra öldrun er lang best að næra augnsvæðið vel með miklum raka. Ég nota baugfingur til þess að bera það á þar sem að augnsvæðið er viðkvæmt og þolir ekki jafn mikla hörku og aðrir hlutar andlitsins. Fæst hér.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

SEPTEMBER FAVORITES

September mánuður var ansi fljótur að líða og leið mér eins og hann væri sirka fimm dagar. Veturinn nálgast óðfluga og hef ég strax byrjað að hugsa extra vel um húðina mína.  Vörurnar eiga það sameiginlegt að vera léttar, nærandi og vandaðar. Upp á síðkastið hef ég fýlað að nota minna og minna af vörum sem hylja húðina mína og vil ég frekar að ljómi skýni í gegn. Waso andlitslínan frá Shiseido hefur komið mér skemmtilega á óvart en ég hef verið að prófa hana síðustu vikuna og lofar hún mjög góðu. Waso línan samanstendur af nokkrum húðvörum sem eru allar innblásnar af mat. Litaða dagkremið sem er hér fyrir ofan í ferskju lituðu túpunni inniheldur t.d. gulrætur. Litapigmentin springa út þegar kremið kemst í snertingu við húðina og gefur henni fallegan lit. Liturinn er nánast gegnsær en felur helstu misfellur en gefur mikinn ljóma og verndar hana með SPF30.  Síðustu vikur hef ég þjáðst af miklum þurrki í hársverði og á starfið mitt í háloftunum, veðurbreytingar og ofnotkun á hreinsisjampóum þar í hlut. Síðustu daga (já það þurfti bara örfá skipti) hef ég notað Maria Nila Head & Hair Heal línuna frá Maria Nila sem inniheldur sem lagar og vinnur gegn þurrki í hársverði, kemur í veg fyrir hárlos og örvar hárvöxt. Þetta verður go to dúóið mitt í vetur + djúpnæringarmaskinn úr sömu línu. Ég er ekki frá því að vandamálið sé úr sögunni.

Bandaríska merkið Becca Cosmetics er á leið sinni til Íslands en það verður til sölu í Lyf & Heilsu Kringlunni fyrst til að byrja með. Vörurnar eiga hug minn allan þessa dagana en ég gæti allt eins andað þeim að mér en ég nota þær í svo miklu magni. Back Light primerinn er það fallegasta sem ég hef augum litið en ég nota hann daglega undir farða. Ljóminn er engu líkur og áferðin guðdómleg. Til að toppa lúkkið nota ég nýjustu pallettuna úr smiðju Hourglass en hún inniheldur 6 guðdómleg ljómapúður. Pro Longwear hyljarinn frá MAC er gamall og góður en hann hefur verið í ansi mikilli notkun hjá mér undanfarið. Hann sest ekki í fínar línur og það er auðvelt að byggja hann upp. Hversdags nota ég örlítið en spari nota ég aðeins meira og “baka” hann með Laura Mercier púðurfarðanum.

La Mer the Tonic andlitsvatn* – Shiseido Waso Quick Gentle Cleanser* – Maria Head & Hair Heal sjampó og hárnæring* (fæst á hárgreiðslustofum)
Shiseido Waso Smart Day Moisturizer* – Hourglass Ambient Lightning Palette Volume 3 – Becca Back Light Priming Filter – MAC Pro Longwear Concealer*

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save


Looking for Something?