thorunn_gongustigur-3Photography by Thorsteinn Sigurbjornsson

Ég pantaði mér bronslituðu Vans skóna mína á netinu fyrir þó nokkru síðan og hef sjaldan verið jafn ánægð með kaup. Kom sér líka einstaklega vel að þeir mættu til landsins í miðju verslunarbanni. Mér finnst gaman að Vans skór séu komnir aftur í tísku í allskonar mynstrum og gerðum. Ég sá þessa á erlendu bloggi og bara varð að eignast þá. Eru líka svo fallegir við súkkulaðibrúnu leðurbuxurnar mínar úr Zara. Ég er búin að fá endalausar spurningar um skóna en ég pantaði þá á vans.com. Veit að ég mun nota þá mjög mikið í sumar í vinnunni og þegar ég fer til Florida & Los Angeles í júní. Ég pantaði mér þá í 36,5 en hefðu mátt vera hálfu númeri minni. Svo ég segi að þeir séu “true to size” þar sem ég nota venjulegast skó í 36 en þorði ekki að taka sjénsinn að þeir væru of litlir.

 

shoes2
Þegar ég rakst á þessa fyrst í Bianco var ég alveg 100% á því að ég yrði að eignast þá. Voru uppseldir í minni stærð svo að ég var fljót að skrá mig á lista. Fékk yndislegt símtal í gær og þeir voru komnir aftur. Eins og þið sáuð í færslu gærdagsins þá fór ég strax í þá eftir að ég keypti mér þá. Skórnir eru geggjað grófir, mjúkir og þægilegir. Veit að ég mun nota þá mikið. En endilega fylgist vel með hérna á blogginu því á næstu vikum ætlum við að gera allskonar skemmtilegt í samstarfi við Bianco og setja af stað skemmtilegan sumarleik!

Það eru bara 1-3 pör til í búðinni í augnablikinu en það er sending á leiðinni. Fylgist með!

Bianco Neela Boot

vanssliponsneakrers
Ég er kolfallinn fyrir ,,Slip On Sneaker Trendinu”- sé þetta útum allt á bloggum. Veit ekki alveg af hverju ég er svona hrifin af þessu og er ég búin að vera að leita mér að hinu fullkomna pari. Leitin tók enda á einni uppáhalds netversluninni minni. Ég man að ég gekk í Vans skóm þegar ég var svona 14 ára og það þótti töff. Svo mér finnst mjög skrítið að kaupa mér svona skó aftur- en nú bronze litaða með hvítu. Þessir verða svooo fallegir með vorinu..guð hvað ég er spennt. Ég pantaði mér þá inná Revolve Clothing sem sendir til Íslands og kostuðu litlar 6.821 kr og þú færð þá hér! Mig langar líka í eina með hlébarða mynstri- en læt mig dreyma. Þarf að safna fyrir utanlandsferð. Og hana nú!

vansbronze

Skórnir sem ég pantaði mér

Ahh, so in love with my new Zara booties and heels Both new shoe buys ares shoes with really chunky heels. My main role at Zara is being responsable for shoes and handbags. So I am literally surrounded by shoes and handbags all day so you have to give me a little credit for not buying all of them. The shoes at Zara this season are amazing to look at and also super comfortable to wear. I had to take home two best sellers of the winter season home. My parents got me the booties for my birthday and the chunky heels which I am still so obsessed with I got for myself in August (see me wear them here).

Get them here:
_________________________________________
Ahh, er hægt að finna fallegri skó. Ég er ástfangin af nýju skókaupunum mínum og báðir eiga það sameiginlegt að vera með þykkum massífum hæl. Aðal hlutverk mitt í vinnunni í Zara er að ég sé um skó og töskur (ásamt mörgu öðru!). Svo ég er bókstaflega umvafin töskum og skóm allan daginn. Svo þið verðið að gefa mér smá credit fyrir að kaupa ekki alla skóna í búðinni. Í vetur hafa verið að hrannast inn flottari og flottari skór og seljast eiginlega allir upp á met tíma og ég varð nú að taka heim með mér tvö vinsælustu pörin á vetrar seasoninu.  Foreldrarnir blæddu á ökkla stígvélin handa örverpinu í afmælisgjöf og keypti ég mér hælana í ágúst og er ég ennþá jafn ástfangin af þeim (eins og sést að þeir eru smá notaðir og getur þú séð mig í þeim hér).

Færð skóna hér:


Looking for Something?