Processed with VSCOcam with f2 preset

Í gær fór fárveika ég í brúðkaup hjá vinkonu minni. Þið sem hafið lesið bloggið mitt lengi vitið að ég elska brúðkaup (og fer í ansi mörg!). En í fyrra sumar voru þrír vinir kærastans míns að gifta sig en í ár eru tvær vinkonur mínar að gifta sig. Ég stoppaði ekki lengi og sat og drakk vatn mest allan tíman og fór svo fljótt heim í bleiku náttfötin mín. Það er alveg glatað að vera veikur yfir hásumar en í dag ætla ég að sofa sofa sofa til þess að ná þessu úr mér. Vitið ekki hvað mig langar í  vinnuna, ræktina og á crossfit æfingu. En langar að þakka vinkonu minni og eiginmanni  fyrir yndislegan dag og kvöld og óska brúðhjónunum alls hins besta. Athöfnin fór fram í Kópavogskirkju og veislan í Haukahúsinu.

Ps. losaði mig við hliðarskiptinguna og stytti aðeins hárið, hvernig finnst ykkur?

View Post

Thorun_black_blue-5-3Thorun_black_blue-6-1 bianco

Það er eitthvað svo fallegt við bláa jakkann minn. En kærastinn minn gaf mér hann fyrr í vor. Ég ætlaði að vera löngu löngu búin að setja þessar myndir inn en ég var bara eitthvað utan við mig í sumarfríinu. Mér finnst jakkinn lang flottastur við svarta og hvíta samsetningu. Ég er eiginlega alltaf klædd í þá liti svo það er auðvelt fyrir mig að nota jakkann oft og mikið. EN þetta er nú gamla klippingin mín sem ég kvaddi fyrr í vikunni og er komin með nýja (Bæ Beyonce, hæ Giuliana Rancic!). Ég er svo mygluð og veik hérna heima að ég hef ekki einu sinni sýnt ykkur nýja lúkkið. En það kemur að því á endanum en í dag er ég á leið í brúðkaup. Þrátt fyrir að vera hundveik þá bara hef ég það ekki í mér að missa af þessum degi vinkonu minnar og tilvonandi eiginmanns. Ætla ég því bara í veisluna og snemma heim um kvöldið. Víví ekkert áfengi fyrir mig- bara kaka!

Jakki Zara – Bolur Vila – Buxur Vibrant MIU – Skór Neela Boot frá Bianco – Naglalakk Bikini So Teeny frá Essie

Myndir teknar af Þorsteini J. Sigurbjörnssyni

sunday
Byrjaði þennan yndislega dag á því að sofa aðeins út og færa mig svo fram á sófa um 11 leytið. Drekka mega smoothie (gjörsamlega allt í honum) með kærastanum og horfa á uppáhalds þáttinn okkar Scandal. Þriðja sérían var loks að koma inná Netflix! Elska þessa þætti. En já yfir í annað- dress dagsins. Ómáluð (eða bara með nýja Sensai púðrið mitt) á þessum fagra sunnudegi á leiðinni í sund. Naut aðeins ofan í og fór svo til mömmu að hjálpa henni að raða í nýju eldhússkápana og svo í mat til tengdó. Núna er ég komin aftur á sófann og ætla að njóta fyrir framan sjónvarpið í kvöld.

Vila Supia Blazer – Selected Leopard T-Shirt – Tobi Pants – Bianco Booties – Bikini so Teeny by Essie Nailpolish

Mig vantar bara 100 fylgjendur á Instagram til að vera með 2000 – endilega hjálpið og fylgið mér. Finnið mig undir @thorunnivars og hér

Ekki gleyma svo Sensai leiknum!

 

saturday2
Byrjaði daginn á pönnuköku bakstri fyrir húsbóndann og lág svo í slopp til að verða 2. Þreif nú samt heimilið og setti hreint á rúmmið. Svo kósý að eiga svona laugardaga, en núna ætla ég bara að rétt að fara að stúttast eitthvað með kæró svo ég er bara í mjög þægilegum og kósý fötum því í kvöld ætla ég í kjól. Í fyrsta skipti í langan tíma. En mig vantar bæði kjól og buxur. Finnst ég ekki fín í neinu þessa dagana og algjörlega buxna laus. Elska þessa peysu þar sem ég keypti mér hana í large og dýrka að hafa hana svona oversized. Skóna er ég búin að eiga alltof lengi og hafa reynst mér alltof vel ef svo má að orði komast. Ætlaði að hætta að nota þá en hvernig er hægt að hætta að nota ekta leðurskó sem sést ekki á og eru þægilegastir í heimi í vinnuna. Það eru bara nokkrir studs nýbyrjaðir að detta af og skórnir eru yfir eins árs gamlir og ofnotaðir.

Selected Sweater – Zara Leather Pants – Aldo Booties – Pink Nouveau Lipstick from Mac


Looking for Something?