dressirff

RFF 15

Helgin var hreint út sagt æðisleg og þaut ansi hratt fram hjá. Á föstudaginn sá ég tvær stórglæsilegar sýningar hjá bæði Siggu Maiju og Jör. Báðar sýningarnar stóðu sko aldeilis fyrir sínu og var ég spennt að halda fjörinu áfram daginn eftir. Ég var á síðustu stundu og missti af Another Creation og sé mikið eftir því. Náði þó Scintilla, Magneu og að sjálfsögðu lokasýningunni hjá Eyland. Allar sýningarnar voru frábærar. Gaman að sjá fjölbreytt úrval hönnuða og flott sýning hjá öllum hönnuðum. Eyland stóð örugglega mest upp úr fyrir minn smekk þar sem ég sá flestar flíkur þar sem ég gæti vel hugsað mér að eignast. Hátíðin verður flottari með hverju árinu sem líður svo núna er bara að bíða eftir RFF 16. Fatahönnuðurinn í mér byrjar alltaf að kitla í puttana þegar það er svona mikil tíska í kringum mann og vonandi næ ég einn daginn að mana sjálfa mig í að hanna eigin línu.

Upplýsingar um dressið mitt færðu hér en það sést mun betur í skóna mína á þessum myndum

Untitled-1

rffdress

RFF OUTFIT

Í gær fór ég beint úr vinnu á RFF og sá tvær stórglæsilegar sýningar. Í dag næ ég bara þremur en ég er orðin alltof alltof sein svo að þetta verður hraðfærsla. Dressið er látlaust en það er svo ótrúlega heitt á svona sýningum að ég verð að vera léttklædd. Að sjálfsögðu fer ég ofnotuðu nýju Y.A.S kápunni minni og nýju Sixty Seven* skónum mínum. Í gær fór ég með batterýslausan síma á RFF svo ekki var mikið um Snappið hjá mér en ég lofa að vera dugleg í dag og sýna ykkur allt það helsta. Þið finnið mig undir nafninu
thorunnivars á bæði Instagram og Snapchat.

Kápa Y.A.S – Toppur Zara – Pils Missguided – Sokkabuxur Sneaky Fox* – Skór Sixty Seven*
Untitled-1

Stjörnumerktar vörur sem ég minnist á voru fengnar sem sýnishorn aðrar keypti ég sjálf.

IMG_9223

MÁNUDAX

Ískaldur mánudagur var framundan hjá mér í dag en mig langaði ótrúlega mikið að vera í nýju bláu kápunni minni sem ég “fjárfesti” í í um helgina. Hún er dásamlega dusty blá á lit og falleg við ljósgráa trefilinn minn sem ég sendi Írisi vinkonu mína eftir í London um daginn. Hann er úr versluninni & Other Stories og hef ég sjaldan verið jafn sátt með 100% ullartrefilinn minn. Svo að mér yrði ekki kalt fór ég í þykka rúllukragapeysu og að sjálfsögðu í nýju Vila buxunum mínum sem koma aftur í verslunina á fimmtudaginn. Ég er búin að gera alla svo spennta fyrir þessum buxum svo ég mæli með að fylgjast ótrúlega vel með á Facebook hjá Vila (hér) til að sjá hvenær sendingin kemur. Ég er staðráðin í að fá mér aðrar í minni stærð þar sem mér fannst þær gefa örlítið eftir.

DETAILS

Y.A.S Trench Coat nokkrar eftir í Vero Moda – Rúllukragapeysa úr Vero Moda
Trefill frá & Other Stories – Vicommit buxur og belti úr Vila – Skór frá Vagabond

Untitled-1

Þessi umfjöllun er ekki kostuð.

Processed with VSCOcam with t1 preset

NÝTT DRESS + NÝTT HÁR

Eins og þið vitið þá pantaði ég mér þrenn dress frá vefsíðunni Missguided í síðustu viku og í gær komu þau til landsins. Sendingin var akkurat viku á leiðinni og náði til mín í tæka tíð fyrir helgina. Í kvöld er ég á leið í afmæli hjá einni Vila dúllunni minni og í mars er ég að fara á árshátið svo mig bráðvantaði nokkur dress. Fötin smell pössuðu öll nema ég ætla aðeins að þrengja pilsið á kjólnum sem ég pantaði en ég tók stærð 8 í öllu. Loksins get ég notað fína Zara toppinn minn sem ég keypti seinasta sumar en ég hef aldrei notað. Pilsið kostaði litlar 3.000 kr og er eins og sniðið á mig. Skórnir eru eeeldgamlir en ég nota þá enn óspart en þeir fengust í Zara á sínum tíma. Það er íííískalt úti svo ég mun líklegast fara í sokkabuxur áður en ég fer út og þykka góða kápu. Ég ákvað að skella í mynd þar sem birtan var svo falleg áður en ég byrjaði að mála mig en nú loks getið þið séð litinn á hárinu á mér.

Við Karen mágkona erum búnar að aflita endana núna tvisvar og er ég ótrúlega sátt með útkomuna. Ég setti stórar krullur í hárið og skipti hárinu í sirka 15 mjög þykka bunka sem ég krullaði með járni og greiddi þær svo aðeins niður og setti After Party frá Tigi til að gera þær sléttar og fínar. Það er ekkert smá volume í hárinu þegar það er krullað og líður mér eins og ég sé Mel B en með hárlitinn hennar Kylie Jenner. Þar sem sólin hækkar og hækkar á lofti ætla ég að lofa að vera duglegri að sýna ykkur dress hugmyndir bæði hversdags og svo svona aðeins spari. Nú ætla ég að skella á mig andlitinu og prófa jafnvel ein glæný SocialEyes augnhár sem ég pantaði mér.

Toppur Zara Woman – Skór Zara Woman  – Pils hér
Untitled-1


Looking for Something?