opi1

Eftir að hafa lofað og dásamað naglasett sem ég keypti mér í sumar (frá merkinu Formula X) fannst mér leiðinlegt að vera alltaf að minnast á það við ykkur þar sem ekki hafa allir tök á að eignast það þar sem það fæst ekki á Íslandi. Ég sagði stelpunum hjá OPI umboðinu á íslandi hér frá þessu setti og báðu þær mig um að bera saman það við sambærileg lökk frá OPI og segja sér hvað mér fyndist. Auðvitað tók ég þessari áskorun og ákvað að sýna ykkur líka- en hvernig átti ég að sýna ykkur svart á hvítu hvað þessi lökk gera fyrir mann? Jú, ég naglalakkaði mig fyrir akkurat viku síðan og tók myndir af höndunum á mér í dag. Ég gæti endalaust dásamað svona vörur og sagt ykkur frá þeim en mér finnst miklu trúverðugara að sýna ykkur þetta svona. Lökkin sem koma fram í þessari færslu fást því miður ekki saman í setti en fást í sithvoru lagi á flestum útsölustöðum OPI.

VÖRUR

OPI Chip Skip – undirlakk/hreinsir
Undirlakk sem kemur í veg fyrir að naglalakk flagni af nöglunum. Berð á
með litlum bursta sem er í glasinu. Setur þunna umferð á allar neglurnar og
þornar strax. Einskonar hreinsir sem tryggir að naglalakkið loði við neglurnar
en ekki olíu eða fitu sem liggur á þeim.

OPI Natural Nail Base Coat – undirlakk
Bleikt undirlakk sem kemur í veg fyrir að neglur litist af
lakki og hjálpar til við að halda naglalakki fallegu sem lengst.

OPI RapiDry – yfirlakk
Yfirlakk með sérstakri formúlu sem lætur lakkið þorna hratt og
örugglega og heldur naglalakkinu þínu fínu lengur. Þykk formúla sem auðvelt er
að nota og er sjáanlegur munur á áferð naglanna eftir notkun.

View Post

fourthings2
cantafjördnotto

Fjórar uppáhalds vörurnar mínar í þessari viku eru í einfaldari kantinum. En vikan einkenndist af mörgum naglalökkum en stóð þetta appelsínugula frá OPI upp úr. Það heitir Can’t Afjörd Not To og er úr Nordic línunni. Átti alveg erfitt með mig þegar sú lína kom í veslanir en nældi mér í þennan og líka íslenska litinn sem heitir Skating on thin Ice-Land. En þessi appelsínuguli er í miklu uppáhaldi.

Ég hef aðeins minnst á uppáhalds naglaþjalirnar mínar áður en þær eru frá Stylfile og þær eru sveigðar og sjúklega þægilegar. Er svo miklu fljótari að gera neglurnar fínar áður en ég lakka þær. Næst nældi ég mér í fallegan bleikan varalit frá Gosh sem heitir Precious sem mér finnst algjört æði og hef notað alla vikuna. Hann er ekki mjög pigmentaður sem mér finnst frábært dagsdaglega en ég nota oftast sterkari og pigmentaðari liti þegar ég fer út á kvöldin. Ég ætla ekki einu sinni að byrja á að ræða augnafarðahreinsinum sem ég fékk að prófa um daginn og hef notað síðan.  Sensai var að endurbæta hreinsilínuna sína og um leið og ég klára hreinsikremin mín næli ég mér í allt nýja. Geta vörurnar orðið eitthvað betri? Olíu augnfarðahreinsir sem er svo blíður og góður við augnsvæðið en þar er ég virkilega viðkvæm.

1. OPI naglalakk í litnum Can’t Afjörd Not To fæst í Lyfju & Hagkaup
2. Stylfile naglaþjalir fást í Hagkap
3. Gosh varalitur í litnum Precious fæst í Hagkaup
4. Sensai Make-Up Remover for Eye and Lip fæst í Hagkaup Kringlu
Untitled-1

chanelsecret<

CHANEL SECRET

Hið fullkomna nude naglalakk? Ég tók eftir því að þið voruð ansi æstar í nýja Chanel naglalakkið mitt. Lakkið er partur af haustlínu merkisins og það er klárt mál að Chanel klikkar aldrei.  Ég var búin að sjá lakkið á nokkrum erlendum bloggum og varð bara að eignast það. Það er algjörlega ómissandi að eiga eitt fullkomið nude litað naglalakk til að grípa í því þau passa við hvaða dress sem er hvort það sem er sumar,vetur, vor eða haust. Fyrst að það er afmælisvika er um að gera að fjalla um nokkrar af mínum uppáhalds lúxusvörum.

chanelsecret

Hver og ein kona ætti eiga eins og 1-2 naglalökk frá Chanel í sínu safni. Mér líður extra fínni bara af því að ég veit að lakkið er Chanel (já ég viðurkenni það bara). Liturinn heitir Secret og er númer 625 og er hinn fullkomni nude litur með smá bleikum tón.  Ég notaði fyrst gott undirlakk og svo lakkaði ég tvær umferðir til að fá fulkomna útkomu og setti svo yfirlakk til að fá extra mikinn glans. Lakkið var fínt á mér í 6 daga án þess að flagna. Ég verð sko fín með þetta lakk ofan í skólabókunum í vetur en stelpan er formlega aftur sest á skólabekk og nú í viðskiptafræði og er ég mjög spennt!

Chanel Secret #625 fæst í snyrtivörudeildum Hagkaupa og völdum snyrtivöruverslunum

Untitled-1

IMG_8554

Ég er búin að segja frá þessum naglalökkum nokkrum sinnum núna eftir að ég nældi mér í naglasett frá merkinu Formula X í Sephora þegar ég var úti í sumar. Halló halló halló! Þetta er eitt það besta (næst koma OPI lökkin og svo Essie) sem ég hef á ævinni prófað og naglalakkadrottningin hefur prófað allt. Þetta helst á miklu lengur, miklu meiri glans og þornar miklu hraðar en önnur naglalökk. Ég er að tala um að helst svona fínt í 8 daga en ekki bara 2-3 eins og önnur lökk. Mig langar að fara aftur í Sephora og kyssa stelpuna sem mælti með þessu setti fyrir mig þegar ég kom í búðina og sagðist vanta nýtt undir- og yfirlakk.

Ég keypti sett með naglahreinsi, undirlakki, lituðu naglalakki og yfirlakki og ef þú ert að fara til Bandaríkjanna/Bretlands eða þekkir einhver þá verður þú að lofa mér að kaupa þér svona sett. Ég lofa að þú verður ekki fyrir vonbrigðum! Vinkonur mínar eru nú þegar búnar að panta sér svona eftir að ég leyfði þeim að prófa hjá mér. Núna seinast pantaði ég mér svo svart háglans naglalakk frá þeim og vá vá vá! Þvílík fegurð. Nú er ég há dramatísk og við erum bara að tala um naglalakk en ég bara varð að segja ykkur frá þessu merki aftur.

Þú færð Formula X Naglasett hér!
Untitled-1


Looking for Something?