Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/sumarhlaup-must-haves/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

sumarhlaup

Í sumar hef ég aldrei verið jafn dugleg að hlaupa þó ég segi sjálf frá. Maður þarf að vera ágætlega vel græjaður í hlaupin og hafa nokkrir hlutir verið algjörlega ómissandi. Ég ætla að segja ykkur frá vörunum á myndinni hér að ofan sem mér hefur fundist ég ekki getað verið án. Góður playlisti er reyndar algjört lykilatriði en ég hlusta yfirleitt á einhvern góðan playlista á Spotify á meðan ég hleyp og finnst best ef að ég get sungið aðeins með. Hlaupadressið mitt er virkilega svart og hvítt en reyndar eru skórnir mínir skærgulir en verð ég bara að eignast svarta og hvíta áður en ég verð sturluð á því að reyna að para eitthvað saman við skærgult. Til að lífga upp á dressið er ég yfirleitt í lituðum bol.

1. Góðar hlaupabuxur – Það eru nokkrar buxur sem eru í uppáhaldi hjá mér í útihlaupin en þær verða að vera vel þröngar og halda vel við mittið og mega ekkert leka. Best finnst mér þegar það er band í mittið sem ég get hert vel á áður en ég legg af stað. Fly-By buxurnar frá Under Armour eru uppáhalds en ég hleyp líka í Nike Epic Run Luxe buxunum mínum.

2. Hlaupajakki – Alltaf gott að eiga góðan jakka í hlaupin sem auðvelt er svo að binda um mittið ef mannið verður of heitt en er samt alveg tilbúin ef það byrjar að rigna. Það góða við jakkann minn er að hann nær yfir rassinn og er mjög flottur. Undir jakkanum er ég svo oftast í síðermapeysu eða bol en það fer oftast eftir veðri.

3. Góðir skór – ætti kannski að vera efst á listanum en ég hef aldrei áður fundið skó sem henta mér vel og ég fæ ekki beinhimnubólgu af því að hlaupa í. Under Armour Speedform Gemini skórnir eru þeir bestu sem ég hef prófað og veit ég um þónokkra sem eru sammála mér. Ég einfaldlega svíf á þessum yfir fjöll og firnindi.

4. Hús fyrir símann – Undanfarið hef ég verið að hlaupa með símann í vasanum eða ofan í íþróttatoppinum útaf ég hef aldrei átt svona græju til að hafa á hendinni. Þar sem ég er að fara að fjárfesta bráðlega í nýjum síma varð ég að fá mér flotta græju í stíl við Team VILA æfingabolinn en ég fann þetta hulstur á útsölu á netinu en það er frá Adidas by Stella McCartney. Fæst hér.

5. Íþróttatoppur með miklum stuðning – Núna á ég nokkra mjög góða íþróttatoppa sem ég nota eingöngu í útihlaupin en það er þessi á myndinni sem heitir High Bra frá Under Armour (var að koma til landsins) en hann er með skálum og er einstaklega þægilegur og hinn er frá merkinu Zensah en ég fjallaði um hann um daginn hér. Einnig verð ég að mæla með compression hlífunum frá Zensah sem ég notaði í byrjun til þess að fá ekki beinhimnubólgu en hún er alveg farin núna og nú hleyp ég hlífa laus.

6. Polar M400 úrið – Mér finnst ómissandi að fylgjast með öllu sem er að gerast bæði í úrinu mínu og með Map My Run appinu. Mér finnst ekkert smá gaman að sjá tímann minn og hvaða hraða ég er að ná t.d. í brekkum. Ég er sífellt að vinna í því að hlaupa á mjög stöðugum hraða og hjálpar bæði appið og úrið mér að vinna að því markmiði.

Untitled-11


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/zensah-compression-leg-sleeves/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

zensah

ZENSAH COMPRESSION LEG SLEEVES

Á síðustu vikum hef ég hlaupið meira en ég hef nokkru sinni gert á ævinni. Ég er mjög fljót að fá beinhimnubólgu en í þetta skiptið ætla ég ekki að láta það halda aftur af mér. Eftir að hafa leitað allra mögulegra leiða rakst á svokallaðar Compression Leg Sleeves sem veita hlaupurum og öllu íþróttafólki stuðning fyrir kálfana, léttir á og sem geta komið í veg fyrir beinhimnubólgu og draga úr þreytu í fótum. Eftir smá leit á veraldarvefnum komst ég að því að Zensah bíður upp á vinsælustu hlaupahlífar heims. Eftir þessa miklu leit höfðu vinkonur mínar loksins orð á því að þær ættu svona hlífar nú þegar og að þær höfðu séð mikinn mun á sér. Þær höfðu bara ekkert verið að deila því með mér, haha!

Ég kom mér í samband við vini mína í Líkama & Lífsstíl sem eru söluaðilar Zensah á Íslandi sem gáfu mér par til þess að prófa. Nú hef ég notað það á hverri einustu hlaupaæfingu og fann ég um leið mikinn mun. Hlífarnar veita stöðugan þrýsting sem stuðla að auknu blóðflæði og bæta þannig árangur í hlaupum og hraða endurbata. Á fyrstu æfingunni með hlífunum fórum við VILA stelpurnar í Cooper test og leið mér eins og ég væri óstöðvandi með hlífarnar og fann um leið fyrir hlýju á öllum sköflunginum. Við erum þrjár að hlaupa með svona hlífar í Team VILA og erum við allt aðrar. Ég prófaði að sofa með hlífarnar þegar ég var sem verst og finn ég ekki lengur fyrir þessum hræðilega sársauka. Núna finnst mér hlífarnar algjörlega ómissandi í útihlaupin en ég verð að viðurkenna að þetta er ekki það smartasta en þægindi verða að vera í fyrirrúmi ef maður ætlar að ná markmiðum sínum. Ég fer í mínar áður en ég fer í æfingabuxurnar og fel þær undir þeim. Mér líður ótrúlega vel þegar ég er með þær á mér og finnst mér þær ekki þrengja þannig að mér líði óþægilega.

Ef þú ert að byrja að hlaupa og færð alltaf beinhimnubólgu ættir þú að skoða hlífarnar frá Zensah!

Fást í Líkama & Lífsstíl Sporthúsinu og hér
Untitled-11
Vöruna fékk ég sem sýnishorn en mig langaði að deila þessari snilld með ykkur þar sem mér finnst hlífarnar virka fyrir mig.


Looking for Something?