bikinisoteeny

ESSIE: BIKINI SO TEENY

Lengi vel hef ég beðið eftir því að Essie naglalökkin komi í sölu á landinu okkar. Ég hoppaði hæð mína þegar ég frétti að Essie lökkin væru nú loks fáanleg. Síðan ég bjó úti hef ég sankað að mér aragrúa af Essie naglalökkum. Einn litur hefur þó alltaf staðið upp úr en það er þessi fallegi ljósbláai sem heitir Bikini so Teeny. Það skiptir engu máli hversu lengi hann er ofan í skúffu þá er formúlan alltaf jafn góð. Ég er að verða hálfnuð með lakkið og hef notað það ótrúlega mikið. Ekta ljósblár fyrir sumarið. Endilega kíkið í Hagkaup Smáralind, Lyf & Heilsu Kringlunni eða í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum ef ykkur langar að næla ykkur í geggjað lakk fyrir sumarið. Ég er á leið í próf á eftir og verð bara stressuð ef ég á að læra rétt fyrir prófið svo ég horfi bara á Friends og naglalakka mig þangað til að ég á að fara í próf.

Litirnir sem eru í uppáhaldi hjá mér eru: Bikini so Teeny, Lovie Dovie (ekta bleikur), Cute as a Button (coral bleikur), A cut Above (flottasta glimmer lakk heims) og a Stroke of Brilliance sem er blátt glimmerlakk.
Untitled-11

Greinarhöfundur borgaði vöruna sem fjallar erum sjálfur.

barrtm

BARRY M: COCONUT

Stundum stend ég mig að því að segja ykkur ekki frá vörum sem ég elska og kaupi aftur og aftur. Eitt af því eru Barry M naglalökkin en nú þegar hef ég sankað að mér yfir fjórum mismunandi litum. Fyrstu kynni voru æðisleg og eru þetta ótrúlega vönduð og þekjandi lökk. Ég dýrka Gelly línuna og eignaðist nýverið litinn Coconut sem ég hef notað upp á dag. Þegar ég er að vinna í VILA er alltaf verið að spyrja mig með hvaða naglalakk ég er með og þrátt fyrir að það væri orðið ljótt um helgina héldu samt allir áfram að spyrja. Lökkin haldast einstakalega vel á og fór ég tvær umferðir til að fá fullkomna þekju. Það er ekki að ástæðulausu að allir bloggarar elska Barry M enda kosta þau einungis 1.490 kr og lita úrvalið er dásamlegt!

Barry M í litnum Coconut fæst inn á Fotia.is hér
Untitled-11
Vöruna fékk greinarhöfundar senda sem sýnishorn.

cement

CEMENT THE DEAL

Í kvöld erum við Íris vinkona að fara á stefnumót og eigum við miða í bíó á 50 Shades of Grey. Ég er búin að bíða ansi spennt eftir myndinni þrátt fyrir að hafa einungis lesið fyrstu bókina. Þegar OPI línan kom í verslanir var ég mjög fljót að næla mér í eitt og keypti ég mér ljós gráa litinn Cement the Deal sem mér finnst sá flottasti í linunni. Síðan fékk ég að gjöf dökk gráa litinn Dark Side of the Mood sem ég á enn eftir að prófa og glimmerlakkið Shine for Me. Á myndinni fyrir ofan er ég með ljós gráa lakkið Cement the Deal sem mér finnst æðislegt en ég hef alltaf verið hrifin af gráum naglalökkum og er þetta frábært í safnið þar sem minn uppáhalds grái er orðinn gamall og þykkur. Ég þurfti einungis eina umferð af lakkinu til að fá alveg þekjandi lit.

shineforme

SHINE FOR ME

Ég skellti glimmerlakkinu á baugfingur til að sýna ykkur útkomuna en mér finnst þetta hrikalega töff lakk en ég var buin að vera það á mér síðan ég fékk það svo að ég vildi skipta fyrir bíó-ið í kvöld.  Undir lakkið notaði ég Glitter-Off undirlakkið sem auðveldar mér að fjarlægja glimmer á auðveldan hátt og í raun getur maður bara kroppað það af. Ég var með það á mér um helgina þegar við Vila stelpurnar lyftum okkur upp og er þetta alveg ekta partýlakk. Lofa að sýna ykkur dökka lakkið Dark Side of the Mood von bráðar. Ég raðaði öllum þremur lökkunum úr línunni hlið við hlið á hillu og eru þau fallegt svefnherbergisstáss í augnablikinu.

OPI 50 Shades of Gray naglalökkin fást til dæmis í verslunum Lyfju og Hagkaupum
og ég minni á Taxfree daga í Hagkaupum sem byrja í dag

Untitled-1

Aðra vörurna fékk ég senda sem sýnishorn hina keypti ég sjálf.

IMG_5001

Í fyrradag fékk ég smá pakka frá CoolCos með vörum til að prófa og það fyrsta sem ég gerði var að taka gamla naglalakkið af nöglunum og setja þetta á. Ég er svo hrifin af svona brúntóna bleikum tónum og ég er ekkert smá ánægð með það. Í sumu ljósi er það smá fjólublátt og í öðru fallega bleikt. Lakkið er líka á frábæru verði og er þetta vinsælasti liturinn í snyrtivöruheiminum í dag og var ég einmitt að enda við að panta mér varalit í þessum lit (oopsí).

IMG_5082

Liturinn er í einu orði sagt dásamlegur en þið verðið að afsaka útgang naglanna minna þars em ég er í prófum og ekki hefur fundist tími fyrir naglasnyrtingarkvöld. Ef þú fýlar þennan lit myndi ég hraða mér niður í CoolCos en liturinn heitir Old Rose og er númer 171. Naglalökkin eru á frábæru verði og kosta 1.690 kr og er fullkomin gjöf handa vinkonu eða aukagjöf handa systur. Ég frétti af 25% afslætti dagana 5-7 desember í tilefni eins árs afmæli verslunarinnar í Smáralind.

Untitled-1


Looking for Something?