Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf. Aðrar keypti ég mér sjálf. // Vörur merktar með 🐰 eru cruelty free

THE SKINCARE ROUTINE MADE SIMPLE

Mig hefur lengi dreymt um að skrifa svona færslu þar sem myndirnar segja meira en þúsund orð. Ég er svo mikið fyrir allt sem að gleður augað og mildar myndir sem lýsa húðumhirðu rútínunni minni i örfáum skrefum er draumurinn. Þetta er mín klassíska rútína sem ég notast við á hverjum einasta degi og vörurnar hef ég keypt aftur, aftur og aftur. Ég myndi segja að þetta væri ótrúlega hlutlaus rútína sem myndi henta flestum og inniheldur hún skref sem allir ættu að vera að gera. Þú ert aldrei of sein að koma þér upp smá húðumhirðu rútínu en þess má geta að það tekur mig bara um fimm mínútur að gera öll skrefin. Í færslunni eru vörur sem að ég nota og fást því miður ekki allar hér á landi en það eru til fullt af sambærilegum vörum hér heima. Ég leitast eftir því að gefa ykkur hreinskilnar skoðanir af vörum og sýni ykkur alltaf vörur sem ég mæli með og nota sjálf og þess vegna vil ég líka kaupa vörur og prófa allt það sem er til á markaðnum og blanda saman hér bæði því sem ég kaupi mér og fæ að gjöf. Ég vil alltaf segja ykkur frá því nýjasta, flottasta og besta sem er til hverju sinni. Í dag ætla ég að deila með ykkur hinni klassísku húðumhirðu rútínu: cleanse, tone and moisturize.

 


CLEANSE

Skref 1: Farðahreinsun

Uppáhalds varan mín til að hreinsa farða af húðinni eftir langan vinnudag er Clinique Take the Day Off salvinn. Það er ekkert betra en að nota hann á morgnanna þegar ég kem heim úr löngum flugum og hef verið förðuð í yfir 12 klukkustundir. Ég tek smá af salvanum á puttanum og dreifi á þurra húðina og á örskotstundu bræðir hann allan farða áreynslulaust af húðinni. Það þarf ekki að nudda harkalega eða strjúka bómul endalaust til þess að hreinsa heldur tekur það bara smá nudd og hringlaga hreyfingar til að hreinsa farðann af. Þegar mér líður eins og farðinn sé laus af yfirborði húðarinnar skola ég salvann af með volgu vatni. Clinique Take the day off salvinn fæst í verslunum Hagkaupa og apótekum um allt land.

Skref 2: Andlitshreinsun

Ég er alltaf með nokkra húðhreinsa í gangi í einu en þessi gelkenndi hreinsir frá Oskia hefur verið í mikilli notkun hjá mér upp á síðkastið. Fyrir mér er hann ósköp hlutlaus en innihaldsefnin eru það sko alls ekki. Hann inniheldur graskers ensím sem hreinsar upp úr svitaholum og losar dauðar húðfrumur frá húðinni, A vítamín sem hjálpar til við að endurbyggja húðina eftir sólarskemmdir ásamt vítamín C og E. Ég nota hann þegar ég vil góða og milda hreinsun og er ótrúlega fljótlegt og þægilegt að nota hann. Oskia gelhreinsirinn fæst hér. 🐰

TONE

Skref 3: Andlitsvatn

Andlitsvötn róa, næra og undirbúa húðina okkar fyrir þykku og góðu kremin sem koma á eftir. Þau tryggja það að rakinn smjúgi lengst oftan í húðina þína í stað þess að sitja eftir á yfirborðinu. Þau sjá einnig til þess að sýrtustig húðarinnar sé í jafnvægi. Flestir andlitshreinsar sem við notum eru súrir og viljum við að húðin sé í basísku ástandi. Eftir bæði kvöld- og morgunhreinsun nota ég örlítið af La Mer the Tonic andlitsvatninu í bómul og strýk yfir hreina húðina. Það gerir hana meðtækilegri fyrir því sem kemur á eftir. The Tonic gefur húðinni minni raka, endurnýjar húðfrumur, róar og gefur henni ljóma. Ég mæli með því að þú veljir þér andlitsvatn sem hentar þinni húðgerð. Ég leitast eftir raka og ljóma og þess vegna hentar The Tonic mér ótrúlega vel. Vörurnar frá La Mer fást í Lyf & Heilsu Kringlunni og Sigurboganum Laugavegi.

 

MOISTURIZE

Skref 4: Rakakrem

Rakakremið frá Drunk Elephant á hug minn allan og er þetta önnur krukkan mín og er ég komin mjög langt með hana. Ef að þú leitaðir að ,,hlutlaust rakakrem” í orðabók væri mynd af Lala Retro hliðin á. Það gefur húðinni mikinn raka, er þykkt en skilur hana ekki eftir eins og olíupoll. Það hentar ótrúlega vel undir farða. Kremið inniheldur ekkert sem það á ekki að innihalda en stofnandi merkisins er mjög ströng hvað varðar innihaldsefni. Þess vegna má einungis finna innihaldsefni sem gera eitthvað fyrir húðina okkar. Kremið inniheldur 6 sjaldgæfar olíur frá afríku sem að endurnýja og gefa húðinni raka og halda henni í fullkonnu jafnvægi í margar klukkustundir. Lala Retro frá Drunk Elephant fæst hér. 🐰

Skref 5: Augnkrem

Augnkremið frá Kiehls er draumur í dós. Það inniheldur avocado og shea oliu sem að næra ugnsvæðið en kremið nota ég bæði kvölds og morgna. Til þess að koma í veg fyrir ótímabæra öldrun er lang best að næra augnsvæðið vel með miklum raka. Ég nota baugfingur til þess að bera það á þar sem að augnsvæðið er viðkvæmt og þolir ekki jafn mikla hörku og aðrir hlutar andlitsins. Fæst hér.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

SEPTEMBER FAVORITES

September mánuður var ansi fljótur að líða og leið mér eins og hann væri sirka fimm dagar. Veturinn nálgast óðfluga og hef ég strax byrjað að hugsa extra vel um húðina mína.  Vörurnar eiga það sameiginlegt að vera léttar, nærandi og vandaðar. Upp á síðkastið hef ég fýlað að nota minna og minna af vörum sem hylja húðina mína og vil ég frekar að ljómi skýni í gegn. Waso andlitslínan frá Shiseido hefur komið mér skemmtilega á óvart en ég hef verið að prófa hana síðustu vikuna og lofar hún mjög góðu. Waso línan samanstendur af nokkrum húðvörum sem eru allar innblásnar af mat. Litaða dagkremið sem er hér fyrir ofan í ferskju lituðu túpunni inniheldur t.d. gulrætur. Litapigmentin springa út þegar kremið kemst í snertingu við húðina og gefur henni fallegan lit. Liturinn er nánast gegnsær en felur helstu misfellur en gefur mikinn ljóma og verndar hana með SPF30.  Síðustu vikur hef ég þjáðst af miklum þurrki í hársverði og á starfið mitt í háloftunum, veðurbreytingar og ofnotkun á hreinsisjampóum þar í hlut. Síðustu daga (já það þurfti bara örfá skipti) hef ég notað Maria Nila Head & Hair Heal línuna frá Maria Nila sem inniheldur sem lagar og vinnur gegn þurrki í hársverði, kemur í veg fyrir hárlos og örvar hárvöxt. Þetta verður go to dúóið mitt í vetur + djúpnæringarmaskinn úr sömu línu. Ég er ekki frá því að vandamálið sé úr sögunni.

Bandaríska merkið Becca Cosmetics er á leið sinni til Íslands en það verður til sölu í Lyf & Heilsu Kringlunni fyrst til að byrja með. Vörurnar eiga hug minn allan þessa dagana en ég gæti allt eins andað þeim að mér en ég nota þær í svo miklu magni. Back Light primerinn er það fallegasta sem ég hef augum litið en ég nota hann daglega undir farða. Ljóminn er engu líkur og áferðin guðdómleg. Til að toppa lúkkið nota ég nýjustu pallettuna úr smiðju Hourglass en hún inniheldur 6 guðdómleg ljómapúður. Pro Longwear hyljarinn frá MAC er gamall og góður en hann hefur verið í ansi mikilli notkun hjá mér undanfarið. Hann sest ekki í fínar línur og það er auðvelt að byggja hann upp. Hversdags nota ég örlítið en spari nota ég aðeins meira og “baka” hann með Laura Mercier púðurfarðanum.

La Mer the Tonic andlitsvatn* – Shiseido Waso Quick Gentle Cleanser* – Maria Head & Hair Heal sjampó og hárnæring* (fæst á hárgreiðslustofum)
Shiseido Waso Smart Day Moisturizer* – Hourglass Ambient Lightning Palette Volume 3 – Becca Back Light Priming Filter – MAC Pro Longwear Concealer*

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Vöruna fékk ég að gjöf.

THE SKINCARE STEP YOU ARE PROBABLY SKIPPING

Byrjum alveg á byrjuninni. Ég er sek um það að andlitsvötn og önnur álíka skref í minni húðumhiru hafa fallið á milli hluta. Til þessa hefur mér ekki fundist ómissandi að nota andlitsvatn og hef ekki fundið fyrir miklum mun hvort sem að ég nota þau eða ekki. Eftir að hafa sokkið mér enn dýpra í vísindin á bakvið umhirðu húðarinnar hefur skoðun mín alfarið breyst. Þetta skref týnist svolítið á milli stjarnanna í húðumhirðu sem eru yfirleitt hreinsarnir og kremin en í dag horfi ég á þetta skref sem ákveðið milli skref sem tengir hin tvö saman. En hvað eru eiginlega andlitsvötn og hvað gera þau? Margir halda að andlitsvötn séu einungis til þess að hreinsa burt óhreinindin sem urðu eftir í hreinsuninni en í raun gera þau svo miklu meira. Andlitsvötn róa, næra og undirbúa húðina þína fyrir þykku og góðu rakakremin þín sem þú elskar að nota. Andlitsvötn tryggja það að rakinn úr þeim smjúga lengst ofan í húðina í stað þess að sitja á yfirborðinu. Einnig sjá þau um að stilla sýrustig húðarinnar og koma því aftur í jafnvægi. Flestir andlitshreinsar sem við notum er súrir en við viljum að húðin sé í basísku ástandi. Eftir bæði kvöld- og morgunhreinsun húðarinnar viljum við setja andlitsvatn í bómul og strjúka yfir húðina og gera hana meðtækilegri fyrir því sem kemur í framhaldinu. Húðinni er oft líkt við svamp en við höfum líklegast flestar lent í því að húðin hafi ekki verið meðtækileg og kremið sem þú barst á hana sat bara eftir á yfirborðinu. Andlitsvatn eins og þetta frá La Mer undirbýr húðina mína fyrir dýra kremið sem ég ætla að bera á hana fyrir nóttina. Andlitsvatnið gefur mikinn raka og mæli ég með því að velja andlitsvatn sem hentar þér og því sem þú leitast eftir. The Tonic frá La Mer inniheldur sjávarþang sem er stútfullt af næringar efnum sem hjálpa húðinni að komast í sitt heilbrigðasta form og gefur henni raka, endurnýjar húðfrumur, róar og gefur henni ljóma.

Ég skora á þig að bæta góðu rakagefandi andlitsvatni í rútínuna! // Vörurnar frá La Mer fást í Sigurboganum á Laugavegi

 

Save

Save

Save

Save

Allar vörurnar nema Clinique Moisture Surge & Origins Drink Up keypti ég mér sjálf.

THE BATTLE OF DRY SKIN

Haustið er mætt í allri sinni dýrð og það þýðir bara eitt. Þurr húð. Okay, líka fallegu haustlitirnir, þykku peysurnar og kertaljós en aðalega þurr húð. Við búum í þurru loftslagi þar sem er mikið um veður og vinda og það er ekki mikill raki í loftinu. Það þýðir að við þurfum að hugsa extra vel um húðina okkar og passa upp á að hún sé full af raka allan sólarhringinn. Með því að hugsa vel um húðina næ ég að forðast mikinn þurrk og passa ég alltaf upp á að næra hana bæðið kvölds og morgna. Þegar ég er stödd á stöðum með endurnýjuðu þurru lofti passa ég mig sérstaklega vel og tek alltaf með mér rakasprey í flugferðir. Í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég nota til þess að tryggja að húðin mín sé full af raka og ljóma allan liðlangan daginn. Til þess að þessar vörur sem ég mæli með virki sem allra best mæli ég með því að skrúbba (exfoliate) húðina 1-2x í viku til að fjarlægja yfirborðsþurrk. Það er gaman að segja frá því að í þessari færslu tala ég um tvær uppáhalds vörurnar mínar frá Becca en merkið er væntanlegt til landsins í október.

RAKAKREM

Þessi tvö rakakrem eru mín uppáhalds þessa stundina Lala Retro kremið frá Drunk Elephant nota ég alla daga undir farða og er þetta eitt besta rakakrem sem ég hef prófað. Það gefur mikinn raka, er þykkt en skilur ekki húðina eftir eins og olíupoll. Það hentar sérstaklega vel undir farða en blandast þó ekki vel með öðrum vörum svo ég nota það yfirleitt alveg eitt og sér. Þegar ég vil eitthvað ögn léttara nota ég Clinique Moisture Surge serumið en það er himnasending þegar húðin þarfnast raka en þig langar að leyfa húðinni að anda og njóta sín. Varan fyllir húðina af raka samstundis. Létt, þægilegt og gelkennt serum sem inniheldur andoxunarefni sem hægja á öldrun húðarinnar og koma í veg fyrir þurrk (Clinique Moisture Surge er ekki á mynd). Clinique fæst í apótekum og verslunum Hagkaupa um allt land. Lala Retro fæst erlendis hér.

RAKAMASKAR

Ég er mikill talsmaður þess að nota maska og þess að dekra við húðina. Það er ekki bara gott fyrir húðina heldur fyrir sálina líka. Það eiga allir gott af því að taka sér smá tíma í að hugsa um sjálfan sig. Rakamaskarnir eru tvískiptir en ég mæli mikið með því að nota góðan nætur rakamaska og einnig sheet maska sem maður lætur liggja á húðinni í um 15 mínútur.  Uppáhalds rakamaskinn minn er Origins Drink Up Intensive næturmaskinn en ég nota hann eins oft og mig langar til. Hann gefur húðinni mikinn raka yfir nótt en hann inniheldur avocado olíu og og vaknar maður með ferska og “plump” húð daginn eftir. Best finnst mér að blanda smá olíu út í hann sem ég segi ykkur frá í næsta lið. Origins fæst í Hagkaup Smáraling og Lyf og Heilsu Kringlunni.

OLÍUR

Það er bara ein olía sem ég sver að er sú besta í heimi en það er Skyn Iceland Arctic Face olían. Flaskan á myndinni er sú fjórða sem ég kaupi mér en það útskýrir kannski ást mína á henni. Hún stíflar ekki húðholur og nota ég hana bæði eina og sér eða blanda ég henni út í næturmaskann minn á kvöldin. Það er ekkert besta lykt af henni en þegar ég blanda henni við maska finn ég hana ekki. Olían er 99.9% hrein Camelina olía sem er ein besta olía sem við getum fundið til þess að setja á húðina okkar. Ef að þú þjáist af miklum þurrki mæli ég með því að bæta hágæða olíu í rútínuna og sjáðu hvort þú lagist ekki.  Fæst hér á 20% afslætti með kóðanum: thorunnivars (ath. þarf að stofna aðgang).

RAKA & LJÓMA PRIMERAR

Það eru tveir primerar frá merkinu Becca sem ég nota til skiptis. Back Light Priming Filter (gyllti) og First Light Priming Filter (fjólublár).  Sá fjölublái vekur líflausa húðina og gefur stamstundis ljóma. Sérstök tækni gefur ljóma, birtir og jafnar ófullkomnleika húðarinnar. Primerinn inniheldur hýalúrón sýru sem gefur mikinn raka sem er akkurat það sem þú átt að leita eftir í primer ef að þú ert með þurra húð. Back Light primerinn gefur enn meiri ljóma en sá fyrri og er hann ríkur af E-vítamíni sem að lágmarkar sýnileika fínna lína. Vörurnar frá Becca eru væntanlegar til landsins í október í verslun Lyf & Heilsu Kringlunni.

FARÐI

Ef að þú þjáist af þurri húð þá er einnig mikilvægt að nota farða sem sest ekki í þurra bletti. Að velja sér farða sem inniheldur raka er ekkert mál en það stendur yfirleitt í nafninu á farðan ef hann gerir það. Reyndu að velja farða sem heita nöfnum eins og: Luminous, Hydrating og Moisturizing. Uppáhalds farðinn minn frá Armani heitir Luminous silk og eins og nafnið gefur til kynna inniheldur hann mikinn raka og ljóma og sest ekki í þurra bletti. Farðinn blandast án allra misfellna á húðinni og gefur henni lýtalaust og fallegt útlit. Þetta er fjórða flaskan mín af farðanum og nota ég engan annan þegar ég leita að lýtalausu og ljómandi útliti. Farðinn fæst erlendis hér.

VARIR

Ef að það er eitthvað sem ég þjáist af þá er það varaþurrkur. Ég hef komist að því að þá er “consistency key” en þá meina ég að nota bara eina vöru en ekki skipta á milli margra. Ég hef séð ótrúlegan árangur með tveimur vörum en þá sérstaklega Bite Beauty Agave varamaskanum og Nuxe varasalvanum (fæst núna í fríhöfninni). Lang best finnst mér að næra varirnar vel fyrir nóttina og einnig áður en ég byrja að farða mig. Passaðu upp á hvaða innihalds efni er í varasölvum en ég forðast petroleum jelly og menthol varasalva sem ýta undir enn meira varaþurrk með tímanum. Mér finnst einnig ótrúlega mikilvægt að velja varaliti sem innihalda raka sem þurrka ekki upp varirnar. Í uppáhaldi hjá mér eru Mineralize varalitirnir frá Mac.

 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Vörurnar fékk ég að gjöf.

HOLY GRAIL: CLINIQUE TAKE THE DAY OFF

Lengi lengi hef ég ætlað að skrifa greinagóða færslu um farðahreinsana sem að ég nota daglega og hef gert í langan tíma. Ég kynntist Take the Day Off línunni frá Clinique fyrir yfir fimm árum síðan og notaði mjólkurhreinsinn mjög lengi og nota enn. Ég veit ekki hve marga brúsa ég hef farið í gegnum en línan er öll svo mild og þægileg. Línan skiptist í mismunandi farðahreinsa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Besta finnst mér að eiga þessar þrjár vörur og nota ég hreinsi mjólkina í sturtunni, salvann yfir vaskinum og augnfarðahreinsinn í bómul. Allar vörurnar í línunni bræða farðann af húðinni án þess að erta húðina á nokkurn hátt. Allar vörurnar í línunni eiga það sameiginlegt að vera mildar og henta viðkæmri húð. Að mínu mati er skrefið að hreinsa farða af húðinni það mikilvægasta og skiptir mig miklu máli að nota vandaðar og góðar vörur sem henta húðgerðinni sinni. Ég nota einhverja vöru úr línunni á hverju einasta kvöldi og þess vegna ákvað ég að mynda vörurnar á rúmstokknum en mér finnst svo ótrúlega mikilvægt að hreinsa húðina vel fyrir nóttina.

Salvann (Cleansing balm, sem er í krukkunni) elska ég að nota þegar ég er mikið förðuð og langar að hreinsa allt af eftir langan vinnudag. Sérstaklega á mognanna þegar ég kem heim úr löngum flugum og langar að leggjast á koddan sem allra allra fyst. Ég nudda salvanum á þurra húðina og sé hvernig hann í raun bræðir allan farða áreynslulaust af húðinni. Best finnst mér að nudda honum í hringlaga hreyfingar og skola síðan af með volgu vatni þegar mér líður eins og allur farði hefur losnað frá húðinni. Augnfarðahreinsinn er afskaplega mildur og ertir ekki viðkvæm augu. Ég þoli alls ekki alla augnfarðahreinsa en hefur þessi frá Clinique aldrei brugðist mér. Mér finnst best að setja smá heitt vatn í bómul og blanda örlítið af augnafarðahreinsinum út í og þá nær maður öllum augnfarða af í einni áreynslulausri stroku. Hreinsi mjólkina geymi ég í sturtunni en þar er lang þægilegast að setja 2-3 pumpur í lófann og nudda farðann af á meðan húðin er ennþá þurr og er þetta í raun það fyrsta sem ég geri þegar ég stíg inn í sturtuna. Ég nudda henni alveg yfir augnsvæðið og finn ekki fyrir neinni ertingu. Ótrúlega fljótlegt að nota mjólkina í sturtuna og svo klára ég að hreinsa húðina með öðrum hreinsi og stíg út úr sturtunni með tandurhreina húðina.

Clinique vörurnar fást í verslunum um land allt en þar má aðallega nefna verslunir Hagkaupa og Lyfju

 

Save

Save

Save

Save