skinandebeauty

SKINCARE & BEAUTY WISHLIST

Eins og þið vitið flest þá vantar mig alls ekki fleiri snyrtivörur en það er oft erfitt fyrir áhugamanneskju um húðumhirðu að láta sumar nýjungar fram hjá sér fara. Efst á óskalistanum mínum eru tvær glænýjar vörur frá mérkinu Shiseido. Þetta merki var í uppáhaldi hjá mér á unlingsárunum og notaði ég engar aðrar húðvörur í mörg ár. Ibuki rakakremið er eina rakakremið sem ég hef keypt aftur, aftur og aftur. Ég hef örugglega klárað um það bil tíu flöskur af því í gegnum ævina enda lúxuskrem sem sá alveg um að halda húðinni minni í jafnvægi þegar ég var yngri. Í dag er Shiseido aftur komið í uppáhald hjá mér og í dag er ég að nota Glow Revival kremið frá þeim og er ég ekki frá því að það sé besta rakakrem fyrr og síðar. Núna langar mig afskaplega mikið að prófa tvær nýjar vörur í Ibuki línunni en það er face mist og gelkenndur næturmaski. Vörurnar geta bara ekki klikkað. Ibuki línan hentar sérstaklega þurri húð.

Ég hef ekki skilið í mér að hafa ekki látið verða að því að fjárfesta í Tatcha face mistinu en það er eitthvað sem ég bara verð að eignast í sumar. Dewy húð í flösku sem maður spreyjar og húðin fyllist af raka um leið. Mér er mögulega ekki treystandi í kringum svona vörur vegna þess hve hratt ég klára þær. Sunday Riley vörurnar hafa vakið mikla athygli og langar mig afskaplega að eignast allar dökkbláu vörurnar þeirra sem innihalda Blue Tansy. Blue Tansy er olía sem oft er líkt við dýra flösku af rauðvíni. Ég myndi ekki neita að leggjast í sjóðandi heitt Sake bað en tilhugsunin er eiginlega bara nóg fyrir mig. Rakst á þetta á heimasíðu Sephora. Sake ilmurinn er einstaklega hreinsandi og held ég að þetta eigi mögulega eftir að ferðast heim með mér í sumar.

Ouai hárvörurnar sem hannaðar eru af Jen Atkin eru ótrúlega girnilegar og er hreinsisjampóið úr línunni á mínum óskalista. Þykka, grófa hestahárið mitt þarfnast mikillar hreinsunar og veit ég fátt betra en tandurhreint hárið. Eins og svo margt fleira sem ég gæti látið mig dreyma endalaust um. Það verður stórhættulegt að komast í Sephora í sumar.

Ýttu á vörurnar til að versla:

 

1.Shiseido Ibuki Face Mist 2. Tatcha Luminous Dewy Skin Mist  3. Formula X the Fix
4.Bite Agave Lip Mask 5. Ouai Clean Shampoo 6.Brazilian Bum Bum Cream
7. Blue Moon Cleansing Balm  8. Shiseido Ibuki Beauty Sleeping Mask 9. Fresh Sake Bath

Untitled-11

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Essie // sumar vörurnar hef ég fengið að gjöf aðrar keypti ég mér sjálf.

NEGLURNAR MÍNAR MEÐ ESSIE

Það er fátt fallegra en vel snyrtar og fallegar neglur. Ég hef nýverið fundið mína rútínu sem virkar fyrir mig. Lakkið helst lengi á og glansinn er flottur. Undanfarið hef ég verið að nota mikið vörurnar frá Essie en litirnir frá merkinu eru guðdómlegir eins og þið vitið allar. Mér finnst mjög skemmtilegt að Essie skuli velja einn lit sem fær titilinn ,,liturinn mánaðarins” og í apríl er það liturinn Mint Candy Apple sem þið hafið líklegast séð mig skarta á Snapchat. Liturinn er alveg extra glaðlegur og kemur mér á óvart hvað hann passar við margt.  Í þessari færslu ætla ég að segja ykkur í smáatriðum hvernig ég hugsa um neglurnar mínar. Ég er með litla snyrtibuddu hér heima sem er tileinkuð naglaumhirðu vörum og í henni má finna: naglaklippur, naglabandaklippur, ýmisskonar naglaþjalir og naglabandaeyðum.

essieneglur

Frá vinstri: Essie Apricot Cuticle Oil – Essie All in One Base (hægt að nota bæði sem yfir og undirlakk) –
Essie Mint Candy Apple – Essie Gel setter – ath. ekki á mynd Essie Quick-E drops

Best finnst mér að byrja á að setja apríkósuolíuna frá Essie á naglaböndin og  ýta þeim síðan upp og klippa með sérstökum naglabandaskærum. Þessu skrefi nenni ég ekki alltaf en þetta skref skiptir allra mestu máli upp á heildarlúkkið að gera.  Allt verður einhvern vegin svo snyrtilegt þegar naglaböndin eru snyrt. Næst pússa ég neglurnar og klippi eins og þarf. Ég kýs að hafa mínar frekar stuttar rúnaðar en smá kassalaga. Fyrst nota ég alltaf undirlakk og þetta all in one lakkið frá Essie styrkir neglurnar mínar á meðan það er á og brotna því síður. Næst lakka ég alltaf tvær umferðir af lit og enda síðan ég rúsínunni í pylsuendanum sem er Gel Setter lakkið frá Essie. Lakkið gefur nöglunum háglans og endist það og endist. Ég bíð í dágóðan tíma á milli umferða en best er að gera þetta yfir eins og einum sjónvarpsþætti. Þegar öllu þessu er lokið læt ég renna ískalt vatn í vaskinn og set einn dropa af Quick-e dropunum frá Essie á hverja nögl. Leyfi þeim að liggja á í eins og 30 sek og síðan legg ég neglurnar í ískalt vatnið. Þá eru neglurnar orðnar alveg þurrar.

Gaman finnst mér að segja frá því að ég tók mynd af þriggja daga gömlu lakki á myndinni
hérna efst. Eins og sést helst glansinn æðislega og flagnar lakkið ekki neitt.

Uppáhalds Essie litirnir mínir: Island Hopping, Bikini So Teeny, Petal Pushers og Chinchilly
Á óskalitanum eru: Take it Outside, Sew Psyched, Starry Starry Night og Buy me a Cameo

Untitled-11

Processed with VSCOcam with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Essie og fékk ég naglalakkið að göf.

ESSIE PETAL PUSHERS

Essie velur eitt naglalakk á mánuði sem lit mánaðarins og er ég yfir mig hrifin af lit mars mánaðar. Petal Pushers er gráblár litur sem er einn uppáhalds liturinn minn eins og sést en Finnsdóttir vasinn minn er akkurat í þessum lit. Passlega vorlegur litur sem fær mig til að brosa þegar ég horfi á vel lakkaðar neglurnar. Ég elska litadýrðina hjá Essie og finn ég alltaf lit við mitt hæfi og það er eiginlega bara orðið stórhættulegt að hleypa mér að Essie standinum. Í morgun á fundi með Essie fékk ég þennan með mér heim enda er hann einn sá “Þórunnarlegasti” sem ég hef séð. Ég stóðst ekki mátið að prófa litinn um leið og ég kom heim.

Þetta segir Essie um litinn:

“Breaking rules. Pushing boundaries. This smoky stone rose has all
the mysterious allure of a forbidden walled garden. Enter if you dare”

petallll

Fallegur er hann á bæði höndum og fótum en ég stóðst ekki mátið að lakka táneglurnar í stíl. Ég verð flott á fimleikaæfingu með VILA á morgun, haha! Mér líður alltaf naktri ef að tásurnar eru ekki lakkaðar og hvað þá hendurnar. Ég hlakka til að nota þennan lit mikið í vor og sumar. Essie naglalökkin fást til dæmis í snyrtivörudeildum Hagkaupa en þú finnur mig langoftast fyrir framan standinn í Hagkaup Skeifunni, haha!

Untitled-11

lingerovercoffeeLökkin voru fengin að gjöf.

LINGER OVER COFFEE

Eins og þið vitið mæta vel þá er ég hugfangin af haustinu þessa dagana. Ég fæ ekki nóg af jarðlitum og allt í einu elska ég að klæðast þeim. Ég fór á fund í gær með umboðsaðlinum fyrir OPI naglalökkin og ákvað að velja mér örlítið djarfa liti fyrir sjálfa mig eins og til dæmis þetta lakk sem heitir Linger over Coffee og annað sem ég hlakka til að nota í nóvember sem ég sýni ykkur seinna. Fyrst kom ég auga á allt aðra liti í standinum fyrir haustið en ákvað að velja þá liti sem myndu best “complementa” fallegt haust dress. Ég er rooooosalega ánægð með þennan lit vegna þess að hann er svona fjólubrúnn og ef þið þekkið mig þá er það uppáhalds liturinn minn.

infiniteshine

INFINITE SHINE

Glöggir OPI elskendur sjá þó að hér er um að ræða Infinite Shine lakk en þið þekkið þau á silfurlitaða penslinum. Þetta eru nefnilega ekki alveg venjulegt lakk en nota ég það með tveimur öðrum Infinite Shine lökkum til að fá einn flottasta glans í naglalakki sem ég hef séð og miklu betri endingu. Þessi lökk eru ágætis fjárfesting en “die hard” OPI aðdáendur láta þessi lökk ekki fram hjá sér fara. Ég prófaði þetta fyrst i sumar og kolféll fyrir formúlunum. Þú byrjar á því að lakka þig með skrefi 1 en það er eins konar primer sem þarf að passa að bera jafnt á alla nöglina. Næst lakkar maður tvær umferðir af lit á nöglina (skref 2) og passar að gera það í eins fáum hreyfingum og hægt er. Til þess að fá engin penslaför eða annað. Síðast en ekki síst lakkar maður nöglina með háglans yfirlakkinu (skref 3) sem heldur öllu á sínum stað í allt að 10 daga. Lökkin eru hönnuð til þess að líta út fyrir að vera gel lökk gerði á stofu en án þess að þurfa að nota lampa og annað sem skemmir og veikir nöglina. Ég segi í allt að 10 daga vegna þess að það er bara mismunandi hvernig við slítum naglalakki. Mér finnst klárlega þessi lökk endast falleg lengur heldur en önnur venjuleg lökk en ef þú vinnur t.d. mikið á tölvu eða notar hendurnar mikið þá slíturu að sjálfsögðu lakkinu fyrr.

Endilega kíkið á þessi frábæru lökk frá OPI! Ég er að minnsta kosti
byrjuð að safna Infinite Shine lökkunum núna í öllum haustlitunum.
Untitled-11


Looking for Something?