IMG_7528IMG_7532
Verður maður ekki aðeins að gíra sig aðeins fyrir haustið? Haustið er skemmtilegasti tími ársins finnst mér bæði því þá er svo gaman að klæða sig (& af því að ég á afmæli!). Fallegar kápur, treflar, stígvél og flottar leðurbuxur. Ég fylgist mjög vel með Bianco síðunni (hér) til að sjá hvenær koma nýjir skór því það koma oftast bara 1-2 pör í 36 og því verð ég að hafa hraðar hendur ef mig langar að næla mér í nýtt par. Þetta var ást við fyrstu sýn og varð ég bara að eignast þá. Grófir, töffaralegir og vínrauðir- fullkomnir fyrir haustið. Kærastinn minn var sko alls ekki sammála mér og reyndi að segja mér að það væri ekki “pláss” fyrir fleiri skó- ég hef heyrt annan betri!

Fást í Bianco og kosta 18.990 og eru úr leðurlíki! xx
Untitled-1

 

bianco

Nýju fallegu hælarnir mínir úr Bianco. Ég var ekki lengi að koma auga á þá og taka þá með mér heim. Ótrúlega léttir, þægilegir en skvísulegir skór. Ég hafði komið auga á nokkra svipaða þegar ég var úti en rennilásinn var aldrei nógu góður, of áberandi eða skórinn sjálfur of klunnalegur. Þessir eru akkurat fullkomnir. Hlakka til að nota þá í sumar um leið og veðrið verður betra. Stærsti parturinn af þeim er úr Neoprene efni (hugsaðu Triangl bikiní) og eru sjúklega þægilegir og klæðilegir. Passa við hvaða outfit sem er og sérstaklega við rifnar boyfriend gallabuxur.

Þú færð þá í Bianco í Kringlunni
(það eru örfáar stærðir eftir en von er á þeim í sendingu í lok júlí)

ps. ótrúlega flott útsalan þar sem ég mæli með að þú kíkjir á!

sandals

Heyrðu já það var ansi lítið um skókaup í utanlandsferðinni en ég nældi mér bara í þessa sandala og lyftingarskó. Mjög basic og eina sem mig vantaði. Reyndar um leið og ég steig á klakann fór ég í Bianco og nældi mér í geggjaða hæla sem ég hlakka til að nota meira í sumar og haust, sýni ykkur þá bráðum. Ég er persónulega mjög mikið að fýla bæði Birkenstock sandala og þessa sem eru með leðri svona krossuðu yfir ristina.

Eftir endalausa leit af hvítum Birkenstock söndulum fann ég þessa fullkomnu sandala frá Sam Edelman í Nordstrom. Var búin að rekast á þá útum allt á netinu áður en ég fór út en endaði svo á að kaupa þá þegar ég sá þá í eigin persónu. Ýkt þægilegir en líta jú örlítið út eins og baðskór. Mér líður eins og einni gamalli skvísu á leið í pottinn í Kópavogsslauginni en samt svo töff. Elska leðrið sem krossast svona yfir og auðvitað fékk ég mér þá í hvítu og svörtu. Naglalakkið á tásunum fær að njóta sín heldur betur. Í augnablikinu hafa þeir ekki fengið að fara út úr húsi hér á Íslandi en vonandi verður breyting þar á eftir að óveðrið gengur yfir. En í augnablikinu nota ég þá sem inniskó. En kærastinn er í Birkenstock svo við erum mjög flott hérna heima að labba upp og niður úr þvottahúsinu…haha.

Þú færð skóna hér:

ps. Ég sá að það var frekar mikill áhugi fyrir því að ég héldi fatamarkað enn á ný. En ég er ekkert með alltof mikið af fötum og nenni alls ekki að taka myndir af öllu. Því vantar mig að vita hverjar myndu hafa áhuga að koma og skoða. Ég nota föt XS-S og skó númer 36-37. Ég er ekkert með alltof mikið af fötum en slatta af glænýjum og ónotuðum fötum (3-4  svarta ruslapoka). Endilega joinið þennan event hér eða leitað að atburðinum undir “fatasala ThorunnIvars.is” á facebook!

bianco
Langar þig í nýja skó fyrir sumarið? Eins og þú sérð hér fyrir ofan þá hef ég í samstarfi við Bianco ákveðið að hefja smá sumarleik fyrir lesendur ThorunnIvars.is. Bianco er mín uppáhalds skóbúð á Íslandi og fer ég alltaf í Bianco þegar mig vantar bæði vandaða og flotta skó. Búðin er stútfull af skóm sem henta íslenskum aðstæðum og svo sandölum sem gaman verður að nota hér á landi í sumar og svo erlendis. Á þriðjudagskvöld ætla ég svo að draga út tvo skóþyrsta lesendur. Mig persónulega langar í alla skóna í búðinni og er nýbúin að kaupa mér tvenn pör, obbosí.

Til að auðvelda leikinn þá er best að fylgja þessum leiðbeiningum hér til að vinna:

Leiknum er lokið!

a Rafflecopter giveaway


Looking for Something?