Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/afmaelisbrunch-a-nauthol/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

brunchmedharrybrunchharry

AFMÆLISBRUNCH Á NAUTHÓL

Í miðjum prófum bauð ég mínum heittelskaða í afmælisbrunch á Nauthól. Fyrir ári síðan fórum við þangað í brunch á 1 árs afmælinu okkar og er þetta orðið hefð hjá okkur yfir hátíðarnar, hvort að það sé afmæli eða eitthvað annað. Ég hef farið í brunch um allan bæ en það er eitthvað við Nauthól og að vera niður við sjó sem heillar mig. Þjónustan er óaðfinnanleg og andrúmsloftið dásamlegt. Ég borða náttúrulega eins og ég get í mig látið og skila disknum tómum. Við sötruðum Mímósur með matnum (appelsínusafi + kampavín) og kaffi eftir matinn. Ég var nú með en þar sem sólin skein framan í mig var ég eins og vampíra á öllum myndum og þess vegna fær afmælisbarnið að njóta sín hér. Brunch diskurinn er með smá jólaþema og voru allir réttirnir óaðfinnanlegir. Súrdeigsbrauðið og pönnukökurnar standa auðvitað upp úr hjá mér þar sem það er mjög auðvelt að gleðja mig með einföldum mat.

Nauthóll var svo rausnarlegur og ætlar að bjóða heppnum lesanda að bjóða með sér einum gest í jólabrunch á Nauthól. Þvörusleikir færir lesanda þá gjöf á morgun svo vertu nú viss um að vera í pottinum hér.
Untitled-1


Looking for Something?