varma

ULLARSUMAR MEÐ VARMA

Um daginn fékk ég skemmtilegt boð um að koma í heimsókn og skoða fyrirtækið Varma. Ég fékk að skoða aðstöðuna, nýju flíkurnar fyrir sumarið, hvernig framleiðslan fer fram og fleira. Fyrir löngu síðan er ég búin að gefa upp á bátinn þetta íslenska sumar. Ég fer ekkert út í sumar en dreymir um helgarferð í haust með betri helmingnum. Ég fékk að velja mér þessa gulfallegu 100% ullarpeysu frá Varma þegar ég fór í heimsókn þangað og ég hef notað hana næstum upp á dag síðan ég fékk hana. Elska að skottast í henni um allan bæ og finnst hún æðislega töff við gallabuxur og strigaskó. Hún er ekkert smá stór og yndisleg en peysan er ýfð að innan svo hún stingur minna. Pirrar mig að minnsta kosti ekki neitt.

varmatvo

Ég fór ekki heim með eina peysu heldur tvær. Harry fékk nefnilega eina líka en sagðist vera of myglaður fyrir myndatöku í dag en ég gat varla gert manninum það á þessum sunnudegi að hunskast úr kósýgallanum. Hún er eins og sniðin á hann og valdi ég þessa dökkbláu á hann og hlakka ég til að sjá hann í henni í bústaðnum í sumar. Hún er með gömlu mynstri í nútímabúningi og finnst mér strákar svo sætir í svona flíkum.

LANGAR ÞIG Í PEYSU FYRIR ÞIG OG ÞINN?

Ég stakk upp á því við Varma að gefa ykkur tækifæri á því að vinna peysu á sjálfar ykkur og einnig á hinn helminginn (jú eða bróður, pabba eða afa). Ef þú skilur eftir fallega athugasemd hér fyrir neðan og segir hverjum þú myndir vilja gefa hina peysuna ásamt því að deila færslunni ertu kominn í pottinn. Peysurnar kosta hvor um sig í kringum þrjátíu þúsund svo það er til mikils að vinna. Ég er að minnsta kosti mjög spennt að færa lesanda þessa æðislegu peysu tvennu.

Ljósa peysan mín er væntanleg í Cintamani Bankastræti og Pennan Laugavegi 77

Untitled-11Gjafaleikurinn er kostaður af Varma.

dressdagsins

ÞRIÐJUDAX DRESSIÐ

Örstutt færsla rétt áður en ég fer á fund og síðan í vinnuna. Dagurinn er gjörsamlega pakkaður og endar hann á tveimur æfingum í röð. Bæði í World Class og síðan hlaupaæfing með Team VILA. Held ég hafi aldrei sett jafn myglaða mynd á internetið fyrr en ég vaknaði heldur þreytt í morgun.

Kápa Selected – Bolur VILA – Belti VILA – Buxur VILA (koma á fimmtudag aftur) – Skór Vagabond

Untitled-11
Greinarhöfundur keypti sjálfur allar flíkurnar sem hann klæðist.

arshatiddressid

ÁRSHÁTÍÐAR DRESSIÐ

Í kvöld erum við hjónaleysin á leið á árshátið Vodafone en eins og glöggir lesendur vita vinnur kallinn þar. Það er víst eitthvað kvikmyndaþema en ég fann ekki upp á neinu en ákvað að vera bara geggjað fín með mega Hollywood krullur í hárinu. Ég skellti mér í brúnkusprautun í gær á snyrtistofunni Lipurtá en ég verð að segja að þetta er besta brúnkusprautunin í bænum. Ég hef aldrei verið jafn jöfn á litinn en þær nota vörurnar frá St. Tropez. Ég er búin að deila með ykkur milljón kjólum sem ég var búin að reyna að kaupa en annað hvort voru þeir uppseldir eða ekki til í minni stærð en ég endaði með þennan sem mér finnst bara nokkuð fínn. Neglurnar á höndunum á mér eru engan vegin í stíl við dressið en táneglurnar og varirnar eru stíl, haha! Lappirnar á mér virka mun dekkri á þessari mynd en það er nú bara birtan hér í stofunni.

Fylgist með í kvöld á Instagram & Snapchat en þið finnið mig þar undir nafninu thorunnivars

Untitled-11

dress

ALL BLACK

Á föstudaginn var fjárfesti í í þessum fína svarta hversdagskjól frá merkinu .Object sem fæst inn í VILA. Merkið er í fínni kantinum og kallaði kjóllinn á mig. Hann er ekki alveg plain heldur er fíngert net framan á honum efst og svo aftan á bakinu. Hann er síðari að aftan en að framan og er virkilega klæðilegur. Fullkominn hversdagskjóll við buxur og kápu. Svona eins og ég er alla daga. Þegar ég er í skóm sem bera á mér ökklann bretti ég alltaf upp á Vicommit buxurnar mínar. Ég á nú tvennar og er ég alveg virkilega að spá í að fá mér þær þriðju en það er mögulega fullt langt gengið.  Ég fann þessa frábæru sokka sem ég talaði um í færslu gærdagsins en þeir eru þunnir nælonsokkar með röndóttu mynstri. Þeir koma tvennir saman í pakka og er hitt parið með doppum. Ég á enn eftir að prófa þá við skóna. Ég veit ekki af hverju ég var að klæða mig í dag þar sem ég á ekki að vera að gera neitt annað en að læra en klukkan er orðin þrjú og ég ekki enn byrjuð. Hver getur lært í svona veðri, mig langar bara í sund!

sokkar

Tók mynd til að sýna ykkur hvernig ég bretti buxurnar upp til þess að sýna sokkana betur. Ég elska bera ökkla en þetta er einsskonar millivegur þar sem sokkarnir eru hálf gegnsæjir.

Kjóll 6.990 kr , buxur 6.990 kr og sokkar 990 kr frá VILA – Skór Vagabond 24.995 kr

Untitled-11
Vörurnar sem ég fjalla um keypti ég mér sjálf.


Looking for Something?