vagabondnewin

NEW IN: VAGABOND MARJA

Ég ætti ekki einu sinni að útskýra fyrir ykkur hvernig þetta gerðist. Ég fann nefnilega rosalega sæta sokka sem yrðu sætir með svona fallegum lágum skóm með smá opnu. Semsagt ég keypti mér 990 kr sokka og ákvað að kaupa mér 24.990 kr skó við þá. Mig var reyndar búið að lengi lengi langa í svona skó þar sem ég ofnota hina Vagabond skóna sem ég fékk í jölagjöf frá Harry. Það er samt engin afsökun fyrir því hvað ég get verið klikkuð. Þeir eru samt svo fínir, ekta leður með fallegum sylgjum og sést svo fallega í bera fæturnar eða fallega sokka þegar maður er í þeim. Það nefnilega sér ekki á hinum Vagabond skónum mínum sem ég fékk fyrir næstum hálfu ári síðan og ég nota þá daglega. Sýni ykkur þessa fínu á mér í næstu dress færslu sem kemur líklegast á morgun. Þegar það kemur nýtt launatímabil í VILA er ykkar stelpa alveg vís til að kaupa sér eitthvað nýtt til að sýna ykkur.  Ég tók skóna í 37 en ekki 36 eins og ég geri venjulega bara svo að tærnar séu nú ekki í algeri kremju þar sem þeir eru örlítið támjóir.

VAGABOND MARJA skór fást hér og í Kaupfélaginu Smáralind og Kringlunni og kosta 24.995 kr
Untitled-11
Varan sem greinarhöfundar fjallar um keypti hann sér sjálfur.

glerups

GLERUPS

Um daginn fékk ég skemmtilegan póst þar sem ég var spurð hvort að mig myndi ekki langa til að prófa þessa skemmtilegu þæfðu dönsku ullarskó. Þannig er nefnilega mál með vexti að við búum á fyrstu hæð og það er alveg sjúklegur gólfkuldi og við algjörlega ósammála um hvert hitastigið eigi að vera inn í íbúðinni. Ég tapa alltaf og er mér semsagt alltaf kalt á tánum. Glerups skórnir voru alger himnasending og hef ég ekki farið úr þeim síðan ég eignaðist þá. Komu til mín akkurat á hárréttum tíma þar sem lærdómurinn fer á fullt núna fram að lokaprófum. Algjörlega ómögulegt að læra fyrir framan tölvuna með kaldar tásur. Þeir eru líka alveg í stíl við parketið…ætti kannski ekki að viðurkenna það en þeir eru ótrúlega smart sem mubla í íbúðinni.

Um helgina var ég í bústað með Harry og tengdafjölskyldunni og tók lærdóminn með mér. Hérna er einmitt ískalt líka og skórnir voru fyrstir til að fara ofan í tösku. Ég valdi mér ökklaháa í þessum fallega gráa lit þar sem mér fannst þeir ótrúlega smart. Skórnir eru úr 100% ull og er sólinn gerður úr kálfaskinni. Ég fann það um leið hvað þeir voru hlýjir og þægilegir. Ég er með mjög háa rist og fyrst þegar ég smeygði mér í þá var það frekar erfitt en eftir eitt skipti var ekkert mál að fara í þá aftur þar sem ullin gefur vel eftir. Harry var ekki alveg jafn hrifin af þeim fyrst og sagði að þeir væru nú ekki smart en skipti algerlega um skoðun þegar hann sá hvað ég elskaði þá mikið eftir nokkra daga notkun og bað um par í stíl við mína. Við verðum flott hjónin í Glerups skóm í stíl! Fyrir eigum við sitthvort parið af alveg eins Birkenstock sem verða notaðir yfir sumartímann. Erum bara svoleiðis par. Leið og mamma sér þessa er ég viss um að þessir fari hátt á gjafalistann hennar þar sem okkur mæðgum ansi oft kalt. Ég tók mína stærð 36 í skónum og passa þeir fullkomlega.

Glerups skórnir fást í ýmsum litum, gerðum og á unga jafnt sem
aldna í verslunum Casa ásamt því að fást á veraldarvefnum hér

Gleðilega páska!
Untitled-11
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.
Þessi umfjöllun er ekki kostuð.

sixtysevenkaupfelagid

SIXTY SEVEN

Í skóskápnum hafa strigaskór og lokaðir leðurskór verið áberandi. Ég er á leið á árshátíð á laugardaginn og ég sá þessa skó í Kaupfélaginu. Það fyrsta sem ég hugsaði var notagildi- ég get notað þá svona með glimmersokkum bæði hversdags (auðvitað ekki í þessu veðri) og spari ásamt því að geta notað þá við árshátíðarkjólinn berleggja á laugardag. Skórnir eru frá merkinu Sixty Seven og eru þetta fyrstu skórnir mínir frá því merki. Ég notaði skóna í fyrradag þegar ég fór með mömmu minni fínt út og eru skórnir ekkert smá þægilegir. Ekki of háir og passa akkurat utan um háu ristina mína. Ég finn að þeir eiga eftir að gefa eftir og verða mjög mjúkir og þægilegir. Sé fyrir mér að þessir verði kláraðir upp til agna.  Í smá tíma hef ég verið að kaupa mér fleiri og fleiri glimmersokka og fann ég þessa í Kaupfélaginu þegar ég keypti mér skóna. Ögn fínlegri og þynnri en þeir sem ég á frá öðrum merkjum og fer því ekkert fyrir þeim með skóm eins og þessum. Hlakka til að nota þá líka við aðra skó og láta sjást smá í þá um ökklann.

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLU INN Á SKÓR.IS

Til að gleðja ykkur langaði mig að bjóða ykkur upp á 20% afslátt á netverslun Skór.is út sunnudaginn 8.mars.
Afslátturinn gildir á öllum vörum á síðunni (bæði skór.is og air.is). Um að gera að nýta sér þetta!

Notaðu kóðann: THOR1234 til að virkja afsláttinn (Gildir ekki með öðrum tilboðum)

Sixty Seven sandalar hér – Skoðaðu alla skó hérGlimmersokkar frá Sneaky Fox fást í verslunum Kaupfélagsins
Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

adidassuperstar

ADIDAS SUPERSTAR

Whoop whoop! Alltaf þegar ég skoða erlend tískublogg poppa upp Adidas Superstar skórnir og langaði mig alltaf meira og meira í þá. Akkurat til að nota svona við leðurbuxur og víða peysu. Hlakka til að dressa fínt dress niður og nota þá við ljósbleiku trench-kápuna mína. Eins og þið vitið elska ég að dressa niður fötin mín með strigaskóm. Ég er ekki búin að eiga par af Adidas skóm síðan ég var um 12 ára og í minningunni voru þeir ótrúlega þægilegir. Það var hárrétt munað hjá mér þar sem ég hef varla fengist úr þeim síðastliðinn sólarhring. Ég tók skóna hálfu númeri stærri en ég nota venjulega eða í 36,5 en þeir eru örlítið litlir í stærðum.

Þegar ég fékk það tækifæri að segja ykkur frá sérstökum viðburði í samstarfi við Adidas hér heima varð ég að slá til. Á fimmtudaginn (12. feb) klukkan 18:00 verður sérstök kynning á Superstar og Stan Smith skónum frá Adidas í Kaupfélaginu Smáralind. Ég verð á svæðinu og langar mig að hvetja sem flesta lesendur mína að koma og hlusta með mér á ljúfa tóna RVK Soundsystem ásamt AmabAdamA og skoða skóna. Yndislega Steinunn vinkona mín er meðlimur í AmabAdamA og er ég ekkert smá spennt að fá loksins að sjá hana taka lagið. Enda ein sú hæfileikaríkasta í bransanum!

10970342_10153026653197978_1795427726_o

Hlakka til að sjá ykkur öll!

Fyrir ykkur sem komist ekki endilega bætið Skór.is við á Snapchat og fylgist með viðburðinum þannig.
Þið sem mætið munið að nota #superstariceland þegar þið deilið myndum frá viðburðinum.

Untitled-1
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.


Looking for Something?