Skóna keypti ég mér sjálf.

NEW IN: DR MARTENS VETRARSKÓR

Langaði svo að sýna ykkur nýju vetrarskóna mína sem ég keypti mér í fyrradag í Boston. Ég kom heim frá Boston í morgun en það var yndislegt að fara í fyrsta stoppið sitt eftir tveggja mánaða hlé. Ég tók Harry minn með og nutum við þess að ganga um miðborgina í ísskulda. Ég var búin að hafa auga með þessum skóm frá Dr. Martens en þeir eru loðfóðraðir og virkilega slitsterkir. Ég á enga svona góða skó til að nota dagsdaglega í kuldanum hér heima og var ekki lengi að festa kaup á þá. Ég keypti mína í Dr. Martens verslun á Newbury Street en þeir fást á NTC.is hér í brúnu og í verslunum GS Skóm. Skórnir eru mjög groddaralegir en ég er nú yfirleitt ekki fyrir þannig skó en þessir eru rosalega töff og þjóna tilgangi sínum vel. Mér var að minnsta kosti ekkert kalt á tánum í frostinu í Boston og hlakka til að nota þá óspart hér heima. Ég tók stærðinni stærra en ég nota vanalega til að geta farið í aðeins þykkari sokka. Ég er með háa rist og finn fyrir smá óþægindum ofan á henni en hef heyrt frá öðrum að skórnir víkki.  Í lok janúar fer ég síðan til Toronto í annað sinn og hlakka til að taka ykkur með í ferðalög næstu mánaða á Snapchat (thorunnivars).

Skórnir heita Dr. Martens Leonore Wyoming fyrir áhugasama

Save

Save

Save

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Air.is en skóna keypti ég mér sjálf.

NIKE AIR HUARACHE ULTRA – 11/11

Uppáhalds skórnir mínir? Já, klárt mál! Ég hef ekki farið úr þeim og nota þá við allt. Nike Huarache eru léttustu, þægilegustu og flottustu skór sem ég hef augum litið. Ég hef sjaldan tekið jafn miklu ástfóstri við skóbúnað en þeir eru bara svo þægilegir. Þeir virka kannski ekkert spes á mynd en á fæti eru þeir ómóstæðilegir. Skórnir eru saumlausir og maður þarf einungis að smeygja sér ofan í þá. Reimarnar í raun bara til skrauts en það  er einhverskonar tækni sem heldur skónum þétt á fætinum. Ég hef bæði notað þessa dagsdaglega og á æfingu. Þó þeir séu nú ætlaðir til notkunar úti þá hefur mig ekki langað til að fara í neina aðra. Þeir eru nefnilega jafn flottir við venjulegan fatnað og æfinga fatnað (sjá hér). Í tilefni 11/11 er 20% afsláttur inn á Air.is (hefst á miðnætti) og gildir afslátturinn af öllum vörum. Endilega gerið góð kaup en ég ætla að setja hér fyrir neðan linka á mínar uppáhalds Nike flíkur sem fást inn á Air.is. Þið hafið séð mig klæðast þeim á Snapchat oft og iðulega.

Nike Huarache hér – Nike Tech Fleece Cape hér  – Nike Signal Bolur hér – Nike Legend Buxur hér

Það taka fullt af öðrum verslunin þátt í 11/11 deginum en þær eru:

Skór.is – Adidas.is – Gap.is – Reebok.s – Heimkaup.is – Reykjavikbutik.is – Nola.is – Sirkusshop.is – Junik.is
Petit.is – Mstore.is – Aha.is – Cintamani.is – Reykjavikbitch.com – Lineup.is – Minimaldecor.is – Snúran.is og Bestseller.is

Save

Save

Save

Save

Save

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Steinar Waage og fékk ég skóna að gjöf.

NEW IN: TAMARIS HEELS

Þessir fallegu skó eru nýjir í Steinar Waage en ég kolféll fyrir þeim um strax vegna þess að þeir eru hinir fullkomnu flugfreyju hælar. Ég fékk mér par í byrjun sumars úr versluninni frá merkinu Ecco en langaði að eiga til skiptana. Þessir eru allt öðruvísi og eru frá merkinu Tamaris. Tamaris framleiðir hágæða þýska skó. Tamaris setur alltaf þægindi í fyrsta sæti og eru þessir búnir allskonar yndislegum púðum sem gera vinnudaginn örlítið bærilegri fyrir fæturna. Skórnir eru úr mjúku leðri og það er mjög gott að stíga ofan í skóna. Hællinn er mun stöðugri en á hinum skónum mínum og er breiðari.  Ég þarf ekki að segja mikið meira um skóna en þeir fá topp einkunn og eru svo ótrúlega þægilegir. Ég mæli með að kíkja á úrvalið af góðum og þægilegum skóm í Steinar Waage en ég hef ekki verið svikin að eignast tvenn pör úr versluninni fyrir flug-sumarið mikla. Eftir langa vinnudaga finnst mér ekki þægilegt að fara alltaf í sama parið þar sem fæturnar eru bólgnir og þreyttir. Þá finnst mér best að geta skipt um par en ég hef alltaf verið slæm í fótum og verð fljótt þreytt að ganga og þá sérstaklega á hælum. Uppáhalds skórnir mínir eru einmitt úr versluninni en það eru gömlu góðu Birkenstock sandalarnir sem ég nota daglega.

Tamaris skór fást í Steinar Waage í Kringlunni og Smáralind

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Bianco.

NEW IN: BIANCO x CAMILLA PIHL

Loksins! Það hlaut að koma að því að ég myndi gefast upp og eignast þessa fallegu skó úr línunni hennar Camillu Pihl í samstarfi við Bianco. Nú er haustið alveg að fara að mæta á svæðið. Ég mun fljúga með skólanum út október en þá tekur við lærdómstörn og síðan verð ég í VILA yfir jólin. Yfir vetrartímann nota ég svona lokuð ökkla boots hvað mest. Skórnir eru ekta leður en ég er alveg hætt að kaupa mér skó eins og þessa sem eru ekki úr leðri. Þeir fara bara svo miklu betur með fæturnar, eru þægilegri og endast miklu lengur. Alltaf eins og nýjir þegar maður er búin að pússa þá aðeins. Ég hlakka til að nota þessa við fínu haustdressin en skórnir passa nú ekki við mikið í skápnum núna en ég er sko alveg handviss um að ég finni mér eitthvað fallegt í Kaupmannahöfn í lok ágúst. Ætla út að heimsækja Birgittu vinkonu mína í fimm daga. Það verður sko fjör! Strax er kominn efst á óskalistann annar trefill frá & Other Stories en ég á tvo fyrir og langar svo að eignast einn í viðbót. Sá einn á síðunni sem er einmitt ljósbrúnn sem yrði fallegur við svörtu kápuna sem ég keypti um daginn (hér) og þessa nýju fallegu skó.

Skórnir fást í Bianco í Kringlunni

Save


Looking for Something?