vilaenwin

DRESS VIKAN 9-13 NOV

Bloggaranum datt í hug að hefja á nýjan leik svokallaða dressviku hér á síðunni. Það er orðið langt síðan síðast en ég elska einmitt að setja inn dressfærslur. Núna ætla ég að setja inn daglegar færslur með dressum. Byrjum vikuna snemma með dress dagsins í dag en ég klæddist alsvartri múnderingu og mátaði þennan æðislega flotta jakka úr VILA sem er komin ofarlega á óskalistann. Ég var nú reyndar með bleikan trefil til að lífga upp á dressið. Fylgist nú vel með dressum vikunnar!

Dress dagsins: ZARA Woman gallabuxur, .Object bolur úr VILA,
Pieces leðurjakki úr VILA, Belti gamalt úr VILA , Vagabond Skór
Untitled-11

Processed with VSCOcam with f2 preset

DRESS DAGSINS 21/10

Ein uppáhalds flíkin mín í fataskápnum er nú ekki mikið notuð en þegar ég fer eitthvað fínt gríp ég hana alltaf. Þetta er nýja kápan mín úr Zara sem ég keypti í Barcelona. Ég er smá fegin að hún hafi ekki skilað sér í verslanir hér heima og ánægð með að vita bara af einni annarri manneskju sem á hana. Reyndar góð vinkona mín og þurfum við að ráðstafa hver ætlar að vera í henni en þá fer hin bara í leðurjakkanum sem við eigum líka eins, haha! Kápan er lang fallegust við dökkbláan trefil vegna þess að það dregur fram lit kápunnar á einstaklega fallegan hátt. Plain hvítur stuttermabolur og klassísku Vicommit buxurnar úr Vila passar vel við dressið. Ég er ný búin að draga fram Vagabond bootsin mín enda hundblautar göturnar. Í dag er ég bara að fara í tíma í skólanum og síðan í eitt skemmtilegt kokteilboð á milli 17-19!

Zara Woman Kápa keypt í Barcelona –  Pieces trefill úr VILA – Vicommit Buxur úr VILA – Hvítur
stuttermabolur með klaufum úr VILA – Vagabond Dioon Boots úr Kaupfélaginu fást hér
Untitled-11

dresseitt

HAUSTDRESS #1

Um daginn var ég beðin um að sýna flíkur og annað sem væri svona alveg “must haves” að eiga fyrir haustið og ákvað þess vegna að sýna það í dressum. Þetta eru dress sem ég sæki mikið í og hlutir sem ég raða oft saman. Bæði svolítið rómantískt og eitt svolítið töffaralegra. Mér finnst órúlega gaman hvað það er mikið 70s í tísku núna og er ég nú þegar búin að næla mér í tvennar mjög 70s legar skyrtur og er þessi ljósa frá .Object ein sú fallegasta sem ég hef séð. Ég klæddist henni á laugardag í afmæli og fannst ég svaka fín. Falleg var hún við nýju rústrauðu kápuna mína og dökkbláan trefil. Ég er mikið búin að breyta um liti í fataskápnum fyrir haustið og koma brúnir, rauðleitir og beige tónar sterkt inn hjá mér og verða örugglega mjög áberandi hér á síðunni í haust.

1. Skyrta frá .Object fæst í VILA 2. ZARA Woman kápa 3. Vicommit buxur úr VILA 4. Bianco skór
5. Pieces Trefill fæst í VILA 6. Pieces blúndutoppur fæst í VILA 7. Chanel Fortissimo naglalakk

dresstvo

HAUSTDRESS #2

Þetta er mögulega svona típískt skóladress hjá mér. Rifnar gallabuxur, flatbotna þægilegir skór (vegna þess að það er svo langt á milli bygginga), leðurjakki og fallegi & Other Stories trefillinn minn. Ég er lang hrifnust af svona auðveldum og klassískum dressum og líður alltaf best svona klædd. Fallegt en hlutlaust naglalakk er eiginlega must við svona dress enda svo látlaust og fínt. Ég er alltaf á leiðini að leggja þessa skó á hilluna vegna þess að þeir eru ekki alveg tilbúnir í hvaða veður sem er en ég fer alltaf í þeim út sama hvað vegna þess að þetta eru einir af þeim þægilegust skóm sem ég á. Þeir eru alltaf lang lang flottastir við einhverja
skjannahvíta flík eins og stuttermabolinn.

1. ZARA Woman leðurjakki 2. VILA stuttermabolur með klauf 3. ZARA Woman rifnar gallabuxur
4. Dior Tribale naglalakk (kemur í sölu í október) 5. & Other Stories Trefill 6. Bianco skór

dressthrju

HAUSTDRESS #3

Eins og veðrið er nú oft hér á Íslandi er gott að eiga góða úlpu. Á meðan það er ekki of kalt og kannski bara rigning og vindur nota ég Uniqlo úlpurnar mínar óspart. Þetta er svona klassískt vont veður dress hjá mér þegar ég vil ekki að mér verði kalt en vil á sama tíma vera fín. Nýja prjónaða rúllukragapeysan mín úr VILA verður held ég sú mest notaða í vetur ásamt einni í svipuðum lit sem ég keypti mér í & Other Stories. Góð ökklastígvél og að sjálfsögðu Vicommit buxurnar góðu. Köflóttur trefill með smá bláu og gulu finnst mér flottur við peysuna og hlýlega OPI lakkið mitt sem heitir Linger Over Coffee verður oft á nöglunum í haust. Trefillinn er ekki til akkurat núna í VILA en það eru til fullt af fallegum við kósý haustdress.

1. Belti frá Pieces 2. Rúllukragapeysa frá VILA 3. Uniqlo Úlpa 4. Pieces trefill úr VILA (gamall)
5. OPI Infinite Shine Lakk litur Linger Over Coffee 6. Vicommit buxur úr VILA 7. Skór úr Bianco

Untitled-11

haustdress

 

HAUSTDRESS #1

Í öllum færslum í september mánuði hef ég talað um hvað ég elska haustið mikið. Það tal færa að halda áfram örugglega út októbermánuð. Trúiði því samt að ég hef ekki gert eina einustu dress færslu í marga mánuði? Jæja þessi liður er farinn af stað aftur og byrjum á ósköp venjulegu skóladressi sem ég klæddist í dag. Hérna má sjá margar af mínum uppáhalds flíkum og þar á meðal eru Vicommit buxurnar frægu sem eru til í VILA núna fyrir þær sem eiga enn par af þeim. Bestu buxur sem ég veit um! Uppáhalds strigaskórnir mínir úr Bianco sem er líka aftur til núna en þá hef ég notað eeeeeendalaust í sumar og finnst flottir við hvaða dress sem er. Bolurinn minn er nýr úr VILA en ég notaði hann mikið í Barcelona. Nýji fíni leðurjakkinn úr ZARA sem ég fékk í afmælisgjöf frá mínum lang besta. Á öðrum dögum en í dag hefði ég líklegast verið með trefil líka en ég var gjörsamlega að stikna svo hann fékk að vera heima. Nú skal ég sko lofa að vera betri og skemmtilegri bloggari og koma með helmingi fleiri dressfærslur.

Buxur Vicommit úr VILA – Skór úr BIANCO – Bolur úr VILA
Leðurjakki Zara Woman – Varalitur Le Marc Kiss Kiss Bang Bang

Untitled-11


Looking for Something?