Thorunn_Haust_001 Thorunn_Haust_009Thorunn_Haust_008
Myndataka: Þorsteinn J. Sigurbjörnsson

HAUSTIÐ

Rétt svo í tæka tíð fyrir veturinn fékk ég mér nýja úlpu. Það var nú bara eins gott því sirka daginn eftir var komið hörkufrost. Átti áður barnasnið af samskonar úlpu (kostur þess að vera 160 cm á hæð) frá 66° Norður en hún var stutt og fannst mér ég verða að eignast úlpu fyrir veturinn sem næði að minnsta kosti yfir rassinn á mér og hin orðin nokkuð lúin. Örugglega bestu kaup haustsins ef ekki bara ársins. Létt, fyrirferðalítil og mun endast mér í nokkur ár. Eins og ég hef minnst á alltof oft þá nældi ég mér í hana þegar foreldrar mínir áttu leið í gegnum Keflavíkur flugvöll fyrr í haust. 66° Norður vörurnar fást hjá Rammagerðinni. Meira um úlpuna hér. Þetta er kannski bara gott dæmi um hvernig ég klæði mig dag frá degi á farti mínum um bæinn. Í skólann, í vinnu, í rækt og svo fram vegis. Hlýtt og þægilegt. Ég er búin að of nota Air Max Theu skóna mína frá Nike allsvakalega og er ég mjög sátt með að hafa fundið þá á spottprís á netinu en ég plataði fyrv. kærastinn minn til að senda mér þá heim frá USA þegar ég átti afmæli (það má alveg!).

Svo er þetta fyrsta outfit færslan án gleraugna- en ég er enn að jafna mig í kringum augun eins og kannski sést. Smá bólgin en þetta er allt að koma! Líður betur með hverjum deginum og lífið er í einu orði sagt allt annað.

Vatnajökull úlpa frá 66° Norður hér
Peysa frá Vila
Bolur frá Zara
Leggings frá Vila
Nike Air Max Thea skór
Varalitur Blankety frá MAC
Varablýantur Subculture frá MAC
Untitled-1

IMG_2074

Í dag beint eftir skóla (sjá á dressi) var mér boðið á mjög krúttlegan og einlægan viðburð á vegum Ilse Jacobsen. Sjálf Ilse var mætt til íslands að kynna stórglæsilega Spa snyrtivöru línu. Mjög gaman að fá að hitta svona flotta konu og heyra söguna á bakvið snyrtivörulínuna. Ég er þó kannski ekki alveg í kúnnahópnum en ég á nú samt sætar reimaðar bomsur frá henni sem ég elska og svo er mamma alltaf að draga mig með sér í búðina hennar í Garðabæ enda hliðin á heimili fjölskyldunnar. Við fórum allar heim með fótabaðsalt, krem og svona sokka til að sofa í. Í tilefni þess bauð ég Írisi vinkonu heim í kvöld í smá dekur og ætlum við að borða eitthvað sjúklega gott og setja á okkur maska á meðan við njótum í fótabaðinu frá Ilse, hver veit nema við horfum á Mean Girls. Mig langar svo að halda spa kvöld fyrir allar vinkonur minar og verð að láta verða að því einhvern tíman.

Dress dagsins:
Kápa Vila (enn til nokkrar í L & XL)
Peysa Vila (uppseld)
Buxur Vero Moda
Nike Skór
Trefill Zara
Næla frá Ihanna Home

Untitled-1

thorunn_perla_blackwhite_010thorunn_perla_blackwhite_003thorunn_perla_blackwhite_006thorunn_perla_blackwhite_007thorunn_perla_blackwhite_004thorunn_perla_blackwhite_008

Photography by Thorsteinn J. Sigurbjörnsson

HOUNDSTOOTH

Það er jú löngu löngu kominn tími á outfit færslu. En mig langaði að sýna ykkur svona mjög hversdagslegt outfit sem ég geng í og munt þú örugglega oft sjá mig í einhverju mjög svipuðu. Ég fékk mér þessa virkilega fínu houndstooth mynstruðu kápu í Vila fyrir viku síðan og er hún flott við allt svart og hvítt í fataskápnum mínum en hann er mjög litlaus þessa dagana. Ég er ekkert lítið ánægð með Nike Air Max Thea skóna mína sem ég gaf sjálfri mér í afmælisgjöf og hvíta Michael Kors taskan alltaf klassísk. Þessi færsla markar víst tímamót þar sem frá og með næsta þriðjudegi verða allar færslur gleraugnalausar. Úff, ég er svo stressuð að það hálfa væri hellingur. Mér líður eins og ég sé nakin án þeirra en ég ákvað að hafa lífsgæði í fyrrúmi og skella mér í laser aðgerð. Ég segi ykkur meira frá því þegar nær dregur. Endilega hugsið fallega til mín á þriðjudag og það fyrsta sem ég ætla að gera í næstu viku er að kaupa mér sólgleraugu..haha!

Houndstooth Kápa Vila – Leðurbuxur Vero Moda – Trefill Vila – Veski Michael Kors – Úr Michael Kors – Nike Air Max Thea
Untitled-1

IMG_9517birthday11 copy

Hérna eru nokkrar myndir af afmælisdressinu. En ég ákvað að leyfa mér að fara í nýja samfestinginum út að borða á Sushi Samba á sjálfan afmælisdaginn og nota hann svo aftur daginn eftir í partýinu. Eini munurinn sem var að ég var í öðrum skóm og berleggja á föstudagskvöldið. Elska þennan samfesting/kjól sem ég hlakka til að nota aftur.

Zara Jumpsuit – Bianco Anklebooties – MAC Impassioned Lipstick
Untitled-1


Looking for Something?