IMG_7035
bianconewinnew

MESH LOAFER

Okay það er ekki alveg komið vor veður en ég tók af skarið og nældi mér í eina alveg ekta vor skó. Ég færist enn nær vorinu í huganum og stóðst ekki mátið þegar ég sá mynd af þessum koma inn á Facebook. Ég er svo leið yfir ástandinu á heimilinu svo ég átti skilið að fá skó. Þessir skór kölluðu á mig og þegar ég fór og mátaði þá í morgun varð ég bara að eignast þá. Hvítir leðurlíkisskór með götum á. Flottir við þröngar gallabuxur í skólann þegar fer að hlýna. Ég fór samt í þeim heim áðan í mínus fjórum gráðum bara vegna þess að ég var svo spennt. Á meðan að það er enn svona kalt get ég notað þá inni í vinnunni um helgina. Þeir fást einnig í svörtu með hvítum botni en allt hvítt heillar mig svo enda æðislegir á brúnum leggjum í sumar. Kostuðu 9.990 kr og fást í Bianco í Kringlunni. Nýja sendingin hjá þeim er æðisleg eins og þið hafið kannski tekið eftir á fleiri bloggum. Skórnir í Bianco finnst mér alltaf vera þægilegir og vandaðir og hef ég aldrei lent í neinu veseni með þá.

Í gær tókum við af skarið og lýstum endana á hárinu á mér eins og ég var búin að segja ykkur frá. Við ætlum að gera það einu sinni enn í næstu viku til að fá fullkomin lit en þetta kemur rosalega vel út. Núna verð ég að næla mér í bylgjujárn til að fullkomna lúkkið. Þarf að taka mynd í dagsbirtu til að sýna ykkur en í augnablikinu er liturinn soldið eins og hjá þessum hér, hahaha! Valdi síðan nýtt parket á alla íbúðina í gær og er spennt að sýna ykkur hvernig það kemur út.

Mesh Loafer frá Bianco verð 9.990 kr
Untitled-1
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.

vagabond

VAGABOND DIOON

Besti minn klikkaði að sjálfsögðu ekki á jólagjöfinni minni í ár en ég gæti gert “New In” færslur út árið fyrir ykkur. Það var pakkaflóð í gær og hittu allar gjafirnar beint í mark. Langaði að sýna ykkur nýju skóna mína sem ég var búin að suða um í þó nokkurn tíma. Ég átti yndislegt kvöld með fjölskyldunni minni og sátum við familían fyrir framan arineldinn langt fram eftir kvöldi. Hreint út sagt yndislegt en ég fékk virkilega furðulegan pakka frá kærastanum mínum vegna þess að hann var svo fyndinn í laginu. En í honum leyndist þetta æðislega Vagabond skó par og þriðji eldhússtólinn. Ég er víst alltaf að kvarta yfir því að við eigum svo fáa stóla og erfitt sé að fá fólk í heimsókn en þá gladdi Harry mig með einum í viðbót. Skórnir eru ekta leður og eru frá Vagabond og gripu þeir mig gjörsamlega þegar ég sá vinkonu mína í þeim fyrir jól og fóru þeir þess vegna efst á óskalistann. Ég fékk fullt fullt af fallegum gjöfum og fóru flest allir langt langt yfir strikið og varð draumur minn um að eignast glæran Iittala kökudisk á fæti loks að veruleika en ég fékk tvo. Einn frá tengdaforeldrum mínum og annan frá bestu vinkonu minni. Í pökkunum leyndust einnig glæný Nike föt í ræktina, skjannahvít Lín Design rúmföt, Cosmo færði okkur “hjónunum” nýtt matarstell úr Ikea en ég held að hann hafi farið alveg sjálfur að velja það, uppáhalds möndluolíu sápan mín frá L’Occitane og svartir Birkenstock inniskór toppuðu kvöldið!

Vagabond skór Dioon fást í Kaupfélaginu

Ég gerði “söguna” mína á Snapchat opna fyrir almenning
svo endilega fylgist með mér þar líka en notendanafnið er “thorunnivars”.

Untitled-1

bianco

Í tilefni þess að skólinn sé farinn af stað og sumarið á enda er tilefni að skella í einn leik í samstarfi við Bianco nú líka til að kóróna afmælisvikuna. Okkur vantar öllum nýja skó fyrir haustið hvort sem það er fyrir vinnu eða skóla. Sjálf fékk ég mér par númer 4 og hef notað helling síðan ég nældi mér í þá og eru hinir fullkomnu haustskór. Ég á sjálf svipaða og númer 2 & 3 síðan fyrr í sumar frá Bianco sem ég nota á hverjum einasta degi. Skórnir frá Bianco eru virkilega endingargóðir og þægilegir og eru um 80% af skónum í skóskápnum mínum frá Bianco. Í verðlaun er 15 þúsund króna gjafabréf í Bianco. Þess vegna eru skórnir á myndinni bara hugmyndir að flottum haustskóm.

Ef þig langar í nýtt par fyrir haustið fylgdu þessum leiðbeiningum hér og svo megiði endilega deila færslunni:
a Rafflecopter giveaway

Untitled-1

bianco

Má maður ekki aðeins undirbúa komandi árstíð með smá skókaupum? En í dag fór ég inn í Bianco á meðan ég var að bíða eftir að mamma kæmi að hitta mig í Kringlunni. Auðvitað kom heim með mér fallegt par af skóm sem ég má ganga út í haust og nota í skólann en samt sem áður vera sæt og fín. Get ekki talið svarta leðurökklaskó þó ég myndi nota báðar hendur- svo margir eru í skápnum mínum. Ég kaupi mér ekki mjög oft skó en þegar ég geri það nota ég þá alveg í gegn því fannst mér tilvalið að kaupa eina klassíska leðurlíkis með smá hæl því tvenn pör í skápnum eru að syngja sitt síðasta.

bianco2

Hversu klassískir og fínir? Svona skór eru fullkomnir í allt. Skólann, vinnuna, snatt og jafnvel smá miðbæjarrölt. En afmælisvikan byrjar ekki alveg nógu vel vegna þess hve ömurlegt veðrið er og vegna þess að ég er búin að vera með dúndrandi hausverk í 3 daga. Er því bara upp í sófa og stari á skóna. En loksins fann ég fullkomin vindjakka til að hjóla í og skottast í og úr ræktinni og afmælisdress! Já ég verslaði aðeins í dag en hlakka mikið til að sýna ykkur.

Skórnir fást í Bianco og kosta 14.990
ps. Fylgist vel með því við endum afmælisvikuna á leik í samstarfi Bianco
ps. 2 Ég mældi eindregið með að fylgjast með Bianco á Facebook hér
Untitled-1


Looking for Something?