tuesday
Jæja áskorunin heldur áfram- set þetta blogg inn í mikilli flýti á milli vinnu og ræktar. Á þriðjudögum er ég virkilega upptekin í vinnunni og þarf að keyra á milli 15 staða sirka því best að vera í mjög þægilegum fötum. Mér varð reyndar heldur kalt svona í dag og sótti ég því Selected úlpuna mína í hádeginu til að skella yfir mig og sleppti þá blazernum. En náði ekki mynd af því. Gallinn við að vinna í fatabúð í hlutastarfi er að þú mætir einu sinni í viku sirka og þá er alltaf eitthvað nýtt þegar þú kemur. Ég er nefnilega í Vila frá toppi til táar í dag fyrir utan Nike Air Max Thea skóna mína. Bara CC krem á húðinni og nude varalitur. Einhverskonar bad hair day í dag og einhver sveipur að gera mig alveg geðveika. Það er bara stundum þannig og svo var bókstaflega engin mynd skárri en þessi svo þetta hálfgerða bitch face verður bara að duga. Nú er ég rokin í ræktina og svo beint í bíó með vinkonu minni. En já þetta er semsagt sama yfirhöfn og í gær nema bara í öðrum lit- suma daga er ég bara svo frumleg.

Outfit 2:
Vila Supia Blazer – Vila Mask Top – Vila Just Jude Jeans – Nike Air Max Thea

IMG_2612
Fékk mjög krúttlega áskorun frá lesenda um daginn. En henni langaði að sjá dressinn mín dag frá degi. Ég set aldrei myndir af outfittunum mínum svona stillt upp við vegg heima á bloggið En einhvern tíman er allt fyrst og núna er líka svo bjart og auðvelt að taka myndir inni. Svo núna ætla ég að taka eina svona mynd á dag og sýna ykkur outfittin mín- og líka ef ég skipti yfir daginn. Jafnvel ræktaroutfit ef ég er í stuði. Vonandi hafiði gaman að þessari tilbreytingu.

Outfit 1:
Í dag var ég bara á leið í próf í háskólanum og var í Vila Supia blazer, Selected topp (sem ég var að fá mér), Zara leðurbuxum, Vans skóm og með fölbleikt naglalakk og Blomdahl eyrnalokka í rósagull lit. Allt mjög bleikt og sætt í dag. Ég er alltaf með Michael Kors úrið mitt og svo hárið sleikt aftur í tagl þar sem ég næ loksins hárinu í tagl. Einungis Burt Bees varasalvi á vörunum í dag.


Looking for Something?